Strokkur í Haukadal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Strokkur í Haukadal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1000-2019)

History

Einn virkasti goshver á Geysissvæðinu í Haukadal.

Hitastig á yfirborði Strokks er mjög breytilegt og skiptir þá vindur og hitastig umhverfisins miklu. Á 1 m dýpi er hitastig um 90-95°C og hitnar hverinn niður pípuna. Við mælingu í Strokki 9. júní 2000 var unnt að mæla niður á 23 m dýpi. Þegar vatnið í hvernum kólnar verður það eðlisþyngra og sekkur, við þetta myndast iðustraumar efst í hvernum. Hiti hækkar þó stöðugt niður rás hversins og er um 112°C á 10 m dýpi og við botn á 23 m dýpi er hitastig vatnsins um 130°C. Innrennsli er í botn hversins og streymir vatnið upp hann, köld æð kemur inn á um 13 m dýpi og kólnar vatnið þar um 10°C.

Suða er ofarlega í hvernum sem má sjá rétt fyrir gos þegar stór loftbóla myndast við yfirborð og síðan má stundum sjá vatnsgos fara upp í gegnum þessa loftbólu. Gosið verður þegar vatn rétt neðan við loftbóluna hvellsýður við sífellt innstreymi heitara vatns rétt við suðumark og þrýstilétti. Ef suða myndaðist neðar í pípunni yrði gosið kraftmeira og það myndi breytast í gufugos eins og gerist í Geysi. Það gerist ekki í Strokki heldur fyllist hann fljótt á ný, Geysir getur hins vegar verið um 12 tíma að fyllast af vatni eftir gos (sem er þó breytilegt).

Meðalrennsli í Strokki er, eins og annað á svæðinu, ansi breytilegt en var til dæmis um 2 l/s (lítrar á sekúndu) fyrir jarðskjálftana 17. júní árið 2000 en jókst þá í um 2,6 l/s. Rennsli frá goshverum er erfitt að mæla þar sem talsvert af vatni tapast sem gufa auk þess vatns sem fellur í kring um hverinn og hverfur í jörð. Það vatnsmagn sem kemur upp í gosum er einnig mismikið, fer eftir veðri og sennilega stöðu grunnvatns sem er breytilegt eftir árstímum.

Mæling á vatnsmagni í tveimur gosum frá Strokki 8. júní árið 2000 var um 270 lítrar (það er meðaltal tveggja gosa) en auk þess tapast eitthvað í gufu. Heildarvatnsmagnið var sennilega 300-350 lítrar. Þann 3. júlí sama ár mældist vatnsmagn í gosi um 425 l (meðaltal af tveimur gosum), en sennilega var heildarvatnsmagn í gosi milli 450-500 l (hálfur rúmmetri), þegar gufa og það sem sígur í jörð er tekið með. Þessar tölur gefa stærðargráðu þess vatns sem kemur upp í gosum, en gosin eru mishá, mislöng og koma misþétt þannig að erfitt getur verið að gefa upp nákvæma tölu.

Places

Árnessýsla; Haukadalur; Geysir;

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Geysir í Haukadal ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00270

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00484

Institution identifier

IS HAH-Suðurl

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 15.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places