Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Selland [Seljabrekkur] í Blöndudal
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
[1300]
Saga
Staðir
Blöndudalur; Bólstaðarhlíð; Eyvindarstaðir; Eyvindastaðaheiði;
Réttindi
Seljabreckur, nu almennilega síðan fyri mannaminni kallað Selland.
Jarðardýrleiki x € og so tíundast fjórum tíundum. Eigandinn ekkjan Guðríður Jónsdóttir að Eyvindastöðum í Blöndudal í Húnavatnssýslu og hennar börn. Ábúandinn Þorleifur Árnason.
Landskuld lx álnir, áður fyrir fimm árum lxx álnir. Betalast í landaurum heim til landsdrottins. Leigukúgildi iiii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.
Kvikfje iii kýr, xxxvii ær, x sauðir veturgamlir, xvi lömb, iii hestar. Fóðrast kann ii kýr, xv lömb og á útigángi, sem hjer er í betra lagi, xl ær. Hestum er í burt komið á vetur til hagagöngu.
Afrjett engin og gengur geldfje og lömb í heimalöndum. Aður hefur upprekstur verið, bæði frá þessari jörðu og öðrum í sveitinni, á Eyvindastaðaheiði, en í margt ár hefur þessi upprekstur smásaman aflagst og nú öldungis í næstu tvö ár. Afrjettartollur var meðan uppreksturinn varaði, eitt lamb af hvörjum tuttugu, og so þótt fleiri væri, til bóndans á Eyvindastöðum. Ekki þykir mönnum líklegt, að þessi afrjettur muni hjeðan í frá brúkast úr nálægum sveitum fyri grasleysi, því afrjettarlandið er mikinn part uppblásið í holt og sanda.
Torfrista og stúnga mjög lök og valla nýtandi. Hrísrif bjarglegt til eldíngar en lítt nýtandi til kolgjörðar; brúkast þó árlega. Grasatekja lítil og valla teljandi. Túninu grandar jarðföll úr brattlendi og sandur og leir, sem rennur á það í vatnavöxtum, hvorutveggja til stórskaða. Engjar öngvar, nema hvað hent er úr holta hvömmum, sem mjög er grýtt og sendið.
Hætt er kvikfje á vetur fyrir klettum og snjóflóðum, og verður oft mein að. Kirkjuvegur mjög lángur og torsóktur, einkanlega um vetur þegar harðfenni og búnkasvell leggur í fjallshlíð mjög bratta, sem fólkið á yfir að sækja. Hreppamannaflutníngur í sama máta lángur og mjög hættusamur á vetur, fyrir harðfenni og búnkasvellum.
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 11.6.2020
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 353
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf