Templarahúsið á Blönduósi / Aðalgata 3

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Templarahúsið á Blönduósi / Aðalgata 3

Parallel form(s) of name

  • Hús Jóns A Jónssonar 1910.
  • Aðalgata 3

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1907 - 1918

History

Templarahús Framtíðarinnar 1907. Hús Jóns A Jónssonar 1910. Reist af IOGT Framtíðinni. Þar sem síðar reis Zophoníasarhús, Aðalgata 3. Rifið 1918

Places

Blönduós gamlibærinn; Aðalgata 3:

Legal status

Byggt 1907 af timbri úr gömlu húsi er var flutt frá Akureyri. Húsið stóð þar sem síðar reis hús það er Zophonías Zophoníasson eldri bjó lengst af. Byggt af Góðtemplarafélaginu Framtíðin.

Functions, occupations and activities

Húsið var metið 14.5.1909. Þar er húsið sagt 16 x 10 ¾ álnir og hæð undir þak 4 ½ alin. Hæð í sperrutop er 7 ½ alin. Það er innréttað þannig, að við annan stafn þess er forstofa og tvö herbergi, sitt til hvorrar hliðar við hana. Annað þeirra er þiljað og málað og yfir þeim er loft, annað í húsinu er einn salur, alþiljaður og slegið innan á sperrur og neðan á hanabjálkabita. Hann er málaður. Húsið er klætt að utan með vanalegum klæðningaborðum, plægðum og hefluðum. Þakið er úr 1 ¼“ borðum og þakjárn þar yfir.

Í húsinu er múrpípa og tveir ofnar. Það stendur á góðum grunni. Húsið var stækkað 1914 og varð þá 22 álnir að lengd, kjallari var gerður undir viðbygginguna 6 x 9 álnir. Í honum var lofthæð 3 álnir. Húsið, sem var notað mest til samkomuhalds, þótti kalt. Aldrei var lagt vatn í húsið.

Þegar Kvennaskólinn brann 1911, var húsið leigt skólanum. Farið var að búa í húsinu 1910, þá er Jón A Jónsson skráður þar til heimilis. Kvennaskólinn hafði svo húsið veturinn 1911-1912, en 1911-1913 bjó þar Páll Friðriksson smiður. 1913-1914 er Hansína Þorgrímsdóttir búsett í Templarahúsinu. Klemens Þórðarson býr þar næstu 2 ár eða 1914-1916. Að síðustu býr Kristján Jónsson smiður í húsinu 1916-1917. Síðasta árið sem húsið stóð bjó þar enginn. Ekki fylgdi húsinu nein lóð í upphafi. Það var reist á lóð Möllers. Jón Jónsson læknir, Friðfinnur Jónsson og Böðvar Þorláksson selja Klemensi Þórðarsyni söðlasmið húsið 7.12.1914. Klemens selur selur Guðrúnu Jónsdóttir konu Kristjáns smiðs húsið 1.11.1916. Guðrún selur Lárusi Ólafssyni Templarahús 19.4.1917. Nú fylgir húsinu lóð, útmæld

19.5.1916 af Friðfinni Jónssyni og Kristjáni vert. Fyrirvari er er gerður við sölluna um að Guðrún útvegi lóðarréttindi. Lóðarsamningur var gerður við Guðrúnu 6.3.1917, en felldur úr gildi 2 dögum síðar og gerður nýr við Lárus. Lóðin er frá suðri til norðurs 30 álnir og 2 ½“. Nær hún 7 álnir suður fyrir aðalhúsið og jafnlangt norður af húsinu sjálfu, sem er 23 álnir og 2 ½“. Frá austri til vesturs er lóðin 34 álnir og 14“. Að vestan ræður vegurinn út að Blöndu [Aðalgata] og í austur er 18 álnir frá húsinu að lóðarmörkum, en húsið sjálft 10 álnir og 14“ á breidd. Við norðurenda hússins fylgir auk þess svæði, 1 alin á breidd, við norðurenda hússins.

