Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Torfi Bjarnason (1899-1991)
Hliðstæð nafnaform
- Torfi Bjarnason (1899-1991) læknir
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
26.12.1899 - 17.8.1991
Saga
Torfi Bjarnason læknir lést 17. ágúst. Hann var fæddur að Ásgarði í Hvammssveit í Dölum 26. desember 1899.
Staðir
Ásgarður í Hvammssveit í Dölum: Ísafjörður 1929-1932: Hvammstangi 1932-1938: Sauðárkrókur 1938-1955: Akranes 1955-1969:
Réttindi
Torfi lauk stúdenstprófi 1921. Hann varð cand. med. frá Háskóla Íslands 1927 og var síðan við framhaldsnám í Danmörku í tvö ár.
Starfssvið
Torfi var starfandi læknir á Ísafirði 1929-1932, héraðslæknir á Hvammstanga 1932-1938, á Sauðárkróki 1938-1955 og síðan á Akranesi til 1969.
Lagaheimild
"Fyrir nokkrum vikum heimsótti ég hann í vistleg heimkynni hans í Seljahlíð. Honum var þá lítt brugðið utan að heyrn hafði dofnað. Hlýlegt og glaðlegt viðmót hans ornaði mér sem löngum fyrr. - Hann sagði frá 70 ára stúdenstafmæli bekkjarbræðranna sem Tómas Guðmundsson gerði ódauðlega er hann minntist "sextán skálda í fjórða bekk".
(Ólafur Haukur Árnason)
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jensson f. 14. maí 1865 - 21. ágúst 1942. Hreppstjóri og sparisjóðsgjaldkeri í Ásgarði, Hvammssókn, Dal. 1930. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Bóndi og hreppstjóri í Ásgarði í Hvammssveit, Dal. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Hlaut riddarakross fálkaorðunnar. „Þjóðkunnuur fyrir gestrisni og margháttaða greiðasemi“ segir í ÍÆ. og Salbjörg Jónea Ásgeirsdóttir 24. nóvember 1870 - 29. ágúst 1931 Var á Kýrunnarstöðum, Hvammssókn, Dal. 1880. Húsfreyja og ljósmóðir í Ásgarði í Hvammssveit, Dal.
Torfi Bjarnason kvæntist mikilhæfri konu 26. júní 1931. Var það Sigríður Auðuns f. 13. janúar 1904 - 28. júní 1992. Húsfreyja víða. Síðast bús. í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Jón Auðun Jónsson f. 19. júlí 1878 - 6. júní 1953. Bankaútibússtjóri, forstjóri og alþingismaður á Ísafirði og Margrét Guðrún Jónsdóttir 27. apríl 1872 - 12. mars 1963.
Dætur eignuðust þau þrjár. Sú elsta,
1) Margrét Auður Torfadóttir 3. júlí 1933 - 2. febrúar 1936, dó á barnsaldri
2) Auður Torfadóttir f. 8. ágúst 1937, MA, lektor við Kennaraháskóla Íslands,
3) Sigríður Torfadóttir f. 11. apríl 1941 - 30. mars 2000. Síðast bús. í Reykjavík, sálfræðingur.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 3.8.2017
Tungumál
- íslenska