Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Örlygsstaðir á Skaga
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1950)
Saga
Örlygsstaðir I. Bærinn stendur 40 metra frá Brekknabrekku. Það er sam að segja um landkosti og annarra jarða undir Brekku, að heima um sig er gott til túnræktunar, en beitiland allgott, þegar til heiðar dregur. Lending er slæm, en áður var stutt á góð fiskimið.
Íbúðarhús byggt 1913, steinsteypt 353 m3. Fjós steypt 1914 yfir 5 gripi. Fjárhús með kjallar byggð 1940 úr torfi og grjóti fyrir 100 fjár. Hlaða byggð 1914 steinsteypt 100m3. Hlaða byggð 1942 ja´rnklædd 350 m3. Geymsla byggð 1960 járnklædd 114 m3. Tún 6,4 ha.
Örlygsstaðir II. Nýbýli Byggt úr Örlygsstaðalandi 1965. Bærinn stendur skammt frá Brekkunni, rétt norðan við Dalalæk, en sunnan lækjarins eru fjárhúsin. Þar hét áður Gamlistekkur.
Íbúðarhús byggt 1965 og 1966 steinsteypt 308 m3. Hlaða steypt 1968, 1569 m3. Blásarahús og súgþurrkun byggt 1968 úr steinsteypu 115 m3. Fjárhús með kjallara steypt 1971 fyrir 400 fjár. Geymsla byggð 1971 úr steinsteypu 304 m3.
Staðir
Vindhælishreppur; Skagabyggð; Bræður; Votalág; Kurfur; syðra Brunahöggið; Brunavatnsendann; Heylækur; Pontur; Hólstaglið; Örlygsstaðasel; Langavatn; Skjaldbreið; Trölli; Moldás; Mosásendi; Skjaldbreiðarendi; Skjaldbreiðarendi; Sómatjarnir; Sölvavarða; Sjónhóll; Reyrlág; Gunnumó; Stórhóll; Merkjavík; Hof; Hróarstaðir; Þingeyrarklaustur; Brekknabrekka; Brekkan; Dalalækur; undir Brekku; Dalalækur; Gamlistekkur;
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Ábúendur;
-1901- Guðmundur Jónsson 5. feb. 1841 - 23. maí 1909. Vinnumaður í Saurum, Hofssókn, Hún. 1860. Bóndi á Harastöðum, Hofssókn, Hún. 1870. Bóndi í Eyjarkoti, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Kona hans; Margrét Einarsdóttir 13. sept. 1841 - 16. maí 1909. Var á Harastöðum, Hofssókn, Hún. 1845. Bústýra á Harastöðum, Hofssókn, Hún. 1870. Húsfeyja í Eyjarkoti, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Örlygsstöðum 1901.
1900-1940- Björn Guðmundsson 24. nóv. 1875 - 24. ágúst 1938. Bóndi og hreppstjóri á Örlygsstöðum í Skagahr., A-Hún. frá 1902 til æviloka. Hreppstjóri frá 1932. „Góður búhöldur og framfaramaður; áhugamaður um búnaðarmál og brautryðjandi í sveit sinni. Byggði fyrsta steinsteypuhúsið hér á landi...“ segir í ÍÆ. Kona hans; Pálína Sigurlaug Kristjánsdóttir 9. okt. 1877 - 15. maí 1958. Húsfreyja á Örlygsstöðum, Skagahr., A-Hún. Var þar 1930 og 1957.
1940- Sigurður Björnsson 7. mars 1901 - 10. maí 1987. Var á Örlygsstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Örlygsstöðum, Skagahr., A-Hún. 1957. Bóndi á Örlygsstöðum. Ókvæntur og barnlaus.
1965- Rafn Georg Sigurbjörnsson 20. okt. 1940. Var í Hlíð, Skagahr., A-Hún. 1957. Kona hans; Ingibjörg Margrét Ólafsdóttir 11. maí 1939 - 21. júlí 2017.
Almennt samhengi
Landamerki fyrir Örlygsstöðum
Frá Bræðrum, sem standa fyrir utan Votulág við sjó, og þaðan rjettsýnis í túngarð milli Kurfs og Örlygsstaða, og þaðan til landnorðurs í há Brunahöggið syðra, úr því í Brunavatnsendann syðri, og þaðan í Heylæk, rjett fyrir utan Ponturnar, úr honum ú norðara Hólstaglið, sem Örlygsstaðasel stendur á, þaðan í norðari Skjaldbreiðarenda, svo í landsuður í norðari ána, fyrir austan Skjaldbreiðarvatn, svo ræður áin að fossi þeim, sem er fyrir norðan og vestan Langavatn. Þaðan til útsuðurs í stein þann, sem Trölli heitir, sem er norðarlega á Moldás, úr honum í vörðuna, sem er á norðari Mosásenda, þaðan í Sómatjarnir fyrir vestan Mosás, svo sjónhending þaðan í Sölvavörðu, sem stendur fyrir utan Sjónhól, frá þeirri sömu línu í hornvörðu og svo frá henni til útsuðurs yfir Reyrlág og Gunnumó, sömu stefnu í vörðuna á melnum fyrir utan Stórhól, úr henni sjónhending til sjáfar, á klöppina innan til við Merkjavík.
Örlygsstöðum 22. maí 1890
Jón Jóhannesson, eigandi jarðarinnar (handsalað)
Jón Jónsson, prestur að Hofi.
Gísli Benediktsson, eigandi Hróarstaða.
B.G. Blöndal, umboðsmaður Þingeyrarkl.jarða.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Bæ
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 24.4.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 168, fol. 87b.
Húnaþing II bls 93-94.