Signý Benediktsdóttir (1900-1991) Balaskarði

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Signý Benediktsdóttir (1900-1991) Balaskarði

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

11.7.1900 - 7.1.1990

Saga

Á sólbjörtum degi þann 11. júlí sl. sumar var mannmargt heima á Balaskarði í tilefni af 90 ára af mæli húsmóðurinnar Signýjar Benediktsdóttur. Þar voru samankomnir afkomendur hennar, venslamenn og vinir. Sumt af þessu fólki var langt að komið til þess að gleðjast með gömlu konunni og heiðra hana í tilefni dagsins. Vegna sjúkleika hafði hún dvalið á Héraðshælinu á Blönduósi nokkurt skeið en fékk heimfararleyfi þennan dag með því skilyrði að koma þangað aftur að kvöldi. Við það stóð hún, svo sem var hennar von og vísa. Hún ræddi við gesti sína með blik í augum og bros á vör, þrátt fyrirað allir hlutu að sjá að þreki hennar var mjög brugið.
Afmælisdagurinn var síðasti dagur Signýjar heima á Balaskarði. Snemma í september kom Björg dóttir hennar, sem búsett er í Keflavík, norður til þess að sækja móður sína og flugu þær mæðgur suður. Ætlunin var að Signý gengi undir augnaaðgerð á Landakotsspítala, sem þó dróst nokkuð. Er til kom varð aðgerðin önnur því í ljós kom að Signý var haldin alvarlegum sjúkdómi, sem krafðist holskurðar. Eftir það var ferlivist hennar engin. Tók hún örlögum sínum með miklu æðruleysi og lagði þau í vald læknanna.
Vorið 1927, er þau Ingvar og Signý gáfu eftir ábúð á Smyrlabergi, voru þau í rauninni vegalaus. Mun hafa hvarflað að Ingvari að setjast að á Blönduósi, en til þess gat Signý ekki hugsað og réði því að svo varð ekki. Réðist þá svo að þau fengu Balaskarð til ábúðar. Búferlaflutningurinn frá Smyrla bergi að Balaskarði tók tvo daga með næturgistingu á Blönduósi. Kýrnar voru leiddar og búslóðinni tjaslað upp á hesta þar sem akvegur var ekki nema hluta af leiðinni. Takmarkið náðist þó og framundan var 41 árs dvöl Ingvars á Bala skarði en Signýjar 23 árum lengri.
Þau Balaskarðshjón eignuðust eftir nokkur ár ábúðarjörð sína, sem fljótlega breyttist úr niðurníðslu í hið snyrtilegasta býli. Íbúðarhús það sem enn er á Balaskarði byggðu þau árið 1944 og ræktunin óx. Undu þau hjón vel hag sínum. Tíminn leið og börnin uxu úr grasi. Hjá þeim var í fóstri um allmörg ár Ingvar Björnsson systursonur húsbóndans, síðar kennari á Akranesi.
Ekki er of sagt að Signý á Balaskarði hafi verið mikil skapfestu kona. Hún flíkaði ekki skoðunum sínum nema tilefni gæfist. Ævistarf hennar var helgað heimili og fjölskyldu meðan þrek entist. Hún tók þó þátt í kvenfélagi sveitar sinnar meðan hún taldi sig færa um. Hún var bókhneigð og fróð. Mikil rausn arkona heim að sækja. Kunna margir frá því að segja er nutu, bæði gangnamenn að hausti og fjölmargir sumargestir. Fáferðugt var að vetrinum á Laxárdal, enda dalurinn snjóþungur og vetrarríki mikið.
Eftir nokkurra vikna dvöl á Landakoti kom hún norður til dvalar á Héraðshælinu á Blönduósi þar sem hún andaðist þ. 7. þ.m.

Staðir

Stóradalssel (Sléttárdalur) Svínavatnshreppi: Þröm: Eldjárnsstaðir: Smyrlaberg 1926: Balaskarð 1927:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Frá lífinu að Smyrlabergi og mörgu fleiru segir Ingvar í endurminningum sínum.
Mikil saga er á bak við eyðingu byggðar á Laxárdal og varð það fjölskyldunni á Balaskarði ærin lífsreynsla en hún hefir í engu hopað um búsetuna, þrátt fyrir að Balaskarð er nú og hefir verið um allmörg ár annar tveggja bæja á norðanverðum dalnum.

