Sveinbjörn Hannesson (1915-1981) Húsasmiður Reykjavík

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sveinbjörn Hannesson (1915-1981) Húsasmiður Reykjavík

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

17.10.1915 - 8.1.1981

Saga

Sveinbjörn Hannesson, trésmiður, Þorfinnsgötu 12, Reykjavík andaðist á Borgarspítalanum 8. janúar 1981. Hann var fæddur 18. október 1913 í Sólheimum í Svínavatnshreppi A-Hún. (Sjá athugasemd um reglur skráningar).
Kristján afi hans var formaður og skipseigandi á Gjögri, skáldmæltur og orti bændarímur og málamaður mikill. Vildu því margir blanda geði við þennan gáfumann.
Blómatími þeirra Hannesar og Ingibjargar við búskapinn var í Sólheimum, og gekk þeim allt til hagsældar. En 1923 fluttust þau að Hafursstöðum í Vindhælishreppi, var þá liðin sú tíð að útræði væri stundað frá þessari jörð sem voru einu hlunnindin við hana. Sveinbjörn Hannesson ólst upp hjá foreldrum sínum og þótti snemma efnismaður.
Sveinbjörn kom sér upp íveruhúsi í Kleppsholti en seldi það eftir nokkur ár og reisti þá annað hús í Kópavogi 1952 en þá var sú byggð í örum vexti. Þá kom hann hér norður til Blönduóss og fékkst við smíði útibús Kaupfélags Húnvetninga. Hann átti mikla tryggð til átthaganna og kaus sér leg í Blönduósskirkjugarði hvar foreldrar hans liggja.
En af hinum helga reit má líta til Strandafjalla og út ströndina til Spákonufells og Króksbjargs og suður milli fjalla Svínadals og hér yfir Blönduóssborg.

Staðir

Sólheimar í Svínavatnshreppi: Hafursstaðir á Skagaströnd 1923:

Réttindi

Sveinbjörn var laginn til verka, hagur á tré og járn og múrverk og öðlaðist trésmíðaréttindi. Stundaði hann húsbyggingar og var við þá iðju lengst af.

Starfssvið

Hann var vel á sig kominn að vallarsýn, skáldmæltur og orti Ijóð, stundum sönglög eða danslagatexta. Sjálfur var hann söngmaður og hafði fagra tenórrödd. Gleðimaður var hann í vinahópi og var félagslyndur.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Voru foreldrar hans Hannes Sveinbjörnsson f. 26.9.1866, d. 30.9.1942 bóndi er átti ættir að rekja í Svartárdal, Baldursheimi 1929-1942 og seinni kona hans Ingibjörg Jófríður Kristjánsdóttir f. 8.9.1873, d. 24.8.1943, frá Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi. Ingibjörg var stórvel gefin kona, voru foreldrar hennar Guðrún Ólafsdóttir 10. ágúst 1846 - 25. janúar 1925 Var í Hlaðhömrum, Prestbakkasókn, Strand. 1860. Húsfreyja og bóndakona á Kothvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Syðri-Kárastöðum og síðar veitingakona á Hvammstanga og maður hennar Kristján Ívarsson frá Hálsi á Skógarströnd 29. desember 1830 - 27. maí 1900 Húsbóndi í Kothvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1890. Var á Hálsi, Breiðabólstaðarsókn, Snæf. 1835. Bóndi á Syðri-Kárastöðum.
Sveinbjörn kvæntist ágætri konu árið 1945 Ásgerði Ólafsdóttur af skagfirskum ættstofni f. 26. maí 1917 - 4. janúar 1995, saumakona. Var á Suðurpóli I við Laufásveg, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Eldri hálfsystkin voru
1) Pálmi Ólafsson 12. desember 1898 - 27. október 1989 Verkamaður á Þórsgötu 23, Reykjavík 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Móðir hans var Auðbjörg Guðnadóttir 23. júní 1871 - 8. október 1972 Tökubarn á Glóruhjáleigu, Laugardælasókn, Árn. 1880. Vinnukona í Orum&Wulffs verslunarshúsi, Hofssókn, N-Múl. 1901. Fór til Vesturheims 1911. Tók upp nafnið Audbjorg Stevenson og bjó í Los Angeles.
2) Laufey Ólafsdóttir 17. maí 1902 - 9. febrúar 1985 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Faðir hennar var Ólafur Oddsson 16. ágúst 1871 - 1. mars 1957 Var á Ragnheiðarstöðum, Gaulverjabæjarsókn, Árn. 1880. Daglaunamaður á Hvítingavegi 8, Vestmannaeyjum 1930. Útvegsbóndi í Drangastekk í Vopnafirði.
Yngri bræður hennar eru
1) Bjarni Ólafsson 16. nóvember 1920 - 20. desember 2006 Var á Suðurpóli I við Laufásveg, Reykjavík 1930. Skósmíða- og pípulagningameistari í Hafnarfirði.
2) Stefnir Ólafsson 16. apríl 1927 - 31. ágúst 1995 Var á Suðurpóli I við Laufásveg, Reykjavík 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945, síðar í Kópavogi. Síðast bús. í Reykjavík

