Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Ásgeir Theódór Magnússon (1886-1969) rithöfundur Reykjavík, frá Ægissíðu
Hliðstæð nafnaform
- Ásgeir Magnússon (1886-1969) frá Ægissíðu
- Ásgeir Magnússon
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
7.3.1886 - 14.8.1969
Saga
Ásgeir Theodór Magnússon 7. mars 1886 - 14. ágúst 1969 Rithöfundur, síðast bús. í Reykjavík.
- ágúst lézt hér í borg Ásgeir Magnússon frá Ægissiðu, 83 ára gamall. Við þennan föðurbróður minn eru tengdar einhverjar Ijúfustu bernskuminningar mínar, og því langar mig að geta hans að nokkru.
Ungur að árum var Ásgeir settur í fóstur að Katadal til Ingólfs Guðmundssonar f. 23.3.1859 móðurbróður síns. Aldrei verður með vissu úr því skorið, hve miklu það veldur um skapgerð barna að alast ekki upp með foreldrum sínum. En það vissi ég með vissu, að þessi dvöl Ásgeirs í Katadal hafði mikil áhrif á þennan dula og gáfaða dreng og mun e.t.v. hafa átt mikinn þátt í þeirri sérlund, sem nokkuð var áberandi í fari hans, því að Ingólfur móðurbróðir þeirra þótti sérlundaður mjög, en kona hans mun lítt hafa skilið þennan einræna og hæfileikaríka dreng. Að vísu bjargaði það miklu, að amma Ásgeirs, Sigþrúður Jóhannsdóttir f. 24.3.1828 var hjá syni sínum þarna í Katadal. Sigþrúður var greind kona, heimspekilega sinnuð og hafði áhuga á stjörnum, og má e.t.v. rekja þangað áhuga Ásgeirs á stjörnufræði síðar meir. Í Katadal ólst Ásgeir upp fram yfir fermingu, en dvaldist síðan á ýmsum stöðum í Húnavatnssýslu.
Staðir
Ægissíða á Vatnsnesi: Katadalur: Hvammstangi 1913:
Réttindi
Ásgeir lauk ekki prófi frá Akureyri, en fór síðan til Hafnarfjarðar og tók kennarapróf frá Flensborg 1908, 1910 var hann á kennaranámsskeiði í Askov. Hann starfaði við Alþýðuskólann á Hvítárbakka 1908-1910.
Starfssvið
1913 stofnar hann svo Alþýðuskólann á Hvammstanga og tel ég, að það sé með því merkilegasta, sem Ásgeir tók sér fyrir hendur um dagana, er hann allslaus og með litla aðstoð fjárhagslega stofnaði þennan
skóla af einskærum áhuga á að gera ungu fólki auðveldara að afla sér einhverrar menntunar í heimahéraði sínu. Mun sumum stórbokkanum hafa fundizt þessi piltur færast fullmikið í fang og væri nær að taka sér eitthvað þarfara fyrir hendur. Mér finnst freistandi að tilfæra hér ummæli Kristmundar Þorleifssonar, tekin úr ræðu, er hann flutti, þegar nokkrir nemendur Ásgeirs komu saman ásamt honum til að minnast þess, að liðin voru 35 ár frá stofnun skólans:
„Enginn mun ganga þess dulinn, að sá maður, sem réðst í slíkt fyrirtæki, sem skólastofnun þessi var, hlýtur að vera gæddur mikilli bjartsýni, „brúa á táp sitt og fjör, trúa á sigur þess góða". Það var ekki mikil von fjár og frama að leggja hér til atlögu og ekki var skólastofnuninni tekið með sérstakri hrifningu af ráðamönnum héraðsins".
