Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Þóra Gunnarsdóttir Ekbrand (1929-2008)
Hliðstæð nafnaform
- Þóra Gunnarsdóttir Ekbrand (1929-2008) frá Æsustöðum í Langadal
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
19.6.1929 - 4.11.2008
Saga
Þóra Gunnarsdóttir Ekbrand fæddist á Æsustöðum í Langadal, Austur-Húnavatnssýslu, 19. 6. 1929. Hún lést á sjúkrahúsinu í Kungälv í Svíþjóð 4. nóvember síðastliðinn. Þóra verður jarðsungin frá Rödbokirkju í Gautaborg í dag.
Staðir
Réttindi
Eftir skyldunám stundaði Þóra nám í Verslunarskólanum og veturinn 1947-1948 var hún á Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði. Árið 1949 fór hún utan til að læra umönnun þroskaheftra.
Starfssvið
Veturinn 1948-1949 kenndi hún við unglingaskóla á Ólafsfirði. Hún fór fyrst til Danmerkur og starfaði þar skamman tíma en hélt þaðan til Svíþjóðar þar sem hún vann um árabil á stofnunum fyrir þroskahefta. Þóra dvaldist heima á Íslandi veturinn 1956-1957 og kenndi þá hópi þroskaheftra barna. Að því er best er vitað var það fyrsti skólinn sem hér var starfræktur fyrir þroskaheft börn. Eftir nám í Lýðháskólanum í Kungälv í Svíþjóð hóf hún störf í bókaverslun þar í bæ, þar sem hún kynntist eftirlifandi manni sínum en verslunin var í eigu fjölskyldu hans. Þóra og Ingvar ráku síðar eigin bókaverslun í Kungälv um árabil. Eftir að þau hættu verslunarrekstri starfaði Þóra lengi við umönnun aldraðra á hjúkrunarheimili í Gautaborg, jafnframt lauk hún námi í félagsráðgjöf þegar hún var komin um sextugt.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Sigríður Stefánsdóttir, f. 27. 11. 1903, d. 26. 10. 1970 og Gunnar Árnason prestur, f. 13.6. 1901, d. 31.7. 1985. Faðir hennar var síðar prestur í Kópavogi.
Systkini hennar eru:
1) Árni Gunnarsson 6. nóvember 1930 skrifstofustjóri, kona hans Guðrún Björnsdóttir f. 23. nóvember 1930.
2) Stefán Magnús Gunnarsson f. 6. desember 1933 - 26. september 2011. Forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Kona hans Hertha Wendel Jónsdóttir, fyrrv. hjúkrunarframkvstj., f. 19. desember 1936 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Jón S. Ólafsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríkisins, f. 1892, d. 1962, og Herþrúður Hermannsdóttir húsfreyja, f. 1897, d. 1978.
3) Auðólfur Gunnarsson læknir f. 15. apríl 1937, kona hans Unnur Ragnars Jóhannsdóttir f. 8. ágúst 1943
4) Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir f. 2. maí 1939 doktor í heilbrigðisvísindum, maður hennar er Haraldur Ólafsson f. 14. júlí 1930 prófessor.
Fyrri maður Þóru var Sven Coyet f. 25.10.1930, hóteleigandi í Umeå.
Eiginmaður er Ingvar Ekbrand f. 10.4.1935, fyrrverandi menningarstjóri í Vänersborg.
Dætur hennar eru Kristina Möller sem á tvær dætur
Gunnhild Maria Ekbrand. Maki Gunnhildar er Hans-Olof Nyman, synir þeirra Edvard og Filip Valdimar.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Þóra Gunnarsdóttir Ekbrand (1929-2008)
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 20.8.2017
Tungumál
- íslenska