Lárus reif Templarahús 1918. Sláturfélag A-Hún keypti timbrið úr því og notaði til stækkunar sláturhússins.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

1910- Jón A. Jónsson f. 23 sept. 1877, d. 21. maí 1914, sýsluskrifari frá Strjúgsstöðum, óg. (A í nafni er fyrir Önnuson þar sem hann kenndi sig einnig við móður sína Önnu Pétursdóttur á Móbergi og Strjúgsstöðum). Bróðir Friðfinns í Friðfinnshúsi.

Leigjandi í húsi Jóns A. Jónssonar 1910; Steinunn Sigríður Jóhannsdóttir (13. apríl 1854), sjá Sólveigarhús 1901 og Brekkubæ 1920. Kristjaníu 1933.

1911-1912- Aðsetur Kvennaskólastúlkna eftir að skólinn brann.

1911-1913- Páll Friðriksson f. 1. febr. 1876, d. 24. febr. 1935. Daglaunamaður á Sauðárkróki 1930. Húsmaður víða í Skagafirði og Húnaþingi. Bóndi á Gili í Borgarsveit, Skag. Múrari á Sauðárkróki.

1913-1914- Hansína Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, f. 10. apríl 1847 d. 28. janúar 1928, ekkja 1901, sjá Ásgeirshús.

1914-1916- Klemens Þórðarson f. 15. nóv. 1888 Fjalli Sæmundarhlíð, d. 19. ágúst 1961, óg. Klemensarhúsi 1920, maki 21. des. 1935; Kristín Guðmundsdóttir f. 1. jan. 1897, d. 1. okt. 1986. Klemensarhúsi 1933, sjá Klemensarhús.

1916-1917- Guðrún Jónsdóttir kona Kristjáns smiðs.?

1917-1918- Lárus Jón Ólafsson f. 8. des 1889 d. 21. nóv. 1972. Trésmiður óg.bl. Ólafshúsi 1910, reif húsið og timbrið notað til stækkunar sláturhússins.

General context

Relationships area

Related entity

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1907

Description of relationship

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31 (1901 - 1974)

Identifier of related entity

HAH00115

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1911

Description of relationship

Aðsetur Kvennaskólastúlkna eftir brunann 1911 - 1912

Related entity

Zophoníasarhús Aðalgata 3a Blönduósi (1920 -)

Identifier of related entity

HAH00637

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1920

Description of relationship

Zophoníasarhús var byggt á lóð Templarahússons

Related entity

Zophoníasar bílskúr, Aðalgata 3b (1939 -)

Identifier of related entity

HAH00631

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1939

Description of relationship

Bílskúrinn var byggður á lóð Templarahússins

Related entity

Hansína Þorgrímsdóttir (1847-1928) Hjaltabakka (10.4.1847 - 28.1.1928)

Identifier of related entity

HAH04886

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

leigjandi þar 1913 og 1914

Related entity

Aðalgata Blönduósi (1876-)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1907-1918

Description of relationship

Aðalgata 3

Related entity

Jón A Jónsson (1877-1914) Blönduósi (23.9.1877 - 21.5.1914)

Identifier of related entity

HAH04904

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jón A Jónsson (1877-1914) Blönduósi

controls

Templarahúsið á Blönduósi / Aðalgata 3

Dates of relationship

Description of relationship

húsbóndi þar 1910

Related entity

Lárus Ólafsson (1889-1972) Ólafshúsi (8.12.1889 - 21.11.1972)

Identifier of related entity

HAH04930

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Lárus Ólafsson (1889-1972) Ólafshúsi

is controlled by

Templarahúsið á Blönduósi / Aðalgata 3

Dates of relationship

1917

Description of relationship

var þar 1917-1918. reif húsið 1918 og notaði timbrið við byggingu á Sláturhúsinu

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00672

Institution identifier

IS HAH-Blö

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 27.5.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places