Innri uppbygging/ættfræði

Signý fæddist 11. júlí árið 1900 í Stóradalsseli í Svínavatnshreppi sem síðar nefndist Sléttárdalur og er nú í eyði. Foreldrar hennar voru hjónin Ásta María Björnsdóttir og Benedikt Einarsson, sem þar bjuggu þá. Síðar bjuggu þau á Þröm, fremsta bæ í Blöndudal, sem kominn er einnig í eyði fyrir mörgum árum. Þaðan lá leiðin að næsta bæ Eldjárnsstöðum sem nú er fremsti bær í byggð, nokkru framanvið Eiðsstað þann þekkta virkjunarstað.
Á Eldjárnsstöðum kynntist Signý ungum manni, Ingvari Pálssyni, sem þó var fimm árum eldri en hún og gengu þau í hjónaband. Ungu hjónin hófu búskap sinn á Eldjárnsstöðum árið 1920 og bjuggu þar til vorsins 1926. Á þeim árum andaðist móðir Signýjar og þar fæddist ungu hjónunum sonurinn
1) Ástmar, síðar bifreiðastjóri á Skagaströnd. Hann var á þriðja ári er fjölskyldan flutti að Smyrlabergi í Torfalækjarhreppi þar sem dvölin varð aðeins eitt ár. Þangað flutti og Benedikt faðir Signýjar er brugðið hafði búi, svo og systir Signýjar Sólbjörg. Var Benedikt með þeim hjónum meðan líf hans entist.
2) Björg
Á Balaskarði fæddust svo tvíburasysturnar
3) Elsa og
4) Geirlaug
sem staðið hafa fyrir búi með móður sinni síðan faðir þeirra lést, haustið 1968 og í dag eru búendur á Balaskarði.

Almennt samhengi

Á Smyrlabergi varð dvöl fjölskyldunnar erfið. Húsakynni voru slæm og músagangur svo mikill um veturinn að þær hlupu stundum yfir andlitin á fólkinu á nóttunni.

Tengdar einingar

Tengd eining

Björg Ingvarsdóttir (1926-2014) Keflavík, frá Balaskarði (31.5.1926 - 15.3.2014)

Identifier of related entity

HAH01128

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Björg Ingvarsdóttir (1926-2014) Keflavík, frá Balaskarði

er barn

Signý Benediktsdóttir (1900-1991) Balaskarði

Dagsetning tengsla

1926 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elsa Ingvarsdóttir (1932-2007) Balaskarði (26.9.1932 - 11.12.2007)

Identifier of related entity

HAH03294

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Elsa Ingvarsdóttir (1932-2007) Balaskarði

er barn

Signý Benediktsdóttir (1900-1991) Balaskarði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Geirlaug Ingvarsdóttir (1932) Balaskarði (26.9.1932 -)

Identifier of related entity

HAH03719

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Geirlaug Ingvarsdóttir (1932) Balaskarði

er barn

Signý Benediktsdóttir (1900-1991) Balaskarði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingvar Pálsson (1895-1968) Balaskarði (25.10.1895 - 18.10.1968)

Identifier of related entity

HAH01525

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingvar Pálsson (1895-1968) Balaskarði

er maki

Signý Benediktsdóttir (1900-1991) Balaskarði

Dagsetning tengsla

1923 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sólbjörg Björnsdóttir (1882-1949) Þröm og Blönduósi (12.3.1882 - 23.4.1949)

Identifier of related entity

HAH05351

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sólbjörg Björnsdóttir (1882-1949) Þröm og Blönduósi

is the cousin of

Signý Benediktsdóttir (1900-1991) Balaskarði

Dagsetning tengsla

1882

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Balaskarð á Laxárdal fremri (30.4.1890 -)

Identifier of related entity

HAH00369

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Balaskarð á Laxárdal fremri

er í eigu

Signý Benediktsdóttir (1900-1991) Balaskarði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eldjárnsstaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00199

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Eldjárnsstaðir í Blöndudal

er stjórnað af

Signý Benediktsdóttir (1900-1991) Balaskarði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01887

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 17.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir