Sophus Guðmundsson (1926-1991) Skrapatungu

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Sophus Guðmundsson (1926-1991) Skrapatungu

Hliðstæð nafnaform

  • Sophus Sigurlaugur Guðmundsson (1926-1991) Skrapatungu
  • Sophus Sigurlaugur Guðmundsson Skrapatungu
  • Sigurlaugur Sófus Guðmundsson (1926-1991) Skrapatungu

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

14.4.1926 - 2.8.1991

Saga

Minning Fæddur 14. apríl 1926 Dáinn 2. ágúst 1991. Í dag er til moldar borinn, að Höskuldsstöðum í A-Húnavatnssýslu, Sophus Sigurlaugur Guðmundsson, sem fæddur var í Hamrakoti í Torfalækjarhreppi 14. apríl 1926. Til allmarga ára hafði heilsa hans verið mun lakari en aldur gaf tilefni til, en þrátt fyrir það bar andlát hans óvænt að 2. ágúst sl. Að morgni þess dags fann hann til óþæginda í brjósti, tók bíl sinn og ók til sjúkrahússins á Blönduósi, en þar var hann búsettur síðustu árin. Á sjúkrahúsinu fékk hann eðlilega meðhöndlun, en var látinn innan lítillar stundar.
Í Laxárdalnum lifði Sophus æsku sína og manndómsár. Hann missti föður sinn 24. desember 1957, en hafði nokkrum árum áður keypt af honum ábúðarjörð þeirra feðga. Hófst nú nýr þáttur í lífi hans er hann tók að reka sjálfstæðan búskap með móðir sinni, meðan hennar naut við, en hana missti hann 22. mars 1972. Eftir það bjó hann ýmist einn eða í félagi við annan mann til ársins 1987, þá kaupir hann íbúð á Blönduósi og flytur þangað, en nytjar þaðan jörð sína, að hluta, þau ár sem ólifuð voru.
Sófus var eðlisglaðvær og glettinn og skipti sjaldan skapi.

Staðir

Hamrakot í Torfalækjarhreppi: Skrapatunga: Blönduós 1987:

Réttindi

Starfssvið

Þó starfssvið Sophusar væri fyrst og fremst á hans heimili, fyrst hjá foreldrum og síðar við eigin búskap, þá brá hann því fyrir sig að fara t.d. í vegavinnu, og um margra ára skeið stundaði hann á haustin vinnu á sláturhúsi Húnvetninga á Blönduósi, og var þá gjarna verkstjóri á sínu sviði. Hann ávann sér traust þeirra sem þekktu hann best, það sést m.a. á því að hann var kjörinn til trúnaðarstarfa í sínu sveitarfélagi.

Lagaheimild

Um Antoníus orti ungan Símon Bjarnason Dalaskáld þessa stöku:

Sefur því er syfjaður,
sunnu díu lárviður,
amafrí og ánægður
Antónís Guðmundur.

Ei þú varast óhöppin;
ýmsa hendir villa.
Ofan á þig, Anti minn,
er að detta fylla.
(Auðunn Bragi Sveinsson 9 ára)

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru hjónin Elínbjörg Petrea Jónsdóttir 31. ágúst 1895 - 22. mars 1972. Var á Titlingastöðum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Var í Skrapatungu, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Vindhælishreppi og Antoníus Guðmundur Pétursson 6. janúar 1890 - 24. desember 1957. Var á Efri-Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Bóndi í Mýrartungu. Var í Skrapatungu, Vindhælishr., A-Hún. 1957, bæði áttu ættir að rekja til bændafólks í Húnaþingi. Þau bjuggu nær allan sinn búskap í Laxárdal í A-Hún. allmörg síðustu árin á eignarjörð sinni Skrapatungu. Bróðir hennar var hinn kunni kennimaður vestanhafs, dr. tehol. Valdimar J. Eylands. Hún giftist ung Antóníusi Guðmundi Péturssyni, sem alinn var að nokkru upp í Mýrakoti. Búskap hófu þau á Ásum, bjuggu meðal annars í Hamrakoti (nú í eyði) og að Holti. Antóníus var maður lágur vexti, en þrekinn.
Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, Sophus en systir hans er Helga Guðrún f. 23. febrúar 1930, húsfreyja á Höskuldsstöðum.

Almennt samhengi

Í vegabréfi 1975 skrifar hann sig sjálfur; Sigurlaugur Sófus Guðmundsson

Tengdar einingar

Tengd eining

Hamrakot Torfalækjarhreppi ([1300])

Identifier of related entity

HAH00700

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Antoníus Guðmundur Pétursson (1890-1957) Skrapatungu (6.1.1890 - 24.12.1957)

Identifier of related entity

HAH02442

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Antoníus Guðmundur Pétursson (1890-1957) Skrapatungu

er foreldri

Sophus Guðmundsson (1926-1991) Skrapatungu

Dagsetning tengsla

1926 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Petrea Jónsdóttir (1895-1972) Skrapatungu (31.8.1895 - 22.3.1972)

Identifier of related entity

HAH03211

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Petrea Jónsdóttir (1895-1972) Skrapatungu

er foreldri

Sophus Guðmundsson (1926-1991) Skrapatungu

Dagsetning tengsla

1926 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Valdimar Eylands (1930-2005) Fönix, Arizona (21.9.1930 - 31.5.2005)

Identifier of related entity

HAH01594

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Valdimar Eylands (1930-2005) Fönix, Arizona

is the cousin of

Sophus Guðmundsson (1926-1991) Skrapatungu

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skrapatunga á Laxárdal fremri [Skipatunga] ((1950))

Identifier of related entity

HAH00372

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Skrapatunga á Laxárdal fremri [Skipatunga]

er stjórnað af

Sophus Guðmundsson (1926-1991) Skrapatungu

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02016

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsinga er þeim bætt við innan hornklofa [], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir