Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Skrapatunga á Laxárdal fremri [Skipatunga]
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1950)
Saga
Í Húnaþingi II er Skrapatungu svo lýst: „Bærinn stendur á bakka Laxár gengt brú. Er hann nyrzti bær á Laxárdal. Upp af bænum eru brattar brekkur, en ofar gnæfir Tunguhnjúkur dökkur og skriðurunninn. Gróður er fjölbreytilegur og sumarhagar góðir.“ Íbúðarhús byggt 1934 og viðbygging 1950 223 m3. Fjós yfir 6 kýr, fjárhús yfir 180 fjár. Hlöður 270 m3, votheysgeymsla 40 m3. Tún 11,7 ha.
Staðir
Skipatungur [Skrapatunga]; Tunga; Laxárdalur; Vindhælishreppur; Skagabyggð; Ytri-Laxá; Tunguhnjúkur; Bænhús; Mjóidalur [Mjóvadalur] [Miofvadæl]; Mjóvadalsá; Gulltungur; Bárðardalur; Draflastaðir; Ambáttardalur; Múrgil; Klofasteinar; Norðurá; Neðstabær; Skrapatungusel; Mánaskálarseli; Balaskarð; Mýrartunga:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Skrapatunga-söguágrip
Skrapatungu er fyrst getið í máldaga Auðunar rauða biskups fyrir Hólabiskupsdæmi árið 1318, þar segir að syngja skuli annan hvern helgan dag í Tungu. Á lista yfir bænhús og hálfkirkjur í Húnavatnsþingi frá 1461 segir að hálfkirkja í Skipatungum [Skrapatungu] sé „lítt standandi.“ Jafnframt kemur Skrapatunga fyrir í máldaga Hólabiskups sem birtur er í Sigurðarregistri frá 1525 þá í eign biskupsstólsins.
Ábúð Skrapatunga virðist hafa verið í eyði 1703 en þá er enginn skráður þar til heimilis en 1708 er ábúandi sagður Bjarni Jónsson en eigandinn biskupsstóllinn á Hólum.
Í jarðabók frá 1708 segir: „Hjer segja menn áður hafi hálfkirkja verið, og stendur það hús enn, sem haldið er að kirkjan hafi staðið. Ekki hafa hjer tíðir veittar verið í manna minnum, og kunna nálægir hjer um ei framar að undirrjetta.“ Í sóknalýsingu frá 1873 segir að bænhús hafi verið í Skrapatungu til forna.
Í jarðabók frá 1708 er túnum svo lýst: „Túninu grandar vatnsuppgángur, sem sprettur upp úr jörðunni, jetur úr rótina og gjörir miklar grasleysumýrar víða í túninu. Engjunum spilla lækir úr brattlendi, sem bera í leysíngum á þær grjót, aur og sand, so engið er þar fyrir meir en til helmínga ónýtt og eyðilagt. “Þar er jafnframt sagt að jörðin eigi afrétt á Mjóadal, Gulltungur, Bárðardal og allan Ambáttardal og er það metið á 10 hundruð. Um það segir prestur í sóknalýsingu frá 1873: „[...] en auk þess er henni eignað afréttarland, að fornu talið 10 hndr., sem ávallt hefur verið byggt sér, þó að nú sé sami leiguliði heimalandsins og afréttarinnar.“ Elsta heimild er getur afréttalandsins er Vitnisburðarbréf frá 1471 þar sem vottað er að Skrapatungu ætti: „[...] allan Mjóvadal fyrir austan fram Mjóvadalsá, Gulltungur, Bárðardal og Ambáttardal til móts við Þverá í Norðrárdal.“
Fornbýli og sel Draflastaðir Í eyðibýlaskrá Ólafs Olaviusar eru nefndir Draflastaðir í Skrapatungulandi en ekki sagt hvenær þeir fóru í eyði. Um býlið segir í sóknalýsingu frá 1873: „Austanvert við Tunguhnjúk var hjáleigan Draflastaðir, og var talið Draflastaða land frá Múrgili ofan til Klofasteina.“ Ágreiningur hefur verið um land sunnan Norðurár að því er kemur fram í lýsingunni: „Neðstabæjar eigendur hafa viljað ná því undan og talið, að það mundi ranglega komið undir Tungu, en sá ágreiningur útkljáðist svo, að Neðstibær fékk ítök til beitar sumar og vetur fyrir ákveðna tölu fjár og gripa og á þar að auki heimting á beit fyrir meiri pening gegn umsaminni borgun.“
Skrapatungusel Í sóknalýsingu er getið um sel á Mjóadal þar segir: „Neðarlega á dalnum [Mjóadal] austanverðum er Skrapatungusel (tóttir) gagnvart Mánaskálarseli að vestan.“
Í dómsbréfi um svokallað Mjóadalsmál frá 1472 kemur fram að þáverandi Hólabiskup hafi kært Þorstein Ormsson fyrir að beita og hafa í seli í Mjóadal austanverðum enda taldi biskup það Skrapatungueign. Fjórir menn voru leiddir til vitnis og: „Sór þat enn fyrste ath selför var höfð fra skrapatungu fyrir austan æna i miofvadæl ok var þa reiknud eign jardarennar i skrapatungu ok þetta sama visse hann haft ok halldit upp a halfan fiorda taug vetra ath skrapatunga ætti miofuadal fyrir austan ána.“ Sama ár dæmdi biskup í málinu og féll þannig að staðfest var að Skrapatunga ætti austanverðan Mjóadal.“ Óvíst er hvort að fyrrnefndur Þorsteinn hafi notað eldra sel frá Skrapatungu eða hvort að tvö eða fleiri sel séu á austanverðum Mjóadal.
Skrapatunga-1
Á túnakorti frá 1920 er bærinn syðst og austast í túninu. Hann stóð þar sem íbúðarhúsið stendur í dag og er því horfinn. Samkvæmt eiganda jarðarinnar komu byggingaleifar í ljós þegar framkvæmdir voru við planið við húsið (Munnleg heimild: Benedikt S. Þórisson)
Skrapatunga-2
Á túnakorti frá 1920 er bærinn syðst og austast í túninu. Hann stóð þar sem íbúðarhúsið stendur í dag og er því horfinn. Á sama túnakorti má sjá að fjós hefur verið skammt norðaustan bæjarins, nú horfið. Árið 1945 þegar Helga Guðmundsdóttir flutti í Skrapatungu stóð fjósið ofan við bæ (Munnleg heimild: Helga Guðmundsdóttir (1930) Höskuldsstöðum 21.03.2012). Samkvæmt eiganda jarðarinnar komu byggingaleifar í ljós þegar framkvæmdir voru við planið við húsið (Munnleg heimild: Benedikt S. Þórisson 01.07.11). Punktur var tekinn af hnituðu túnakorti og má gera ráð fyrir allt að 20m skekkju.
Innri uppbygging/ættfræði
Ábúendur;
1945-1957- Antoníus Guðmundur Pétursson 6. jan. 1890 - 24. des. 1957. Var á Efri-Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Bóndi í Mýrartungu. Var í Skrapatungu, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Kona hans; Elínbjörg Petrea Jónsdóttir 31. ágúst 1895 - 22. mars 1972. Var á Titlingastöðum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Var í Skrapatungu, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Vindhælishreppi.
1953- Sophus Sigurlaugur Guðmundsson 14. apríl 1926 - 2. ágúst 1991. Var í Skrapatungu, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the associate of
Skrapatunga á Laxárdal fremri [Skipatunga]
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
controls
Skrapatunga á Laxárdal fremri [Skipatunga]
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
controls
Skrapatunga á Laxárdal fremri [Skipatunga]
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 3.4.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul
Húnaþing II bls 130
http://www.glaumbaer.is/static/files/pdf/Rannsoknarsk100-149/bsk-2012-123-skagafbyggd.pdf