Var þeim hjónum 9 barna auðið er hafa reynst myndarfólk.
1) Ásdís Lilja, f. 27.7. 1944, gift Gissuri Geirssyni og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn.
2) Hannes, f. 27.9. 1946, kvæntur Maríu Einarsdóttur og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn.
3) Ingvar, f. 25.9. 1950, kvæntur Eygló Óskarsdóttur og eiga þau fimm börn.
4) Ingibjörg, f. 13.10. 1952. Hún á þrjú börn. Maður hennar er Örn Bragason. Fyrri maður hennar var Gunnar Skúlason 9.4.1946 verslunarmaður Reykjavík.
5) Jakobína, f. 13.10. 1952, d. 17.11. 1992. Börn hennar með Símoni Ásgeiri Grétarssyni rarvirkja á Selfossi f. 15. janúar 1950 - 1. desember 2002 tvö börn og eitt barnabarn.
6) Elín Hallveig, f. 6.4. 1955. Hún á þrjú börn. Maður hennar er Haraldur Guðmundsson.
7) Ívar, f. 22.10. 1956. Hann á sex börn. Kona hans er Kristín Magnúsdóttir.
8) Eygló, f. 22.12. 1957. Hún á fimm börn. Maður hennar er Guðbergur Auðunsson.
9) Ólafur Hrafn, f. 14.10. 1960. Kona hans er Vilma Ágústsdóttir. Þau eiga þrjú börn.
Auk þess ól Ásgerður upp dótturdóttur sína,
0) Ásgerði Maríu Ragnarsdóttur, f. 1.11. 1971.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Baldursheimur Blönduósi (1918 - 1978)

Identifier of related entity

HAH00061

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Baldursheimur Blönduósi

is the associate of

Sveinbjörn Hannesson (1915-1981) Húsasmiður Reykjavík

Dagsetning tengsla

1929

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sólheimar í Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00472

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Sólheimar í Svínadal

is the associate of

Sveinbjörn Hannesson (1915-1981) Húsasmiður Reykjavík

Dagsetning tengsla

1915

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Jófríður Kristjánsdóttir (1873-1943) Baldursheimi Blönduósi (8.9.1873 - 24.8.1943)

Identifier of related entity

HAH06690

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingibjörg Jófríður Kristjánsdóttir (1873-1943) Baldursheimi Blönduósi

er foreldri

Sveinbjörn Hannesson (1915-1981) Húsasmiður Reykjavík

Dagsetning tengsla

1915

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Hannesdóttir (1909-1991) frá Sólheimum í Svínadal (23.8.1909 - 31.12.1991)

Identifier of related entity

HAH01683

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigríður Hannesdóttir (1909-1991) frá Sólheimum í Svínadal

er systkini

Sveinbjörn Hannesson (1915-1981) Húsasmiður Reykjavík

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Hannesson (1816-1894) Hnjúkum (1816 - 15.5.1894)

Identifier of related entity

HAH05567

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jón Hannesson (1816-1894) Hnjúkum

is the cousin of

Sveinbjörn Hannesson (1915-1981) Húsasmiður Reykjavík

Dagsetning tengsla

1915

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólína Ólafsdóttir (1854-1943) Tannastöðum (17.5.1854 - 23.7.1943)

Identifier of related entity

HAH07439

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ólína Ólafsdóttir (1854-1943) Tannastöðum

is the cousin of

Sveinbjörn Hannesson (1915-1981) Húsasmiður Reykjavík

Dagsetning tengsla

1915

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02064

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Sagður í minningagrein í Mbl. vera fæddur 18.10.1913.
Að öllu jöfnu er farið eftir Íslendingabók á netinu um fæðingar og dánardaga og einnig um stafsetningu nafna.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 1.8.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
ÆAHún bls 1229
Frændgarður bls 279

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir