Þingvöllur - Þingvellir

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Þingvöllur - Þingvellir

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

0930 -

Saga

Fyrrum var nafnið ritað í eintölu sbr Njálu og og textann „Skundum á Þingvöll og treystum vor heit“

Þingvellir eru flatir, grasi grónir vellir norðan við Þingvallavatn á bökkum Öxarár, sem rennur eftir völlunum út í Þingvallavatn, sem er stærsta stöðuvatn á Íslandi. Þjóðgarður var stofnaður árið 1928 og nær hann yfir Þingvelli og nánasta umhverfi þeirra. Í Öxará er Öxarárfoss, þar sem áin steypist ofan í Almannagjá. Rennur áin síðan eftir gjánni og svo út úr henni og niður á vellina. Almannagjá er sprunga við vestanverða sigdældina á milli úthafsflekanna tveggja sem Ísland liggur á.

Þingvellir eru einn af mikilvægustu stöðunum í íslenskri sögu. Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930 og kom þar saman árlega allt fram til ársins 1798. Það var árið 999 eða 1000 sem lögsögumaðurinn Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld og lýsti Íslendinga í kjölfarið kristna.

Staðsetning Þingvalla
Það var einnig á Þingvöllum sem Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði þann 17. júní 1944. Þangað hafa margir íslenskir listamenn sótt innblástur sinn, til dæmis Jóhannes Kjarval.
Skammt frá Þingvallakirkju er svokallaður þjóðargrafreitur, þar sem Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson eru grafnir.

Skömmu eftir árið 900 var farið að huga að þeim möguleika að stofna eitt allsherjarþing - Alþingi - á Íslandi. Nokkru fyrir árið 930 komu höfðingjar sér saman um að senda mann, Úlfljót að nafni, til Noregs. Erindi hans var að kynna sér lög og venjur sem hafa mætti að fyrirmynd í hinu nýja þjóðfélagi. Hann sneri aftur til Íslands og við hann eru kennd fyrstu lögin sem sögð voru upp á Alþingi - Úlfljótslög. Fóstbróðir Úlfljóts, Grímur geitskör, fór um Ísland til að afla fylgis við stofnun Alþingis sem og að finna hentugan þingstað.

Niðurstaðan varð sú að þingið yrði í Bláskógum og sumarið 930 komu menn saman, þar sem nú heita Þingvellir, til að taka þátt í fyrsta Alþingi Íslendinga sem markar upphaf þjóðríkis á Íslandi. Nokkrar ástæður eru taldar líklegastar fyrir vali þingstaðarins á Þingvöllum.

Í landnámi Ingólfs Arnarsonar hafði verið stofnað þing á Kjalarnesi. Ættingjar hans voru valdamiklir og talið er að áhrifa þeirra hafi gætt við staðarval Alþingis. Á þjóðveldisöld lágu Þingvellir vel við helstu leiðum og þéttbýlustu svæðum á Íslandi og því auðvelt fyrir flesta að sækja þingið.

Aðstæður á Þingvöllum þóttu einnig heppilegar fyrir þing; góðir hagar, eldiviður og vatn. Þá þótti staðurinn henta vel fyrir sjálft þinghaldið sem slíkt þar sem brekka og sléttur völlur lágu upp að hamravegg. Einnig er nefnd frásögn í Íslendingabók Ara fróða af Þóri kroppinskegg sem átti land í Bláskógum. Hann myrti þræl sinn en í refsingarskyni var allt land hans gert að allsherjareign til afnota fyrir þingið.

Staðir

Þingvöllur; Þingvellir; Þingvallavatn; Öxará; Öxarárfoss; Almannagjá; í Bláskógum; Kjalarnes; Vatnslönd; Steinrauðarstaðir; Steinröðarstaðir; Heiðarbær; Breiðabólsstaður í Vesturhópi; Alþingi; Drekkingarhylur; Gálgaklettur; Höggstokkseyri; Brennugjá; Flosagjá; Nikulásargjá; Peningagjá; Noregur;

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Úlfljótslög
Grágás 1117
Jónsbók 1281
Stóridómur 1564
Njála

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Landnám.
Steinröður Melpatrixson, leysingi Þorgríms bílds, eignaðist Vatnslönd. Hann bjó á Steinröðarstöðum.
Hrolleifur Einarsson barnakarls, nam land fyrir utan Öxará og bjó í Heiðabæ.

II. Steinrauðarstaðir (?) Svo segir í Landn. V. 13. »Hann (Steinröðr) eignaðist öll Vatnslönd, ok bjó á Steinrauðarstöðum«. Nafnið Steinröðarstaðir er nú týnt, og vant að gizka á, hvar bærinn hefir verið. Það eitt er víst, að hann hefir staðið við vatnið, því kringum það nam Steinröður land. Liggur nærri að hugsa, að það sé hann, sem nú ber nafnið Þingvellir, og hafi þar strax verið aðalbærinn við vatnið. Það mun þó ekki hafa verið, því af Íslendingabók má ráða, að áður en alþingi var sett, hafi bærinn Þingvellir heitið: í Bláskógum. Og þar sem Landn. segir að Hrolleifr „nam lönd til móts við Steinröð öll fyrir utan Laxá ok bjó i Heiðarbæ“, þá virðist það benda til að Steinröðarstaðir hafi verið sama megin við vatnið sem Heiðarbær, eða vestan við það. Á því svæði mundi því helzt að leita rústa Steinröðarstaða.
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, Megintexti (01.01.1899), Blaðsíða 3. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2047123

Eftir að ritlistin barst til Íslendinga með kristni voru lög meðal þess fyrsta sem fært var í letur til að koma í veg fyrir ágreining. Talið er að lögin hafi fyrst verið rituð veturinn 1117 -1118 á bæ Hafliða Mássonar á Breiðabólsstað í Vesturhópi. Þjóðveldislögin fengu síðar nafnið Grágás og eru varðveitt í nokkrum fornum handritsbrotum og tveimur skinnbókum sem skrifaðar voru á seinustu árum þjóðveldisins.

Líklegt má telja að dómur hafi starfað í tengslum við Alþingi frá upphafi, en nálægt árinu 960 voru stofnaðir fjórðungsdómar, einn fyrir hvern fjórðung, en landinu var þá um leið skipt í fjórðunga. Dómsmálum, sem ekki höfðu verið til lykta leidd á vorþingum í héraði, mátti skjóta til fjórðungsdóms á Alþingi.

Í upphafi 11. aldar var stofnaður fimmtardómur sem sat í lögréttu en fyrir honum mátti taka upp mál sem voru óútkljáð fyrir fjórðungsdómum. Með stofnun fimmtardóms voru dómsstig orðin þrjú í landinu. Á þjóðveldisöld var framkvæmdavaldið í höndum einstaklinga og því varð framkvæmd og fullnusta refsinga að koma frá þeim er málið varðaði. Af þeim sökum fóru engar aftökur eða aðrar refsingar fram á Þingvöllum á þjóðveldisöld.

Er Íslendingar komust undir yfirráð Noregskonungs færðist framkvæmdavaldið í hendur valdsmanna konungs, sýslumanna.
Árið 1281 var Jónsbók samþykkt sem lögbók og varð hún grundvöllur réttarfars í landinu næstualdirnar. Við lögtöku Jónsbókar urðu refsingar harðari en verið hafði á þjóðveldistímanum og við lögfestingu Stóradóms árið 1564 fjölgaði líkamlegum refsingum til mikilla muna á Þingvöllum. Drekkingarhylur, Gálgaklettur, Höggstokkseyri og Brennugjá eru örnefni sem munu lifa áfram sem minnisvarði um réttarfar þessa tíma. https://www.thingvellir.is/saga/domar/

Tengdar einingar

Tengd eining

Flosagjá á Þingvöllum ((1950))

Identifier of related entity

HAH00254

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhannes Kjarval (1885-1972) Listmálari (7.11.1885 - 13.4.1972)

Identifier of related entity

HAH01562

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Breiðabólsstaðarkirkja (1893 -)

Identifier of related entity

HAH00575

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þingvallakirkja (1859) (1859 -)

Identifier of related entity

HAH00859

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Öxará / Öxarárfoss ((1150))

Identifier of related entity

HAH00832

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Almannagjá á Þingvöllum (874 -)

Identifier of related entity

HAH00878

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Almannagjá á Þingvöllum

is the associate of

Þingvöllur - Þingvellir

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þingvallabærinn (1892 -)

Identifier of related entity

HAH00858

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Þingvallabærinn

is the associate of

Þingvöllur - Þingvellir

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00030

Kennimark stofnunar

IS HAH-Suðurl

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 6.3.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

Hér er notast við hið forna og þar með fyrsta nafn staðarins "Þingvöllur" en ekki það sem virðist hafa fest sig hin síðari ár; Þingvellir. Í Njálu er rætt um að fara á Þingvöll, eða eins og segir segir í ljóði Steingríms Thorsteinsonar, Öxar við ána; "Skundum á Þingvöll og treystum vor heit".

Hins vegar eru tilvitnanir ekki ritskoðaðar. Guðmundur Paul (creator)

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir