Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Stykkishólmur
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1907 -
Saga
Stykkishólmur er bær og sveitarfélag við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Stykkishólmur er stærsti þéttbýliskjarninn á Snæfellsnesi. Bæjarbúar í Stykkishólmi eru í daglegu tali nefndir Hólmarar. Sjávarútvegur hefur verið einn helsti atvinnuvegurinn á Stykkishólmmi og skelveiðar þá sérstaklega en meira er orðið um ferðaþjónustu og annan þjónustuiðnað.
Höfn er mjög góð frá náttúrunnar hendi í Stykkishólmi og fyrir utan innsiglinguna ver þverhnýpt Súgandisey hana ágangi. Stórskipabryggja var byggð út í Stykkið, hólma þann sem kaupstaðurinn ber nafn af árið 1907. Frá Stykkishólmi gengur Breiðafjarðarferjan Baldur yfir Breiðafjörðinn að Brjánslæk á sunnanverðum Vestfjörðum. Margvíslegar hafnarbætur hafa átt sér stað síðan og var dráttarbraut fyrir allt að 100 lesta báta byggð í Stykkishólmi árið 1941 og svo önnur fyrir 400 lesta báta á árunum 1963-1967.
Stykkishólmur er yst á Þórsnesi og norðan við Nesvog.
Staðir
Snæfellsnes; Breiðafjörður; Súgandisey; Stykkið; Breiðafjarðarferjan Baldur; Brjánslækur; Vestfirðir; Búðarnes; Norska húsið; Amtsbókasafn;
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Bærinn hefur frá 19. öld verið miðstöð verslunar og þjónustu fyrir Breiðafjörð og nærliggjandi svæði. Elstu heimildir um verslun í Stykkishólmi eru frá 1597, þá þegar Þjóðverji að nafni Carsten Bache fékk leyfi til verslunar þar. Um það leiti var einnig verslun í Búðarnesi, en hún lagðist af þremur árum síðar. Síðan hefur verið verslun óslitið í Stykkishólmi, enda þótti staðurinn liggja mjög fyrir sem verslunarmiðstöð fyrir allt Snæfellsnes.
Verslun í Stykkishólmi var einokunarverslun allt til 1794, að Jón Kolbeinsson (1765-1836) frá Flatey hóf þar verslun fyrstur innlendra manna. Ólafur Thorlacius keypti svo árið 1806, verslun Didriks Hölter einokunarkaupmanns, ásamt með versluninni í Búðarnesi og tók svo sonur hans, Árni Thorlacius við versluninni árið 1827. Árni hóf útgerð þilskipa árið 1827 og mun hann hafa fyrstur Íslendinga á seinni öldum orðið til að stýra skipi yfir Atlantshaf. Fleiri komu svo fljótlega í kjölfarið með tilheyrandi fólksfjölgun á staðnum. Eftir 1865 dró úr útgerð frá Stykkishólmi sökum skipstapa og mannskaða og tengdum fjárhagsörðugleikum, en um 1890 tók útgerðin aftur við sér. Í millitíðinni hafði Árni Thorlacius hætt verslun sinni árið 1837 og útgerð árið 1845 og gerst þess í stað umboðsmaður Stapa- og Skógarstrandarumboðs um leið og hann rak búskap á jörðum sínum.
Árni Thorlacius reisti í Stykkishólmi 1828, stórt timburhús, Norska húsið, sem stendur þar enn og þykir með merkilegri gömlum húsum á staðnum. Nafngiftina hlaut þetta fyrsta tvílyfta og um tíma stærsta íbúðarhús sem reist var hérlendis, sökum þess að allur efniviður í það var sóttur tilhöggvin til Noregs. Húsið var gert upp og fært í upprunalegt horf á árunum 1972-1987 og er þar nú Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla.
Skóli var reistur í Stykkishólmi árið 1896, iðnskóli 1952 og tónlistarskóli stofnaður þar 1959. Sýslumaður Snæfellinga og Hnappdæla hefur setið í Stykkishólmi frá ofanverðri 18. öld og læknir líka. Árið 1936 tók þar til starfa sjúkrahús sem reist var og rekið af reglu heilags Fransiskusar sem einnig heldur þar klaustur og rekur barnaheimili. Amtsbókasafn Vesturamtsins var stofnað í Stykkishólmi árið 1847 og nýtt bókasafn 1960. Þar hefur verið veðurathugunarstöð frá árinu 1845 og er það sú elsta á landinu. Næst stærsta vatnsrennibraut Íslands er í Stykkishólmi í Sundlaug Stykkishólms.
Stykkishólmur breyttist úr kauptúni í kaupstað árið 1987.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Vestl
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 15.4.2019
Tungumál
- íslenska