Og ennfremur segir í sömu ræðu:
„Öllum mun oss nemendum skýrt í minni óþreytandi elja skólastjórans við starf hans og frábær samvizkusemi. Það mátti heita, að hann hefði einn á höndum alla kennslu í skólanum fyrsta veturinn, að því undanskildu, að islenzkuna kenndi Stefán Sveinsson, sá ágætasti kennari, sem á varð kosið og frábært ljúfmenni. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um, að fjölþætt kennsla krefst mikils starfs, ekki sízt, þegar hún er rækt með slíkri alúð, sem einkenndi Ásgeir Magnússon. Hann mun sjálfur aldrei hafa komið hér í kennslustund til nemenda sinna án sérstaks undirbúnings, hvort heldur var í fimleikum eða bóklegum fræðum. Ég get rifjað það upp, að hann kenndi oft með fyrirlestrum bæði sögu og fleiri námsgreinar. Reikning kenndi hann bókar laust, a.m.k. fyrsta veturinn. Mun það hafa valdið mestu um, að
stærðfræði hefur verið sú fræðigrein, er hann hafði tekið ástfóstri við og Ijós þekking á því, að stærðfræðinám verður að byggjast á skilningi og rökhugsun".
Í sjö ár tókst Ásgeiri að reka þennan skóla sinn við hina ótrúlegustu erfiðieika. Fyrri heimstyrjaldarárin, hækkandi vöruverð og vöruskort og einn kaldasta vetur, sem yfir landið hafði komið. En það, sem bugaði hann, var, að taugaveiki kom upp í skólanum. Það kom síðar fram, að taugaveiki hafði leynzt í héraðinu um sumarið, en almennt var talið, að hún hefði komið upp í skólanum og var það álitshnekkir og offáar umsóknir bárust.
Lýsingu á þessu er að finna í erindi því, sem Ásgeir flutti við þetta sama tækifæri og birt er i bók bróður hans, Magnúsar Magnússonar.
Seinna varð hann svo kennari í barnaskóla í Reykjavík, þar til hann lét af kennslu til að gerast fréttastjóri hins nýstofnaða Ríkisútvarps, árið 1930
Lagaheimild
En þá er óvikið að ritstörfum Ásgeirs. Áður var minnzt á áhuga hans á stjörnufræði og um þau efni gaf hann út Vetrarbrautina alþýðlegt fræðirit, prýðilega samið á fögru máli. Hann átti bréfaskipti við stjarnfræðinga erlenda og birti oft greinar í timaritum um þau efni. Lengst mun þó halda nafni hans á lofti Jobsbók, sem hann sneri í bundið mál íslenzkt eftir brezkri þýðingu frá 1885. Frumritið skrautritaði Ásgeir sjálfur og sendi Manitoba háskóla að gjöf. Þótti það hið fegursta rit. En sá þáttur í fari Ásgeirs að gera alla hluti eins vel og kostur var, olli þvi, að hann hóf að nema hebresku, er hann var kominn á sjötugsaldur og þýddi Jobsbók aftur og skrautritaði enn þýðingu sína og hlaut verðlaun í Kirkjuráði fyrir. Var hún gefin út ljósprentuð ásamt skrautrituðum þýðingum hans af sálmunum, orðskviðunum og predikaranum, 1965 af Menningarsjóði og er ein fegurstabók, er út hefur komið á Íslandi.
Innri uppbygging/ættfræði
Hann var sonur hjónanna Sigurlaugar Guðmundsdóttur f. 30.9.1853 - 30.4.1927. Húsfreyja að Ægissíðu á Vatnsnesi, og Magnúsar Kristinssonar f. 22.9.1852 - 3.10.1925. Húsbóndi, bóndi á Hólabaki, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Bóndi á Geirastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Bóndi að Ægissíðu á Vatnsnesi, Hún. Ásgeir var næst elztur af 6 sonum þeirra, er upp komust.
1) Guðmundur, 5.2.1884 - 10.4.1937 Bóndi á Guðrúnarstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, Áshr., A-Hún, og á Ægissíðu í Vesturhópi.
2) Björn, 11.9.1887 - 6.12.1955 Kennari Möllershúsi 1910 á Blönduósi og víðar, síðar bóndi á Rútsstöðum í Svínadal, Svínavatnshr., A.-Hún., síðast í Reykjavík. Húsagerðarmaður í Ásgarði, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Kona hans 10.7.1915 Þorbjörg Kristjánsdóttir í Húsey f. 17.2.1894 - 16.4.1962.
3) Magnús Stormur 27.5.1892 - 16.6.1978 Ritstjóri í Reykjavík 1945. Lögfræðingur og ritstjóri. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Sigþór 11.8.1893 - 7.7.1918 Var á Geirastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Verslunarmaður og bókari á Siglufirði.
fóru allir á Gagnfræðaskólann á Akureyri og Magnús síðar í langskólanám.
5) Kristinn 13.3.1897 - 26.11.1979 Kaupmaður á Blönduósi 1930. Var á Kleifum, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Fósturbarn: Jónína Björnsdóttir, f. 16.7.1922.
fór seinna í skóla hjá Ásgeiri bróður sínum.
Maki1; Ingibjörg Björnsdóttir f. 25.5.1881 - 7.9.1945 Var frá Bæ, Borgarfirði. Foreldrar hennar voru Björn Þorsteinsson f. 17.8.1848 – 14.10.1927 bóndi Bæ í Borgarfirði og kona hans Guðrún Jónsdóttir f. 17.6.1851 – 6.8.1941. Þau skildu.
Maki2; Karólína Sigurbergsdóttir f. 24.10.1909 - 14.6.2000 Var í Moldbrekku undir Fagraskógarfjalli, Kolbeinsstaðasókn, Hnapp. 1920. Áttu tvær dætur. Foreldrar hennar voru Kristín Þórðardóttir f. 28.6.1869 - 31.12.1942 og Sigurbergur Þorsteinn Sigurðsson f. 20.8.1872 - 26.5.1939 bóndi Morldarbrekku. Þau skildu.
Maki3; Unnur Ósk Ásmundsdóttir f. 12.7.1911 - 20.12.1989 Var í Hafnarfirði 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ásmundur Þorbjörnsson f. 17.5.1861 - 13.5.1923 Sjómaður í Sviðholti á Álftanesi og Ingibjörg Gísladóttir f. 8.5.1872 - 10.4.1941.
Almennt samhengi
Snemma mun hafa borið á menntaþrá Ásgeirs, og man ég vel sögu, er Björn föðurbróðir minn sagði mér, sem lýsir Ásgeiri vel. Björn hafði komið að heimsækja Ásgeir, sem þá var kaupamaður á Hrafnabjörgum í Svinadal, Ásgeir kallaði á Björn og bað hann að koma með sér út fyrir tún, fór hann með Björn að hvammi einum við ána. Þar hafði Ásgeir hlaðið sér lítið og laglegt hús, likt og börn gerðu í hjásetu áður fyrr, en inni í þessu húsi geymdi hann horn eitt fagurt og hafði það sér til dægrastyttingar að Ieika á það í frístundum sínum. Ennfremur bjó hann sér sundlaug í ánni og stundaði líkamsrækt. Seinna fékk Ásgeir svalað þrá sinni til hljómlistar og lærði að leika á orgel og píanó og hafði yndi af klassískri músík. Ekki gat Ásgeir eða þeir bræður treyst á fjárhagsstuðning foreldra sinna til náms, en þó tókst þeim að brjótast áfram og afla sér nokkurrar menntunar.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Ásgeir Theódór Magnússon (1886-1969) rithöfundur Reykjavík, frá Ægissíðu
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Ásgeir Theódór Magnússon (1886-1969) rithöfundur Reykjavík, frá Ægissíðu
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Ásgeir Theódór Magnússon (1886-1969) rithöfundur Reykjavík, frá Ægissíðu
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Ásgeir Theódór Magnússon (1886-1969) rithöfundur Reykjavík, frá Ægissíðu
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Ásgeir Theódór Magnússon (1886-1969) rithöfundur Reykjavík, frá Ægissíðu
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
20.9.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3570549