Stokkseyri

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Stokkseyri

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

um900

Saga

Stokkseyri er landnámsjörð sem fyrst er getið í landnámabók og nefnd í Flóamannasögu. Landnámsmaður á Stokkseyri var Hásteinn Atlason norskur maður sonur Atla jarls hins mjóa af Gaulum. Kom hann um 900 til Íslands og skaut setstokkum sínum fyrir borð í hafi eins og Ingólfur Arnarson gerði við öndvegissúlur sínar 30 árum fyrr. Setstokkum Hásteins rak að landi þar sem nú er Stokkseyri og nam Hásteinn allt það land sem nú tilheyrir Stokkseyrarhreppi.

Á Stokkseyri hefur verið kirkja frá fornu fari og þingstaður hreppsins. Stokkseyri var sömuleiðis langstærsta jörðin í hreppnum eða um 60 hundruð eftir fornu mati. Sjö aðrar jarðir byggðust strax á landnáms- og söguöld innan Stokkseyrarhrepps. Þær voru Stjörnusteinar, Traðarholt, Baugsstaðir, Brattholt, Leiðólfsstaðir, Ásgautsstaðir og Hæringsstaðir. Á síðustu öldum hafa lögbýli verið 15-16 talsins, mörg þeirra voru tvíbýli en út frá þeim allmargar hjáleigur, grasbýli, þurrabúðir og/eða tómthús.

Staðir

Réttindi

Stokkseyrarhreppur stendur á hrauni sem kennt hefur verið við Þjórsá eða Tungná. Það er talið um 8000 ára gamalt. Hraunið myndar 400 til 700 metra breiðan skerjagarð frá Ölfusá í vestri að Baugsstöðum í austri. Í skerjagarðinum skiptast á sker og flúðir, lón og rásir, skerjagarðurinn er á Náttúruminjaskrá. Í ytri hluta hreppsins er víðáttumikil og allt að því kennileitalaus mýri, Breiðamýri, sem teygir sig þvert yfir Stokkseyrarhrepp, Eyrarbakkahrepp og Sandvíkurhrepp vestur að Ölfusá. Þar voru grafnir fjöldi skurða á tímum Flóaáveitunnar sem setja stóran svip á svæðið en vegna hennar hafa mörg feskvatnsvötn í Stokkseyrarhreppi orðið rauðbrún sökum mýrarauða. Strandlengja Stokkseyrarhrepps er um 8 km að lengd, frá Hraunárósi í vestri að Baugsstaðarsíki í austri. Sjávarkamburinn er yfirleitt 6-9 metra yfir stórstraumsfjöru.

Á jörðinni Stokkseyri, og hjáleigum hennar, hefur byggst upp þéttbýli síðustu 120 ár. Meginbyggðin stendur á móbergsbelti sem gengur þvert yfir hreppinn raunar um þvert Suðurland allt frá Ægissíðu. Landrýmið einkennist af móbergsbölum og holtum með mýrarsundum, dælum (tjörnum) og vötnum inn á milli. Megnið af byggilegu landi í hreppnum er á þessu svæði.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Ólafur Árnason var umsvifamikill kaupmaður á Stokkseyri um langt skeið. Hann stofnaði verslun árið 1894 í skjóli Stokkseyrarfélagsins í fyrstu en sá svo um pantanir þess síðustu árin. Á fyrstu árum 20. aldar var verslun Ólafs Árnasonar með þeim stærri á Suðurlandi enda verslunarhættir með því laginu að vörur voru staðgreiddar og því á lægra verði. Að hætti stórkaupmanna gaf verslun Ólafs Árnasonar út eigin mynt með 10 aurum og 25 aurum í skiptum fyrir vörur. Árið 1907 stóð Ólafur að stofnun kaupfélagsins Ingólfs ásamt bændum einkum úr Rangárvallasýslu. Kaupfélagið Ingólfur rak mikla verslun fram yfir 1918 með útibúi á Eyrarbakka en starfsemin lognaðist útaf 1923.

Ólafur Árnason 23. febrúar 1863 - 2. júní 1915 Kaupmaður á Stokkseyri. Var í Reykjavík 1910. Kona hans 4.4.1895; Margrét Pálína Friðriksdóttir Möller 9. janúar 1873 - 29. október 1956 Barn hjá foreldrum á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Húsfreyja og ljósmyndari á Stokkseyri. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hólum, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Skráð Margrét Árnason á manntali 1930.

Bróðir hans var ma Björn (1870-1932) Syðri Ey, Þverá á Hallárdal og kaupmaður Brimnesi á Skagaströnd

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Hanna Eðvaldsdóttir Möller (1910-2004) Helgavatni (14.7.1910 - 15.8.2004)

Identifier of related entity

HAH07791

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1910

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Margrét Friðriksdóttir Möller (1873-1956) Stokkseyri (9.1.1873 - 29.10.1956)

Identifier of related entity

HAH06638

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1895

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórður Þórðarson (1880-1926) skipstjóri Rvk (18.1.1880 - 1926)

Identifier of related entity

HAH07401

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1880

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Páll Bjarnason (1884-1968) Ólafshúsi (30.7.1884 - 27.2.1968)

Identifier of related entity

HAH04937

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Aradóttir (1960) Skuld (28.1.1960 -)

Identifier of related entity

HAH05646

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Brynjólfur Vigfússon (1856-1937) (18.12.1856 - 13.10.1937)

Identifier of related entity

HAH02962

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásta Hannesdóttir (1926-2000) frá Undirfelli (11.7.1926 - 26.9.2000)

Identifier of related entity

HAH01089

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólafur Árnason (1863-1915) kaupmaður Stokkseyri, frá Þverá í Hallárdal (23.2.1863 - 2.6.1915)

Identifier of related entity

HAH06723

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Karl Möller (1850-1931) verslm Blönduósi, Stokkseyri ov (24.10.1850 - 22.7.1931)

Identifier of related entity

HAH07511

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stokkseyrarkirkja (1886 -)

Identifier of related entity

HAH00854

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Stokkseyrarkirkja

is the associate of

Stokkseyri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Páll Ísólfsson (1893-1974) tónskáld (12.10.1893 - 23.11.1974)

Identifier of related entity

HAH01824

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Páll Ísólfsson (1893-1974) tónskáld

is the associate of

Stokkseyri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00853

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 6.5.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir