Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Pálmi Jónsson (1929-2017) Akri
Hliðstæð nafnaform
- Pálmi Jónsson Akri
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
11.11.1929 - 9.10.2017
Saga
Pálmi Jónsson, bóndi, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, fæddist 11. nóvember 1929 á Akri, Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést á Vífilsstöðum 9. október 2017.
Minningarathöfn um Pálma Jónsson fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík 14. október 2017, klukkan 11.
Útför fór fram frá Blönduóskirkju 16. október 2017 klukkan 14. Jarðsett var í Þingeyraklausturskirkjugarði.
Staðir
Réttindi
Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum að Hólum árið 1948.
Starfssvið
Pálmi ólst upp á Akri í Torfalækjarhreppi við öll almenn sveitastörf. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum að Hólum árið 1948. Pálmi tók við búi á Akri 1953 og var þar bóndi til 1997. Hann var kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Norðurlandi vestra árið 1967 og sat á Alþingi til ársins 1995. Pálmi var landbúnaðarráðherra 1980-1983, var lengi í fjárlaganefnd Alþingis og formaður samgöngu- og allsherjarnefndar. Pálmi var virkur í félagsstörfum. Hann var formaður Jörundar, FUS í Austur-Húnavatnssýslu, 1963-1964. Sat í hreppsnefnd Torfalækjarhrepps 1962-1974. Í stjórn Rarik um áratuga skeið og sem formaður stjórnar 1978-1990. Sat í Hafnaráði 1984-1987. Í ríkisfjármálanefnd 1984-1987. Í stjórn Byggðastofnunar 1991-1993. Pálmi sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1991. Hann var yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1992-1995. Formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands frá 1994-2000.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru hjónin Jónína Ólafsdóttir, f. 1886, húsfreyja á Akri, og Jón Pálmason, f. 1888, bóndi á Akri, alþingismaður, landbúnaðarráðherra og forseti sameinaðs þings. Systkini Pálma voru Ingibjörg, f. 1917, Eggert Jóhann, f. 1919, Margrét Ólafía, f. 1921, Salóme, f. 1926, þau eru öll látin.
Kona Pálma 26.10.1956; Helga Sigfúsdóttir, f. 1936, húsfreyja á Akri.
Börn þeirra eru:
1) Jón Pálmason, f. 1957, rafmagnsverkfræðingur, kvæntur Marianne Skovsgård Nielsen, f. 1958, félagsráðgjafa og þýðanda. Börn þeirra Níels Pálmi Skovsgård Jónsson, f. 1988, Henrik Skovsgård Jónsson, f. 1990, Anna Elísabet Skovsgård Jónsdóttir, f. 1994, unnusti Sturla Lange, f. 1994.
2) Jóhanna Erla Pálmadóttir, f. 1958, bóndi og framkvæmdastjóri, gift Gunnari Rúnari Kristjánssyni, f. 1957, bónda og hagfræðingi. Börn þeirra eru Helga Gunnarsdóttir, f. 1983, og Pálmi Gunnarsson, f. 1989.
3) Nína Margrét Pálmadóttir, f. 1970, ferðamálafræðingur, gift Ómari Ragnarssyni, f. 1957, yfirlækni. Börn þeirra eru Helga Sólveig Ómarsdóttir, f. 2002, og María Rut Ómarsdóttir, f. 2003. Fyrir átti Nína Margrét Ragnar Darra Guðmundsson, f. 1993. Fyrir átti Ómar, Unni Björgu Ómarsdóttur, f. 1984, sambýlismaður Hrafnkell Már Stefánsson, f. 1984, og Frímann Hauk Ómarsson, f. 1986, kvæntur Tinnu Björk Gunnarsdóttur, f. 1985.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 6.6.2018
Tungumál
- íslenska