Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Pálmi Ólafsson (1916-2005) Holti
Hliðstæð nafnaform
- Pálmi Ólafsson Holti
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
12.10.1916 - 6.12.2005
Saga
Pálmi Ólafsson fæddist í Ketu í Hegranesi í Skagafirði 12. október 1916. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 6. desember síðastliðinn. Þegar Héraðsnefnd Austur- Húnavatnssýslu ákvað að gangast fyrir byggingu á íbúðum fyrir aldraða ákváðu þau að gerast þátttakendur í því. Þau fluttust til Blönduóss árið 1991 og eru í hópi fyrstu íbúanna þar á Flúðabakka 1.
Pálmi var jarðsunginn frá Blönduóskirkju og hófst athöfnin klukkan 13.30.
Staðir
Keta á Hegranesi: Mörk á Laxárdal fremri 1917: Brandstaðir í Blöndudal 1938: Eyvindarstaðir: Holt í Ásum 1947-1991: Blönduós:
Réttindi
Starfssvið
Þegar kom fram á unglingsár Pálma flutti fjölskyldan fram í Blöndudal og bjó þar á Brandsstöðum og Eyvindarstöðum hjá rosknum jarðeigendum. Þetta voru erfið ár með fjárskipti og búferli en Pálmi tók þátt í starfi Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps með söngglöðum frændum sínum þar í dölunum, starfaði að vegavinnu með nágrönnum sínum, fór í göngur með jafnöldrum sínum og auðvitað fór hann að koma sér upp skepnum.
Þegar Pálmi hafði fastnað sér konu, fluttu þau ásamt foreldrum hans út að Holti á Ásum, keyptu þá jörð og byggðu upp af miklum dugnaði. Börn þeirra hafa síðan haldið áfram uppbyggingarstarfi og þar í Holti er fjölbyggt í dag af börnum þeirra og barnabörnum.
Foreldrar Pálma höfðu einnig búskap í Holti og góða samvinnu við yngri hjónin.
Lagaheimild
Viðsýnt er frá Holti: Húnaflóinn og Strandafjöll í norðvestri, Vatnsnes, Víðidalur,Vatnsdalur, Axlaröxl, Sauðadalur og Reykjanibba koma síðan frá vestri til suðurs, en Spákonufell ríkir í norðri. Að bæjarbaki rís Holtsbungan, glæsilegur sjónarhóll um Húnavatnsþing.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Jósefína Þóranna Pálmadóttir, f. 14. mars 1887, d. 4. sept. 1986, og Ólafur Björnsson, f. 19. júní 1890, d. 13. febr. 1985.
Systkini Pálma eru: Helga María, f. 1915, d. 1982, Ingimar Guðmundur, f. 1922, d. 1938, og Sigríður, f. 1924.
Auk þess ólu foreldrar Pálma að mestu upp barnabarn sitt Sigríði Svanhildi Skaftadóttur, f. 1939.
Á fyrsta aldursári flutti Pálmi ásamt fjölskyldu sinni að Mörk á Laxárdal fremri í Austur-Húnavatnssýslu og dvaldi þar til ársins 1938. Frá Mörk flutti fjölskyldan að Brandsstöðum í Blöndudal, Austur-Húnavatnssýslu og seinna að Eyvindarstöðum í sömu sveit.
Pálmi kvæntist 14. júní 1947 eftirlifandi eiginkonu sinni Aðalbjörgu Guðrúnu Þorgrímsdóttur, f. 20. apríl 1918, frá Syðra-Tungukoti (nú Brúarhlíð) í Blöndudal. Það sama ár keyptu þau jörðina Holt á Ásum og hófu þar búskap. Þau bjuggu í Holti til 1991 er þau fluttu til Blönduóss.
Pálmi og Aðalbjörg eignuðust sjö börn, en þau eru:
1) Jósefína Hrafnhildur, f. 1. maí 1948, maki Ingimar Skaftason.
2) Vilhjálmur Hróðmar, f. 3. ágúst 1949, maki Ingibjörg Jóhannesdóttir.
3) Guðrún Sigríður, f. 1. mars 1951, maki Andrés Arnalds.
4) Þorgrímur Guðmundur, f. 1. maí 1954, maki Svava Ögmundardóttir.
5) Ólöf Stefana, f. 24. febrúar 1956, maki Valdimar Guðmannsson.
6) Elísabet Hrönn, f. 16. ágúst 1957, maki Jón Ingi Sigurðsson.
7) Bryndís Lára, f. 12. janúar 1959, maki Sighvatur Smári Steindórsson, skildu.
Barnabörnin eru tuttugu og barnabarnabörnin átján.
Nafn Pálma er gróið í Húnavatnsþingi, en Pálmi móðurfaðir hans bjó á Æsustöðum í Langadal, en móðurfaðir þess Pálma var Pálmi í Sólheimum, mikill ættfaðir búhölda og forystumanna.
Sigríður Gísladóttir, amma Pálma í Holti var af hinni tónelsku og fjölmennu Eyvindarstaðaætt og ekki fór hann á mis við þá gáfu þó fáar stundir gæfust frá önnum búsins, en hann tók þátt í kórstarfi með Karlakórnum Húnum sem starfaði á Blönduósi.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Pálmi Ólafsson (1916-2005) Holti
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Pálmi Ólafsson (1916-2005) Holti
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 11.7.2017
Tungumál
- íslenska