Þingvallabærinn

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Þingvallabærinn

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1892 -

Saga

Gamli bærinn var byggður um 1892, sá sem nú stendur var byggður 1929-1930 fyrir Alþingishátíðina og þá sem prestsetur.
Friðlýstur af forsætisráðherra að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands 10. nóvember 2014 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin tekur til ytra borðs bæjarins.

Höfundur: Guðjón Samúelsson
Byggingarefni: Steinsteypa

Staðir

Réttindi

Þingvallabærinn var byggður sem prestseturshús á árunum 1929-30 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins. Bærinn er kunnasta og merkasta dæmi um tilraunir Guðjóns til að endurskapa anda og fegurð íslenska torfbæjarins í nýju byggingarefni, steinsteypu, á 3. áratug 20. aldar. Upphaflega var húsið þrjár burstir með torfi á þekjum. Þök bæjarins reyndust vera of brött fyrir torfið og voru því fjótlega klædd með eir. Árið 1970 var ákveðið að stækka bæinn og var bætt við tveimur burstum til suðurs sem voru teknar í notkun 1974. Í nyrstu burstinni er aðstaða fyrir Þingallanefnd og þjóðgarðsvörð auk prests, en hinar fjórar burstirnar þjónuðu sem sumarbústaður og gestastofa forsætisráðherra. Bær og kirkja á Þingvöllum mynda saman mikilvæga, listræna heild. Ásýnd þessara húsa í stórbrotnu umhverfi Þingvalla er fyrir löngu orðin ómissandi þáttur í staðarmynd helgasta sögustaðar þjóðarinnar.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Fyrsta kirkjan var reist á Þingvöllum árið 1017 og var það Bjarnharður Vilráðsson hinn bókvísi biskup er kom með kirkjuvið frá Ólafi konungi Haraldssyni í Noregi, en biskupinn hefur sennilega búið á Þingvöllum. Með kirkjuviðnum sendi konungur einnig forláta klukku. Er Þingvöllur talinn fyrsti eða annar lögformlegi kirkjustaðurinn á Íslandi. Þessi fyrsta kirkja sem var þingmannakirkja var eign Alþingis og hefur líklega staðið þar sem kirkjan stendur enn í dag. Var hún helguð Ólafi konungi helga. Áður hafði staðið svokölluð búandakirkja á staðnum, en tilheyrði hún Þingvallabónda og voru þessar tvær kirkjur sameinaðar um miðja 11. öld. Fyrsti nafngreindi prestur á Þingvallastað er séra Brandur Þórisson, en hann var prestur þar á síðari hluta 12. aldar. Hann var sonur Þóris bónda á Þingvöllum, Skegg-Brandssonar bónda á sama stað, Þormóðssonar. Seint á 12. öld er getið um prestinn séra Guðmund Ámundason á Þingvöllum, af ætt Ingólfs Arnarsonar, en hann var kvæntur Sólveigu, dóttur Jóns Loftssonar í Odda er nefndur var fursti Íslands um sína daga eða „princeps patriae“ að latneskum sið. Sonur þeirra Guðmundar og Sólveigar var séra Magnús allsherjargoði á Þingvöllum, kjörinn biskup árið 1236 en fékk ekki biskupsvígslu vegna veraldlegrar tignar sinnar. Var hann síðar prestur á Þingvöllum til dauðadags. Sýnir það best vægi Þingvalla í hugum manna þegar á 13. öldinni. Af mörgum nafnfrægum prestum er þjónað hafa staðnum í gegnum aldirnar má nefna Alexíus Pálsson sem var staðarprestur í ein 20 ár á miðri 16. öld. Byggði hann þar nýja kirkju á hinum forna grunni. Varð hann síðar síðasti ábóti katólskra manna í Viðey. Séra Engilbert Nikulásson, er nefndur var læknir, var prestur á Þingvöllum frá um 1618-1668 en þá veitti Brynjólfur biskup í Skálholti bróðursyni sínum, séra Þórði Þorleifssyni staðinn. Séra Páll Þorláksson frá Selárdal, bróðir þjóðskáldsins séra Jóns á Bægisá, tók við Þingvöllum 1781 og var þar prestur í ein 40 ár, til ársins 1821. Þá settist séra Björn Pálsson sonur hans í embættið og gegndi því til 1846. 1846-1879 gegndi embættinu séra Símon Daníel Vormsson Bech, hálærður maður af norðlenskum ættum. Byggði hann núverandi Þingvallakirkju árið 1859, en kirkjusmiður var Eyjólfur Þorvarðarson. Eftir hans dag tók við staðnum séra Jens Pálsson og sat hann staðinn til 1886. Hann varð síðar prestur á Útskálum og þjóðkunnur skörungur á Alþingi. Séra Jón Thorstensen var Þingvallaprestur 1886-1923 er séra Guðmundur Einarsson tók við embættinu. Gegndi hann því til 1928. Árið 1928 er þjóðgarðurinn á Þingvöllum stofnaður. Þá er land prestsetursins tekið eignarnámi og gamla prestsetrið rifið. Þingvallabærinn hinn nýi, sem nú stendur, var síðan reistur af kirkjujarðasjóði fyrir Alþingishátíðina 1930, en kirkjujarðasjóður fjármagnaði þá byggingu prestsetra. Prestsetrið var upphaflega aðeins þrjár burstir. Tvær burstir bættust við árið 1974. Voru þær ætlaðar til afnota fyrir forsætisráðherra. Embætti Þingvallaprests var ekki setið frá 1928-1958, en þá er það endurreist með komu séra Jóhanns Hannessonar, fyrrverandi kristniboða og síðar prófessors í guðfræði við Háskóla Íslands. Bjó hann á Þingvallabænum eins og aðrir prestar hafa gert. Þeir prestar er sátu staðinn síðan voru þau séra Eiríkur J. Eiríksson 1959-1981, séra Heimir Steinsson 1981-1991 og aftur 1996 til dauðadags árið 2000 og séra Hanna María Pétursdóttir árin 1991-1996. Var sambúðinni milli presta og ráðherra hin besta. Þannig spannar saga Þingvallakirkju og prestsetursins þau 1.000 ár sem kristinn siður hefur verið í landinu. Síðustu áratugina sem Þingvallabær var setinn af prestum gegndu Þingvallaprestar stöðu framkvæmdastjóra Þingvallanefndar, þjóðgarðsvarðar og síðar staðarhaldara enda þótti fara vel á því að heimamaður byði gesti velkomna heim til Þingvalla, erlenda sem innlenda, árið um kring. Árið 2000 var allur Þingvallabær gerður að bústað forsætisráðherra og hefur hann þannig gegnt því hlutverki síðustu 13 árin.

Tengdar einingar

Tengd eining

Þingvallakirkja (1859) (1859 -)

Identifier of related entity

HAH00859

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Þingvallakirkja (1859)

is the associate of

Þingvallabærinn

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þingvöllur - Þingvellir (0930 -)

Identifier of related entity

HAH00030

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Þingvöllur - Þingvellir

is the associate of

Þingvallabærinn

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þingvallavatn (874 -)

Identifier of related entity

HAH00860

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Þingvallavatn

is the associate of

Þingvallabærinn

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Öxará / Öxarárfoss ((1150))

Identifier of related entity

HAH00832

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Öxará / Öxarárfoss

is the associate of

Þingvallabærinn

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Davíðsson (1874-1953) Kennari (8.11.1874 - 13.9.1953)

Identifier of related entity

HAH03989

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðmundur Davíðsson (1874-1953) Kennari

controls

Þingvallabærinn

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00858

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 6.5.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir