Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Þormóður Sigurgeirsson (1919-2012) Blönduósi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
3.11.1919 - 8.1.2012
Saga
Þormóður Sigurgeirsson fæddist á Orrastöðum, Austur-Húnavatnssýslu, 3. nóvember 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 8. janúar 2012. Þormóður ólst upp á Orrastöðum. Þormóður glímdi við erfið veikindi upp úr síðustu aldamótum en náði sér býsna vel og lagðist þá í ferðalög. Fór hann til hinna ýmsu landa og hafði gaman af.
Útför Þormóðs Sigurgeirssonar fer fram frá Blönduóskirkju í dag, laugardaginn 14. janúar 2012 og hefst klukkan 14.
Staðir
Réttindi
Hann lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni, námskeiði í Bandaríkjunum 1956 í sambandi við landbúnaðarvélar o.fl. Próf frá Iðnskólanum í bifvélavirkjun 1963 og meistararéttindi 1964.
Starfssvið
Réðst sem vinnumaður til Einars Ólafssonar í Lækjarhvammi 1939. Vann á stríðsárunum við byggingu flugvallarins í Reykjavík ásamt byggingavinnu. Starfaði hjá Kristni vagnasmið veturinn 1946-47 og hjá Ræktunarsambandi Kjalarnesþings 1947-1960, fyrst á skurðgröfu síðar sem verkstæðisformaður. Var verkstæðisformaður hjá Vélsmiðju Húnvetninga á Blönduósi árin 1960-1972. Þormóður keypti jörðina Orrastaði á uppboði eftir andlát föður síns. Hann stundaði þar og á Blönduósi búskap eftir að hann lét af störfum við vélsmiðjuna. Sauðfjár- og hrossarækt áttu hug hans allan. Eftir að hann hætti búskap um 1998 hóf hann að gróðursetja trjáplöntur á Orrastöðum enda hafði hann mikinn áhuga á allri trjárækt svo sem lundurinn við Ósnesið á Orrastöðum sýnir en þar gróðursettu þeir bræður Þorbjörn og Þormóður trjáplöntur um miðbik síðustu aldar. Þá eru í garðinum hans á Holtabrautinni aspir, sem eru í dag ein hæstu trén á Blönduósi. Þormóður hafði mikið yndi af félagsstörfum. Hann var m.a. í Lionsklúbbi Blönduóss um langa hríð, og gegndi þar flestum trúnaðarstörfum. Stjórnarmaður í Skógræktarfélagi A.-Hún. 1965-1976 og formaður 1970-76. Auk þess var hann í Félagi hrossabænda A.-Hún. frá byrjun og í stjórn félagsins í nokkur ár. Félagi í hestamannafélaginu Neista og gjaldkeri þess í nokkur ár, sat í stjórn Sölufélags Austur-Húnvetninga um skeið ásamt ýmsum öðrum félagsstörfum.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Þormóður Sigurgeirsson fæddist á Orrastöðum, Austur-Húnavatnssýslu, 3. nóvember 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 8. janúar 2012.
Foreldrar hans voru Torfhildur Þorsteinsdóttir, húsfreyja, f. 13.7. 1897, d. 3.1. 1991 og Sigurgeir Björnsson, bóndi, f. 7.10. 1885, d. 28.6.1936.
Bræður hans eru
Þorbjörn, f. 19.6. 1917, d. 24.3. 1988,
Þorgeir, f. 20.8. 1928,
Þorsteinn Frímann, f. 29.7. 1934
Sigurgeir Þór Jónasson, f. 15.6 1941, en faðir hans var Jónas Vermundsson, f. 15.6. 1905, d. 25.8. 1979, seinni maður Torfhildar.
Hinn 27.5. 1961 kvæntist Þormóður Magdalenu M. E. Sæmundsen, f. 27.5. 1921, d. 31.10. 1998. Hún var dóttir Evalds Sæmundsen og Þuríðar Sigurðardóttur Sæmundsen.
Fósturdóttir Þormóðs og Magdalenu er
1) Sigríður Hermannsdóttir, f. 3.3.1955, maki Einar Svavarsson, f. 21.5. 1956. Dóttir þeirra er Magdalena Margrét, f. 10.8. 1976, sambýlismaður hennar Pétur Snær Sæmundsson, f. 1.2. 1977. Börn þeirra: Guðbjörg Anna, f. 2002 og Einar, f. 2004.
Foreldrar hennar voru Þorgerður Evaldsdóttir Sæmundsen (1918–2005) systir Magdalenu og Hermann Þórarinsson f. 2. október 1913 - 24. október 1965 Bankaútibússtjóri á Blönduósi.
Þormóður ólst upp á Orrastöðum.
Hann lauk prófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni, námskeiði í Bandaríkjunum 1956 í sambandi við landbúnaðarvélar o.fl. Próf frá Iðnskólanum í bifvélavirkjun 1963 og meistararéttindi 1964.
Réðst sem vinnumaður til Einars Ólafssonar í Lækjarhvammi 1939. Vann á stríðsárunum við byggingu flugvallarins í Reykjavík ásamt byggingavinnu. Starfaði hjá Kristni vagnasmið veturinn 1946-47 og hjá Ræktunarsambandi Kjalarnesþings 1947-1960, fyrst á skurðgröfu síðar sem verkstæðisformaður. Var verkstæðisformaður hjá Vélsmiðju Húnvetninga á Blönduósi árin 1960-1972. Þormóður keypti jörðina Orrastaði á uppboði eftir andlát föður síns. Hann stundaði þar og á Blönduósi búskap eftir að hann lét af störfum við vélsmiðjuna. Sauðfjár- og hrossarækt áttu hug hans allan. Eftir að hann hætti búskap um 1998 hóf hann að gróðursetja trjáplöntur á Orrastöðum enda hafði hann mikinn áhuga á allri trjárækt svo sem lundurinn við Ósnesið á Orrastöðum sýnir en þar gróðursettu þeir bræður Þorbjörn og Þormóður trjáplöntur um miðbik síðustu aldar. Þá eru í garðinum hans á Holtabrautinni aspir, sem eru í dag ein hæstu trén á Blönduósi. Þormóður hafði mikið yndi af félagsstörfum. Hann var m.a. í Lionsklúbbi Blönduóss um langa hríð, og gegndi þar flestum trúnaðarstörfum. Stjórnarmaður í Skógræktarfélagi A.-Hún. 1965-1976 og formaður 1970-76. Auk þess var hann í Félagi hrossabænda A.-Hún. frá byrjun og í stjórn félagsins í nokkur ár. Félagi í hestamannafélaginu Neista og gjaldkeri þess í nokkur ár, sat í stjórn Sölufélags Austur-Húnvetninga um skeið ásamt ýmsum öðrum félagsstörfum.
Þormóður glímdi við erfið veikindi upp úr síðustu aldamótum en náði sér býsna vel og lagðist þá í ferðalög. Fór hann til hinna ýmsu landa og hafði gaman af.
Útför Þormóðs Sigurgeirssonar fer fram frá Blönduóskirkju í dag, laugardaginn 14. janúar 2012 og hefst klukkan 14.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Þormóður Sigurgeirsson (1919-2012) Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þormóður Sigurgeirsson (1919-2012) Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þormóður Sigurgeirsson (1919-2012) Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Þormóður Sigurgeirsson (1919-2012) Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Skráningardagsetning
GPJ 18.9.2017
Tungumál
- íslenska