Strokkur í Haukadal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Strokkur í Haukadal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1000-2019)

Saga

Einn virkasti goshver á Geysissvæðinu í Haukadal.

Hitastig á yfirborði Strokks er mjög breytilegt og skiptir þá vindur og hitastig umhverfisins miklu. Á 1 m dýpi er hitastig um 90-95°C og hitnar hverinn niður pípuna. Við mælingu í Strokki 9. júní 2000 var unnt að mæla niður á 23 m dýpi. Þegar vatnið í hvernum kólnar verður það eðlisþyngra og sekkur, við þetta myndast iðustraumar efst í hvernum. Hiti hækkar þó stöðugt niður rás hversins og er um 112°C á 10 m dýpi og við botn á 23 m dýpi er hitastig vatnsins um 130°C. Innrennsli er í botn hversins og streymir vatnið upp hann, köld æð kemur inn á um 13 m dýpi og kólnar vatnið þar um 10°C.

Suða er ofarlega í hvernum sem má sjá rétt fyrir gos þegar stór loftbóla myndast við yfirborð og síðan má stundum sjá vatnsgos fara upp í gegnum þessa loftbólu. Gosið verður þegar vatn rétt neðan við loftbóluna hvellsýður við sífellt innstreymi heitara vatns rétt við suðumark og þrýstilétti. Ef suða myndaðist neðar í pípunni yrði gosið kraftmeira og það myndi breytast í gufugos eins og gerist í Geysi. Það gerist ekki í Strokki heldur fyllist hann fljótt á ný, Geysir getur hins vegar verið um 12 tíma að fyllast af vatni eftir gos (sem er þó breytilegt).

Meðalrennsli í Strokki er, eins og annað á svæðinu, ansi breytilegt en var til dæmis um 2 l/s (lítrar á sekúndu) fyrir jarðskjálftana 17. júní árið 2000 en jókst þá í um 2,6 l/s. Rennsli frá goshverum er erfitt að mæla þar sem talsvert af vatni tapast sem gufa auk þess vatns sem fellur í kring um hverinn og hverfur í jörð. Það vatnsmagn sem kemur upp í gosum er einnig mismikið, fer eftir veðri og sennilega stöðu grunnvatns sem er breytilegt eftir árstímum.

Mæling á vatnsmagni í tveimur gosum frá Strokki 8. júní árið 2000 var um 270 lítrar (það er meðaltal tveggja gosa) en auk þess tapast eitthvað í gufu. Heildarvatnsmagnið var sennilega 300-350 lítrar. Þann 3. júlí sama ár mældist vatnsmagn í gosi um 425 l (meðaltal af tveimur gosum), en sennilega var heildarvatnsmagn í gosi milli 450-500 l (hálfur rúmmetri), þegar gufa og það sem sígur í jörð er tekið með. Þessar tölur gefa stærðargráðu þess vatns sem kemur upp í gosum, en gosin eru mishá, mislöng og koma misþétt þannig að erfitt getur verið að gefa upp nákvæma tölu.

Staðir

Árnessýsla; Haukadalur; Geysir;

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Geysir í Haukadal ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00270

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00484

Kennimark stofnunar

IS HAH-Suðurl

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 15.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir