Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Sigurður Jóhannesson (1895-1960) Litlu-Giljá
Hliðstæð nafnaform
- Guðmundur Sigurður Jóhannesson (1895-1960) Litlu-Giljá
- Guðmundur Sigurður Jóhannesson Litlu-Giljá
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
20.5.1895 - 27.12.1960
Saga
Guðmundur Sigurður Jóhannesson 20. maí 1895 - 27. desember 1960 Bóndi á Geirastöðum og Litlu-Giljá í Sveinsstaðahr., A-Hún. Síðast húsvörður í Reykjavík. Var á Meiri-Garði, Mýrasókn, V-Ís. 1901. Bóndi á Geirastöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945.
Staðir
Bessastaðir í Dýrafirði; Meiri-Garður; Geirastaðir í Þingi; Stóra-Giljá; Reykjavík
Réttindi
Sigurður naut náms við ungmennaskóla sr. Sigtr. Guðlaugssonar að Núpi, hins þjóðkunna æskuleiðtoga. Og að því loknu innritaðist hann 1912 til búfræði náms að Hvanneyri og lauk þar námi 1914.
Starfssvið
Að loknu námi að Hvanneyri, vann hann að jarðabótastörfum bæði í Borgarfirði og í Húnavatnssýslu, eftir að hann fluttist þangað.
Lagaheimild
Þegar öndin frá mér flýr.
Furðuströnd á heiða.
Þá um löndin leik ég hýr.
— Laus við böndin neyða".
Slíkir menn bogna ekki, en „Bresta í bylnum stóra seinast".
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Jóhannes Guðmundsson 24. júní 1864 - 10. október 1899 Var á Þórustöðum, Holtssókn, V-Ís. 1870. Smiður og húsmaður á Bessastöðum í Dýrafirði. Drukknaði og kona hans; Solveig Þórðardóttir 14. janúar 1855 - 1. nóvember 1919 Var á Lambavatni, Saurbæjarsókn. Barð. 1860. Húsfreyja á Meiri-Garði, Mýrasókn, V-Ís. 1901.
Systkini Guðmundar;
1) Ingimar Hallgrímur Jóhannesson 13. nóvember 1891 - 2. apríl 1982 Bóndi og kennari í Barnaskóla Hrunamannahrepps, Hrunasókn, Árn. 1930. Kennari og fulltrúi fræðslumálastjóra í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Guðbjörg Jóhannesdóttir 13. júlí 1893 - 25. desember 1906 Var á Meiri-Garði, Mýrasókn, V-Ís. 1901.
Kona hans 18.4.1918; Kristín Jósefína Jónsdóttir 29. ágúst 1891 - 20. júní 1984 Var á Brekku, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Kópavogi.
Börn þeirra;
1) Björn Sigurðsson 4. júní 1918 - 29. maí 1959 Var á Geirastöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Járnsmiður í Reykjavík 1945. Kona hans; Guðrún Ebenezardóttir 29. október 1917 - 9. desember 1972 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Kópavogi.
2) Jóhannes Sölvi Sigurðsson 11. júní 1921 - 30. apríl 2008 Var á Geirastöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bílstjóri í Reykjavík 1945. Var á Brekku, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bóndi á Hellu á Ársskógsströnd og Skálá í Sléttuhlíð, Skagafirði. Síðar bifreiðastjóri í Kópavogi. Kona hans 23.5.1959; Halldóra Ólafsdóttir 5. júní 1928 - 1. júní 2013 Var á Hesti við Hestfjörð, Eyrarsókn, N-Ís. 1930. Fósturfor: Ágúst Elías Hálfdánarson og Rannveig Rögnvaldsdóttir á Hesti. Húsfreyja á Hellu á Árskógsströnd, Skálá í Sléttuhlíð og síðar í Kópavogi.
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1212473/?item_num=0&searchid=27ce93037c1d46d6a2c58fbfb3106d280dff11e2
3) Ingimar Sigurðsson 3. ágúst 1924 - 7. desember 2005 Járniðnaðarmaður og vélvirkjameistari, síðast bús. í Reykavík. Var á Geirastöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Iðnnemi í Reykjavík 1945. Kona hans 10.12.1949; Þorbjörg Hulda Alexandersdóttir 28. febrúar 1927 - 14. mars 2005 Var á Öldugötu 61, Reykjavík 1930.
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1055607/?item_num=3&searchid=8d7d6e53d43f652df49cc1f185604058a083350a
4) Þórketill Sigurðsson 25. júlí 1930 - 24. október 1995 Var í Reykjavík 1945, trésmiður í Rvík ókvæntur.
Börn Sigurðar utan hjónabands;
5) Friðrik Sigurður Elfar [Elvan] Sigurðsson 29. apríl 1924 - 3. september 1969 Verkamaður og síðar bóndi í Gíslabæ, Breiðuvíkurhr., Snæf. Var á Sólvangi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Kona hans; Björg Jóhanna Ólafsdóttir 18. október 1924 - 1. mars 2007 Var á Gjögri, Hjálmarshúsi, Árnesssókn, Strand. 1930. Var á Sólvangi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Bróðir hennar; Bernódus (1919-1996)
6) Sigurður Hilmar Sigurðsson 4. mars 1927 - 20. mars 2015 Var í Ytra-Vallholti í Vallhólmi, Skag. 1930. Sagður Gunnlaugsson í mt. 1930. Kona hans; Ása Leósdóttir 25. mars 1928 Var á Akureyri 1930.
Almennt samhengi
Í dag er til moldar borinn (Guðm.) Sigurður Jóhannesson húsvörður við Gagnfræðaskólann við Vonarstræti í Rvík. Hann lézt á Hvítabandinu 27. 12.1960 á 66. aldursári.
Fæddur var hann að Bessastöðum í Mýrahreppi, Dýrafirði, 20. maí 1895, skammt frá Mýrum, þar sem foreldrar hans bjuggu, þau hjónin: Sólveig Þórðardóttir og Jóhannes Guðmundsson. Stóðu að honum sterkir stofnar vestfirzkra bænda í báðar ættir, sem ekki skal rakið hér.
Haustið 1899 drukknaði faðir hans á Dýrafirði 10. okt. ásamt móðurbróður: Jóni Þórðarsyni og þriðja manni, öllum úr Mýrahreppi, er þeir voru að inna af hendi þjónustu við landhelgislögin undir forystu sýslumanns V.-Isafjarðars., Hannesar Hafsteins er komst með naumindum lífs af úr því „þorskastríði" við Breta, upp við landssteina Dýrafjarðar. Og mun sá „ljóti leikur", „Jóns Bola" ekkí líða úr minni þeirra er þá voru komnir til vits og ára í Dýrafirði um aldamótin. Eftir fráfall föðurins, fluttist ekkjan með 3 börn sín að Meira-Garði þar sem systir hennar: Sigríður Þórðardóttir og Kristján Ólafsson, skipstjóri, maður hennar stýrðu búi með miklum myndarbrag. Sólveig Þórðardóttir var mikil tápkona og fórnaði öllu sínu þreki til forsjár barna sinna. En 1900 á jólanótt varð hún að þola þá raun að missa einkadótturina Guðbjörgu 13 ára, mestu efnisstúlku. Sannaðist þá, sem oftar hin mikla lífsspeki skáldsins að: „Bölið manns sjálfs er því bærra, sem hugur og hjarta er stærra" Voru þá eftir þeir synirnir: Sigurður sál. og Ingimundur, núverandi fræðsdumálafulltrúi í Rvík. Sigurður naut náms við ungmennaskóla sr. Sigtr. Guðlaugssonar að Núpi, hins þjóðkunna æskuleiðtoga. Og að því loknu innritaðist hann 1912 til búfræði náms að Hvanneyri og lauk þar námi 1914. Að loknu námi að Hvanneyri, vann hann að jarðabótastörfum bæði í Borgarfirði og í Húnavatnssýslu, eftir að hann fluttist þangað.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Sigurður Jóhannesson (1895-1960) Litlu-Giljá
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barnabarn
Sigurður Jóhannesson (1895-1960) Litlu-Giljá
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 3.10.2018
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1333250