Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

23.3.1920 - 13.1.1979

History

Pétur Pétursson, frá Bollastöðum, varð bráðkvaddur 13. janúar 1979. Hann var fæddur 23. mars 1920 að Eyhildarholti í Skagafirði. Pétur var kominn út af kunnum skagfirskum og eyfirskum bændahöfðingjum. Voru forfeður hans kunnir atorku- og framfaramenn og margir sterkir persónuleikar. Ungur að árum missti hann móður sína. Hún lést í blóma lífsins frá 9 börnum. Var honum því komið fyrir hjá frænku sinni Unni Pétursdóttur Bollastöðum í Blöndudal, þar sem hann ólst upp. Reyndist hún honum ætíð sem besta móðir.
Pétur Pétursson var ötull og góður starfsmaður, félagslyndur og ágætur starfsfélagi, er ávallt var reiðubúinn til að leggja góðu málefni lið og vildi hvers manns vandræði leysa. Hann vann hylli allra þeirra er kynntust honum náið, sakir fjölhæfra gáfna og víðtækrar þekkingar m.a. á bókmenntasviðinu. Hann var sannur hugsjónamaður er vildi jafnan bæta og treysta hag þeirra er höllum fæti stóðu í þjóðfélaginu.

Places

Eyhildarholt í Skagafirði: Bollastaðir: Blönduós:

Legal status

Veturinn 1935—1936 var hann við nám í héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði, en veturinn eftir stundaði hann búfræðinám við bændaskólann að Hólum og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1937.

Functions, occupations and activities

Eftir nám hvarf hann heim að Bollastöðum og tók við búi og bjó þar ásamt fóstru sinni allt til ársins 1942. Árið 1949 gerðist Pétur starfsmaður Kaupfélags Húnvetninga og vann þar um 12 ára skeið. Síðan vann hann ýmis störf, einkum hjá Vegagerð ríkisins og sýslusjóði m.a. við sýsluskjalasafn A.-Húnavatnssýslu, en hann lagði mikla rækt við það. Haustið 1977 hóf hann skrifstofustörf hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Blönduósi og starfaði þar til dauðadags.

Pétur var mikill félagshyggjumaður og voru honum því falin ýmis störf í þágu félagsmála. Hann sat í hreppsnefnd Blönduóshrepps á árunum 1952-1960. Formaður Verkalýðsfélags A.-Húnvetninga 1966-1976. Átti hlut að stofnun Verslunarfélags Húnvetninga og var fyrsti formaður þess. Sat um skeið í atvinnumálanefnd og var fulltrúi við samningagerðir í vinnudeilum. Vann mikið að bókasafnsmálum og sat í stjórn bókasafnsins, svo og í stjórn búnaðarfélags sveitar sinnar á búskaparárum sínum. Auk margra annarra trúnaðarstarfa, er hann gegndi í þágu almannaheilla fyrir byggðarlag sitt og samfélag.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Pétur Jónsson f. 6. apríl 1892 - 30. september 1964. Bóndi í Eyhildarholti, Rípurhr. og Brúnastöðum, Lýtingsstaðahr., Skag. Síðar gjaldkeri í Tryggingarstofnunar ríkisins. Bóndi á Brúnastöðum, Knappstaðasókn, Skag. 1930, síðar gjaldkeri og kona hans Þórunn Sigurhjartardóttir f. 5. maí 1890 - 18. desember 1930 Húsfreyja í Skagafirði. Húsfreyja á Brúnastöðum, Knappstaðasókn, Skag. 1930, frá Urðum í Svarfaðardal.
Þann 21. september 1941 kvæntist hann konu sinni, Bergþóru Önnu Kristjánsdóttur f.14.5.1918 -9.5.2011. Var á Köldukinn, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Var í Húsi Péturs Péturssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja og verslunarstarfsmaður á Blönduósi. Bjuggu þau fyrsta búskaparár sitt að Bollastöðum, en vorið 1942 festu þau kaup á jörðinni Brandsstöðum í sömu sveit. Þar bjuggu þau allt til vorsins 1949, en þá fluttu þau til Blönduóss. Reistu þau þar húsið Húnabraut 7, þar sem hann bjó til dauðadags.

Eignuðust þau hjón 4 börn en þau eru:
1) Þórunn Pétursdóttir f. 23. apríl 1942 Var í Húsi Péturs Péturssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957, starfsstúlka á pósthúsinu á Blönduósi. Hún var gift Ara Hermannssyni f. 5. janúar 1941 - 25. ágúst 1973. Var í Sæmundsenshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Gjaldkeri, síðast bús. í Blönduóshreppi.
2) Kristján Rúnar Pétursson f. 20. október 1947 Var í Húsi Péturs Péturssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957, starfsmaður hjá Pólarprjón,
3) Pétur Arnar Pétursson f. 21. ágúst 1950 Var í Húsi Péturs Péturssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957, deildarstjóri við Kaupfélag Húnvetninga á Blönduósi, kvæntur Helgu Lóu Pétursdóttur f. 14. október 1953 úr Reykjavík,
4) Guðrún Soffía Pétursdóttir f. 14. júní 1956 Var í Húsi Péturs Péturssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957, búsett á Skagaströnd, en maður hennar er Guðjón Guðjónsson sjómaður.
Auk þess eignaðist Pétur son,
1) Pálmi Pétursson f. 5.3.1940, bifreiðarstjóra í Reykjavík. Hann er elstur barna Péturs, kvæntur Birnu Björgvinsdóttur. Kjörmóðir: Sigurjóna !Karlotta Jóhannsdóttir, f. 24.12.1909.
Móðir hans var Guðrún Jónsdóttir f. 1. september 1921 - 3. júlí 1988. Var í Kjós, Árnesssókn, Strand. 1930. Talsímakona, síðast bús. í Reykjavík
Einnig tóku þau hjón einn uppeldisson, er var bróðursonur og nafni Péturs.
0) Pétur Jónsson f. 28. janúar 1942. Fósturf. skv. Reykjahl.: Pétur Pétursson bóndi og skrifstofumaður á Blönduósi og k.h. Bergþóra Kristjánsdóttir. Hann er sjómaður í Reykjavik. Ólst hann upp hjá þeim frá tveggja til 16 ára aldurs. Foreldrar hans voru Jón Pétursson (1914-1972) Brúnastöðum í Fljótum og Kristín Guðlaug Kristófersdóttir (1913-1999), vinnukona á Geithellum, Djúpavogssókn, S-Múl. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

General context

Relationships area

Related entity

Karlotta Jóhannsdóttir (1909-2004) kennari KVSK (24.12.1909 - 7.5.2004)

Identifier of related entity

HAH01967

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Karlotta ól upp Pálma son Péturs,

Related entity

Bryndís Guðjónsdóttir (1965) Skagaströnd (28.12.1965;)

Identifier of related entity

HAH02935

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Guðjón bróðir Bryndísar er giftur Guðrúnu Soffíu dóttur Péturs

Related entity

Bollastaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00075

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar

Related entity

Guðrún Pétursdóttir (1956) Blönduósi (14.6.1956 -)

Identifier of related entity

HAH04462

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Pétursdóttir (1956) Blönduósi

is the child of

Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum

Dates of relationship

14.6.1956

Description of relationship

Related entity

Pétur Arnar Pétursson (1950) Blönduósi (21.8.1950 -)

Identifier of related entity

HAH06281

Category of relationship

family

Type of relationship

Pétur Arnar Pétursson (1950) Blönduósi

is the child of

Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum

Dates of relationship

21.8.1950

Description of relationship

Related entity

Kristján Rúnar Pétursson (1947) Péturshúsi / Húnabraut 7 (20.10.1947 -)

Identifier of related entity

HAH06068

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristján Rúnar Pétursson (1947) Péturshúsi / Húnabraut 7

is the child of

Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum

Dates of relationship

20.10.1947

Description of relationship

Related entity

Þórunn Pétursdóttir (1942) Blönduósi (23.4.1942 -)

Identifier of related entity

HAH05973

Category of relationship

family

Type of relationship

Þórunn Pétursdóttir (1942) Blönduósi

is the child of

Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum

Dates of relationship

23.4.1942

Description of relationship

Related entity

Pálmi Pétursson (1940) Kvsk á Blönduósi (5.3.1940 -)

Identifier of related entity

HAH05975

Category of relationship

family

Type of relationship

Pálmi Pétursson (1940) Kvsk á Blönduósi

is the child of

Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum

Dates of relationship

5.3.1940

Description of relationship

Related entity

Bergþóra Kristjánsdóttir (1918-2011) Péturshúsi Blönduósi (14.5.1918 - 9.5.2011)

Identifier of related entity

HAH01112

Category of relationship

family

Type of relationship

Bergþóra Kristjánsdóttir (1918-2011) Péturshúsi Blönduósi

is the spouse of

Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum

Dates of relationship

21.9.1941

Description of relationship

Börn þeirra: 1) Þórunn Pétursdóttir f. 23. apríl 1942. 2) Kristján Rúnar Pétursson f. 20. október 1947. 3) Pétur Arnar Pétursson f. 21. ágúst 1950. 4) Guðrún Soffía Pétursdóttir f. 14. júní 1956. Auk þess eignaðist Pétur son, 1) Pálmi Pétursson f. 5.3.1940. Uppeldissonur. Pétur Jónsson f. 28. janúar 1942.

Related entity

Pétur Pétursson (1862-1919) Bollastöðum (23.7.1862 - 17.9.1919)

Identifier of related entity

HAH07387

Category of relationship

family

Type of relationship

Pétur Pétursson (1862-1919) Bollastöðum

is the cousin of

Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum

Dates of relationship

1920

Description of relationship

bróður sonur

Related entity

Halldóra Pétursdóttir Briem (1853-1937) Álfgeirsvöllum (26.12.1853 - 5.7.1937)

Identifier of related entity

HAH04728

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldóra Pétursdóttir Briem (1853-1937) Álfgeirsvöllum

is the cousin of

Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum

Dates of relationship

1920

Description of relationship

Pétur faðir hans var sonur Jóns bróður Halldóru

Related entity

Guðjón Ebbi Guðjónsson (1983 Skagaströnd (2.5.1983 -)

Identifier of related entity

HAH03889

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðjón Ebbi Guðjónsson (1983 Skagaströnd

is the grandchild of

Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum

Dates of relationship

2.5.1983

Description of relationship

Related entity

Húnabraut 7 / Péturshús 1949 (1949 -)

Identifier of related entity

HAH00665

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Húnabraut 7 / Péturshús 1949

is owned by

Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum

Dates of relationship

1949

Description of relationship

Related entity

Brandsstaðir í Blöndudal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00076

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Brandsstaðir í Blöndudal

is owned by

Pétur Pétursson (1920-1979) frá Bollastöðum

Dates of relationship

1942-1949

Description of relationship

bóndi þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02200

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 25.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places