Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Þorsteinn Guðmundsson (1926-1996) frá Másstöðum
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
10.2.1926 - 22.2.1996
Saga
Þorsteinn Guðmundsson var fæddur í Hjarðardal í Dýrafirði 10. febrúar 1926 og ólst upp á Másstöðum í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn. Þorsteinn og tvíburabróðir hans Sigurður voru yngstir í stórum systkinahópi. Nokkurra vikna gamall var hann sendur í fóstur til frænku sinnar norður í Vatnsdal. Stundum er sagt að á milli tvíbura liggi leyndur þráður. Á milli þeirra bræðra var alltaf mjög náið samband þrátt fyrir mikla fjarlægð og langan aðskilnað. Um það leyti sem fjölskyldur þeirra voru að undirbúa sameiginlega sjötugsafmælisveislu þeirra lést Siggi hinn 22. janúar síðastliðinn. Réttum mánuði síðar er pabbi allur.
Útför Þorsteins verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 4. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Staðir
Hjarðardalur í Dýrafirði:
Réttindi
Þorsteinn útskrifaðist búfræðingur frá Hvanneyri 1946 og járnsmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík 1952.
Starfssvið
Hann rak ásamt félaga sínum, Aðalsteini Sæmundssyni, Vélsmiðjuna Steinar sf. í Reykjavík um 30 ára bil.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Guðmundur Hermannsson bóndi og kennari í Hjarðardal, f. 25.3. 1881, d. 19.11. 1974, og kona hans, Guðrún Gísladóttir, f. 2.10. 1886, d. 4.7. 1972. Fósturforeldrar hans voru Jón Kr. Jónsson bóndi á Másstöðum í Vatnsdal, f. 28.6. 1967, d. 28.8. 1947, og kona hans, Halldóra Gestsdóttir, f. 2.5. 1890, d. 17.9. 1977.
Hálfsystur Þorsteins (samfeðra) móðir þeirra var Vilborg Eirný Davíðsdóttir, f. 15.7. 1887, frá Valþjófsdal í Önundarfirði, d. 5.8. 1913,
eru:
1) Jóhanna Guðríður Guðmundsdóttir f. 16. ágúst 1911 - 27. október 2006 Húsfreyja á Höfða í Dýrafirði. Hinn 25. febrúar 1940 giftist Jóhanna Guðmundi Kristjáni Gíslasyni frá Höfða, f. 25.2. 1910,d. 23.9. 2006.
2) Guðbjörg Elínborg Guðmundsdóttir f. 6. september 1912 - 3. júlí 2008 Hjarðardal fremri, Núpssókn, V-Ís. 1930.
Alsystkini Þorsteins eru:
3) Gísli Guðmundsson f. 4. nóvember 1919 - 1. ágúst 2016. Vélvirki og járnsmiður í Reykjavík.
4) Vilborg Guðmundsdóttir f. 21. nóvember 1920 - 4. mars 2000. Ljósmóðir á Núpi í Dýrafirði. Síðast bús. á Ísafirði. Vilborg giftist 5.7. 1953 Hauki Kristinssyni f. 4.1. 1901, d. 23.10. 1984 bónda á Núpi í Mýrahreppi,
5) Hermann Guðmundsson 20. janúar 1922 - 8. júní 2002. Síðast bús. á Ísafirði. Hermann kvæntist á jólum 1960 konu sinni, Áslaugu Kristjánsdóttur frá Höfn í Dýrafirði, f. 4.1. 1926.
6) Rósa Guðmundsdóttir f. 18. apríl 1923 - 4. febrúar 1998. Verkakona, síðast bús. í Reykjavík. Óg. Rósa eignaðist eina dóttur, Guðbjörgu Hugrúnu Björnsdóttur, f. 12. mars 1951. Faðir hennar var Björn Leví Sigurðsson f. 24. september 1926 - 14. janúar 1995. Húsasmíðameistari í Reykjavík.
og tvíburabróðirinn
7) Sigurður Guðmundsson f. 10. febrúar 1926 - 22. janúar 1996. Bóndi í Fremri-Hjarðardal í Dýrafirði, síðar smiður á Þingeyri. Síðast bús. í Þingeyrarhreppi. Kona hans var Sigurbjörg Árndís Gísladóttir f. 2. október 1927 - 18. júlí 1965.
Uppeldissystir Þorsteins er
0) Elínborg Margrét Jónsdóttir f. 30. júní 1921 - 7. janúar 2007 Var á Másstöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Röðulfelli, Höfðahr., A-Hún. 1957. Kennari á Skagaströnd um áratuga skeið. Áhugamanneskja um ættfræði og starfaði m.a. að útgáfu Ættum Austur-Húnvetninga.
Þorsteinn átti áður
1) Huldu, húsfreyju í Eilífsdal í Kjós, f. 19.12. 1946. Hún er gift Aðalsteini Grímssyni bónda í Eilífsdal, f. 7.7. 1941. Börn Huldu og Aðalsteins eru Erla, f. 28.2. 1969 , Lilja, f. 7.6. 1973, og Heiða f. 27.6. 1981. Móðir Huldu var Rósa Eiríksdóttir f. 19. janúar 1920 - 11. ágúst 2008 Var í Egilsseli, Ássókn, N-Múl. 1930. Húsfreyja í Miðdal í Kjós, síðar í Reykjavík.
Þorsteinn kvæntist eftirlifandi konu sinni, Fjólu Steinþórsdóttur, f. 5.3. 1920 - 12. maí 1996 Rauðseyjum, Skarðssókn, Dal. 1930. Var í Stykkishólmi, Snæf. 1920. Síðast bús. í Reykjavík 1994. Foreldrar hennar voru Steinþór Einarsson úr Bjarneyjum á Breiðafirði, f. 27.9. 1895, d. 12.6. 1968, og kona hans, Jóhanna Stefánsdóttir, f. 24.7. 1897, d. 21.10. 1987.
Þorsteinn og Fjóla eignuðust tvo syni:
2) Ragnar Steinþór, aðstoðarskólastjóri í Reykjavík, f. 27.1. 1951, kvæntur Þóru Vignisdóttur, skrifstofustjóra, f. 5.2. 1953. Börn Ragnars og Þóru eru Halldór Gunnar, f. 24.5. 1972, d. 18.12. 1991, Þorsteinn Theodór, f. 22.8. 1978, og Valgeir Örn, f. 14.8. 1983.
3) Halldór Gunnar, f. 17.5. 1954, d. 23.8. 1969. Lést í dráttarvélaslysi ásamt frænda sínum Guðmundi Haukssyni syni Vilborgar systur Þorsteins.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þorsteinn Guðmundsson (1926-1996) frá Másstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þorsteinn Guðmundsson (1926-1996) frá Másstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 18.8.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 19.11.2022
Íslendingabók