Svíagígur í Vatnajökli

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Svíagígur í Vatnajökli

Hliðstæð nafnaform

  • Grímsvötn

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1919 -

Saga

Svíagígur er í Grímsfjalli á Vatnajökli, 120 metra djúpur, 7.5 km langur og 5 km breiður og 37.5 km2 að ummáli, norður af Skeiðárjökli og um 20 km norðaustur af Búrfelli. Nú er þar Svíahnjúkar eystri og vestri rúmir 1700 metrar á hæð.
Sviagígur fannst 1919 af sænsku jarðfræðingunum Hakon Wadell and Erik Ygberg. Suðurhlið gígsins er lóðrétt standberg, bæði jökulberg, mógrjót og hraungrýti. 1. september mældum við gíginn og gerðum kort af honum og rannsökuðum hann að austanverðu. Heitt stöðuvatn er í gígnum og fellur skriðjökull 120 feta hár ofan í það og bráðnar jafnharðan. Vatnið er djúpt í miðjunni og voru þar ísjakar á floti. Vatnið er heitast að sunnanverðu, en skriðjökullinu fellur ofan í það að norðanverðu. Gígurinn er inni á hájöklinum í norð-norðaustur af Skeiðarárjökli.

Staðir

Grímsvötn; Grímsfjall; Vatnajökull; Skeiðárjökull; Svíahnjúkar eystri og vestri; Möðrudalskirkja; Bæjarstaðaskógur; Skaftafell; Marsárdalur; Skeiðará; Arnardrangi í Meðallandi; Grænlón; Björninn upp af Fljótshverfi; Vatnajökulsgnípa; Djúpá; Djúpárbotnar; Hágöngur; Langasker; Núpsstaður; Rauðaberg; Búrfell; Geirvörtur; Pálsfjall; Grænafjall; Núpsá; Miðfell; Lómagnúpur;

Réttindi

Sviagígur fannst 1919 af sænsku jarðfræðingunum Uggberg [Ygberg] og Wadell.

Starfssvið

Gos þau, sem tengd eru við Grímsvötn í gömlum heimildum, hafa átt sér stað 1598, 1685, 1706, 1716 og 1766.

Lagaheimild

Í apríl 1934 gaus þar aftur og voru Guðmundur frá Miðdal og Jóhannes Áskellsson fyrstir til að færa af því fréttir;
„Á miðvikudagskvöld 11. þ. m. reistum við aðaltjald okkar í Djúpárbotnum við jökulröndina suðvestur af Hágöngum. Um kvöldið gekk Jóhannes upp á Langasker, sem er fjallrani þar í grendinni, og sá þaðan hvítgráan gosmökk í norðausturátt. Snemma næsta dag, þann 12., lögðum við svo sex af stað á jökulinn. Auk okkar tveggja voru í förinni þau ungfrú Lydia Zeitner og Sveinn bróðir Guðmundar, Eyjólfur Hannesson frá Núpsstað og Jón Jónsson frá Rauðabergi. Glaða sólskin var og veðurútlit gott. Við ókum farangrinum á tveim skíðasleðum: litlu tjaldi, eldsneyti og nægum mat handa 4 mönnum í 6—8 daga. Sást brátt til gosmökksins og var reynt að halda skemmstu leið sunnanvert við Hágöngur, en sú leið reyndist ófær, sökum sprungna í jöklinum, og urðum við því að krækja norður fyrir Hágöngur. Þegar þangað kom, snéru þeir Eyjólfur og Jón aftur til aðaltjaldsins, en við fjögur héldum áfram. Sóttist seint ferðin upp í móti, og var skíðafæri slæmt sökum ösku, er fallið hafði á jökulinn. Komumst við um kvöldið norður fyrir svonefndar Geirvörtur, og tjölduðum þar í 15.10 m. hæð. Þetta kvöld gekk Guðmundur upp á fjallsgnýpu nokkru austar, sennilega svonefnt Búrfell [Englendingurinn Watts var fyrstur að gefa fjallinu nafn og nefndi það „Vatnajökuls-Housie“] í Vatnajökli. Sá hann þá gosmökkinn er virtist þá vera skammt norðaustur þaðan. Logn var og stjörnubjart veður og 10 stiga frost á Celsius kl. 19 um kvöldið. Föstudaginn þann 13. var veður enn bjart, en blika var þó komin á austurloft. Til vestur og norðvesturfjalla var skyggni mjög gott. Kl. 7 héldum við af stað. Fór nú sleðafærið brátt versnandi, sökum ösku og vikurs, sem nú huldi jökulinn meir og meir eftir því sem ofar dró. Kl. 11 urðum við að skilja sleða okkar og farangur eftir. Reistum við skíði okkar og stafi með jöfnu millibili í beina línu þvert á fararstefnu okkar, svo að við ættum hægara með að finna farangurinn aftur. Kl. 14 náðum við eldstöðvunum. Var þá kominn austanstormur og mjög mikið ösku- og vikurfok. Þeyttust þá upp frá gosstöðvunum hvítgráir gufumekkir, 400—500 metra í loft upp, en módökk öskuský lagði norðvestur um jökulinn hið neðra. Sog og dimmar drunur heyrðust öðru hvoru og megna gosfýlu lagði af gosmekkinum. Vestri barmur eldstöðvanna var hér bein lína til norðurs, en til austurs sást ekkert fyrir dimmu. Gosgufan þeyttist aðallega upp á þrem stöðum. Á þessum slóðum voru vikurmolarnir allt að því á stærð við mannshöfuð, og á stöku stað lágu í vikrinum hraungrýtismolar á stærð við hænuegg. Þarna voru barmarnir Ióðréttir, og slúttu jafnvel sumstaðar. Grófum við þarna niður í vikurinn og var 1—2 m. dýpi niður á jökulinn. Eftir nokkra dvöl við gosstöðvarnar snérum við aftur og náðum til farangurs okkar kl. 19 um kvöldið. Var þá kominn austan öskubylur og reistum við þegar tjaldið og hlóðum tvöfaldan snjógarð kringum það. Um kvöldið og nóttina herti veðrið enn meira og mátti þá heita óstætt veður. Megna gosfýlu lagði þá frá gosstöðvunum og tvisvar um nóttina heyrðust langdregnar drunur og dynkir. Á laugardagsmorgun þann 14., var tjaldið nærri komið í kaf. Hélzt sama veður allan laugardaginn og þangað til fór að birta á sunnudag. Rofaði þá ofurlítið til og sást til sólar, og lögðum við þá af stað. Þegar leið á sunnudaginn, birti upp, en sleðafæri hafði versnað stórum, sökum vikurs og öskufoks. Vestanvert við Hágöngur komu þeir Eyjólfur og Jón á móti okkur, en þeir höfðu dvalizt í aðal tjaldinu við jökulröndina allan tímann. Náðum við til aðal tjaldsins seint á sunnudag. Í gær drógum við farangur okkar svo langt niður er færi leyfði og náðum til Núpsstaðar kl 20 um kvöldið. Í dag er hannes bóndi á Núpsstað að sækja farangur okkar á hestum.

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Páll jökull Pálsson (1848-1912) Brunnum í Suðursveit ov (17.8.1848 - 21.7.1912)

Identifier of related entity

HAH06171

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1874 - 1875

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Möðrudalskirkja á Fjöllum (4.9.1949 -)

Identifier of related entity

HAH00010

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skaftafell í Öræfum ((1950))

Identifier of related entity

HAH00249

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Lómagnúpur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00604

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Móðir með barn eftir Guðmund frá Miðfelli (1961 -)

Identifier of related entity

HAH00381

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00516

Kennimark stofnunar

IS HAH-Fjall

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 15.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Morgunblaðið, 296. tölublað (21.09.1919), Blaðsíða 1. https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1204612
Jón Eyþórsson Nýja dagblaðið, 117. tölublað (20.05.1934), Blaðsíða 1 og 3. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3544898
Nýja dagblaðið, 90. tölublað (18.04.1934), Blaðsíða 1, https://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3544795 https://www.volcanocafe.org/living-dangerously-another-grimsvotn-prediction/

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir