Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) Æsustöðum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) Æsustöðum

Parallel form(s) of name

  • Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) Æsustöðum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

27.11.1903 - 26.10.1970

History

Sigríður Stefánsdóttir 27. nóvember 1903 - 26. október 1970 Húsfreyja á Æsustöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Æsustöðum í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Síðast bús. í Kópavogi. Sigríður andaðist 26. okt. s.l. Ég sendi þeim, er um sárast eiga að binda, samúðarkveðju. Tek heilshugar þátt í söknuði þeirra, en samgleðst þeim þó fyrir hvíld hennar. Ég kveð hana í hljóðri þökk með hinni fornu rómversku áletrun:
Vertu sæl, mjallhreina sál.

Places

Auðkúla: Æsustaðir: Kópavogur:

Legal status

Functions, occupations and activities

Sigríður átti löngum sæti í stjórn Kvenfélags Bólstaðarhlíðarhrepps, meðan hún átti heimili á Æsustöðum. Hún átti því góðan hlut að þeim mannúðar- og menningarmálum, sem slík félög hafa löngum á stefnuskrá sinni enda voru þau henni hugstæð.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Sigríður fæddist á Auðkúlu í Svínadal 27. nóv. 1903. Faðir hennar var Stefán Magnús f. 18.1.1852 – 17.6.1930, prestur á Auðkúlu, Jónsson (1812-1861), verzlunarmanns í Reykjavík Eiríkssonar. Móðir sr. Stefáns var Hólmfríður (1818-1892) Bjarnadóttir (1791-1849) stúdents í Bæ í Hrútafirði Friðrikssonar. Móðir Sigríðar var síðar kona séra Stefáns Þóra (1872-1947) Jónsdóttir (1826-1885) prests á Auðkúlu Þórðarsonar (1803-1862), prests á Mosfelli Árnasonar. Móðir Þóru var Sigríður yngri (1830-1916) Eiriksdóttir (1790-1843), sýslumanns Sverrissonar. Þessar ættir skulu ekki raktar hér lengra, enda eru þær alþekktar. Sigríður ólst upp á Auðkúlu til þroskaaldurs.
Systkin hennar samfeðra með með fyrri konu 22.6.1876
Þorbjörg Halldórsdóttir 12. október 1851 - 18. ágúst 1895 Húsfreyja í Auðkúlu. Var í Laxamýri, Húsavíkursókn, S-Þing. 1860. Eiríkur Þ. Stefánsson 30. maí 1878 - 16. ágúst 1966 Bóndi og prestur á Torfastöðum, Torfastaðasókn, Árn. 1930. Prestur á Torfastöðum frá 1905. Prestur og prófastur á Torfastöðum í Biskupstungum. Síðast bús. í Laugardalshreppi.
Jón Halldór Stefánsson 9. október 1879 - 23. maí 1880, Björn Stefánsson 13. mars 1881 - 10. nóvember 1958 Bóndi og prestur á Auðkúlu, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Prestur á Tjörn á Vatnsnesi 1907-1912, aðstoðarprestur og síðar prestur í Görðum á Álftanesi 1912-1914, Bergstöðum í Svartárdal, Auðkúlu, Sauðárkróki og víðar. Prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi frá 1931. Jón Stefánsson f. 30. apríl 1882 - 31. júlí 1882. Þórunn Stefánsdóttir f 5. apríl 1884 - 23. maí 1884. Lárus Stefánsson 6. mars 1887 - 3. janúar 1974 Bóndi í Gautsdal. Síðast bús. í Svínavatnshreppi. Fósturbarn: Guðrún Jakobsdóttir, f. 2.10.1921. Hilmar Stefánsson 8. ágúst 1889 - 23. desember 1890 Var á Auðkúlu, Auðkúlusókn, Hún. 1890. Hilmar Stefánsson 10. maí 1891 - 17. ágúst 1965. Útibússtjóri á Bárugötu 21, Reykjavík 1930. Bankastjóri í Reykjavík. Hildur Stefánsdóttir 28. janúar 1893 - 10. maí 1970 Húsfreyja á Sólvallagötu 4, Reykjavík 1930. Húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík.
Alsystkin Hólmfríður Stefánsdóttir 7. október 1900 - 1910.
Maður hennar 3.6.1928 var Sr. Gunnar Árnason f. 13.6.1901 – 31.7.1985, foreldrar hans voru Árni Jónsson 9. júlí 1849 - 27. febrúar 1916. Var í Svínadal, Garðssókn, N-Þing. 1860. Fór til Vesturheims 1874 frá Skútustöðum, Skútustaðahreppi, S-Þing. Dvaldist vestra um nokkur ár. Prestur og alþingismaður á Borg á Mýrum og prófastur á Skútustöðum í Mývatnssveit, síðast prestur á Hólmum í Reyðarfirði frá 1913, og sk kona hans 17.3.1896 Auður Gísladóttir 1. mars 1869 - 27. júlí 1962. Húsfreyja á Skútustöðum í Mývatnssveit um árabil og á Hólmum í Reyðarfirði um 1913-16. Síðar í Reykjavík. Ekkja í Miðstræti 3, Reykjavík 1930.
Systkin hans samfeðra móðir þeirra var fk 22.9.1884
Dýrleif Sveinsdóttir 11. maí 1860 - 2. desember 1894 Var á Hóli, Höfðasókn, S-Þing. 1860. Húsfreyja á Skútustöðum í Mývatnssveit. Húsfreyja á Skútustöðum, Skútustaðasókn, S-Þing. 1890. Þuríður Árnadóttir 17. júlí 1885. Hjá foreldrum á Skútustöðum í Mývatnssveit um 1888-1900. Var á Skútustöðum, Skútustaðasókn, S-Þing. 1901. Fór til Vesturheims, giftist Gustav Bergström húsagerðamanni. Jón Skuta Árnason 25. febrúar 1888 - 9. nóvember 1969. Með foreldrum á Skútustöðum við Mývatn, S-Þing. frá 1888 fram um 1900. Var á Skútustöðum, Skútustaðasókn, S-Þing. 1901. Fór þaðan til Vesturheims 1907. Læknir í Wynyard, Humboldt, Saskatchewan, Kanada 1921. Læknir í Seattle, King, Washington, USA 1930. Læknir í Seattle, Wash., Bandaríkjunum.
Alsystkin hans voru
Dýrleif Þorbjörg Árnadóttir 3. janúar 1897 - 15. maí 1988 Skrifstofustúlka í Miðstræti 3, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Fyrri aður hennar var Skúli próf. í Árósum Guðjónsson. Sm hennar var Ásgeir Pétursson eftirlitsmaður. Þorbjörg Dýrleif Árnadóttir 8. febrúar 1898 - 7. maí 1984. Yfirhjúkrunarkona á Vífilsstöðum, Hafnarfjarðarsókn, Gull. 1930. Hjúkrunarkona og kennari í Reykjavík. Gísli Árnason 31. mars 1899 - 1. september 1963 Með foreldrum á Skútustöðum til um 1913, fluttist þá með þeim að Hólmum í Reyðarfirði og var þar um tíma. Búfræðimenntaður. Kynnti sér lax- og silungsklak í Noregi 1920-21. Bóndi á Skútustöðum 1924-25 og eftir það á Helluvaði við Mývatn, Skútustaðahreppi. Bóndi á Helluvaði, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930. Ingileif Oddný Árnadóttir Gíslason 7. janúar 1903 - 16. júlí 1995. Húsfreyja á Fjölnisvegi 15, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Siðast bús. í Reykjavík 1994. Maður hennar Vilhjálmur Þ Gíslason útvarpsstjóri. Ólöf Dagmar Árnadóttir 14. október 1909 - 7. júlí 1993. Leikfimiskennari í Miðstræti 3, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Leikfimikennari og rithöfundur. Síðast bús. á Selfossi. Maður hennar var Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari.
Gunnar vígðist til Bergsstaðaprestakalls 1925. Hann vakti þegar athygli, hraðstígari en almennast var, ekki aðeins á göngu, heldur engu síður á andlegum sviðum, viðförlari en almennt þekktist og jafnframt víðskyggnari en svo, að skilið yrði að fullu, þó það breytti í engu um vinsældir hans. Þær vann hann fljótt svo að ágætt reyndist. Þau Sigríður felldu hugi saman og giftust 3. júní 1928. Settu þau bú saman á Æsustöðum það vor og bjuggu þar við rausn til 1952, er sr. Gunnar fékk veitingu fyrir Kópavogsprestakalli. Þar hafa þau búið síðan við hliðstæðar vinsældir og áður, heimilið jafnþrungið þeirri vinhlýju, sem mætti okkur í fátækt frumbýlingsáranna. Það er ekki að jafnaði svipmikil eða margþætt saga, sem gerist, þó ung hjón reisi sér heimili, enda gerist þar lítið annað en inngangur að sögu. Það, sem þar veltur á að jafnaði, er sagan sem heimilið skapar, þáttur þess í sögu umhverfisins, gildi þess fyrir menningu samtíðarinnar. En það gildi verður ekki sannað af gustinum, sem um það blæs, né hávaðanum, sem þaðan glymur, enn síður ef þaðan streymir andvari einn, jafnvel þótt hlýr sé. Þetta sannaðist óvíða betur en á Æsustöðum, en þaðan var andvarinn ríkastur frá háttum heimilisins, heiðríkjan björtust.
Þeim hjónum var fimm barna auðið:
1) Þóra Ekbrand f 19.6.1929-4.11.2008, gift Ingvar Ekbrand, Eiginmaður er Ingvar Ekbrand, fyrrverandi menningarstjóri í Vänersborg. Dætur hennar eru Kristina Möller sem á tvær dætur og Gunnhild Maria Ekbrand. Maki Gunnhildar er Hans-Olof Nyman, synir þeirra Edvard og Filip Valdimar.
2) Árni f 6.11.1930, stjórnarráðsfulltrúi, kvæntur Guðrúnu Björnsdóttur,
3) Stefán Magnús f. 6.12.1933 – 26.9.2011, starfsmaður við Seðlabankanm, kvæntur Herthu W. Jónsdóttur, fyrrv. hjúkrunarframkvstj., f. 19. desember 1936 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Jón S. Ólafsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríkisins, f. 1892, d. 1962, og Herþrúður Hermannsdóttir húsfreyja, f. 1897, d. 1978. Börn Stefáns og Herthu eru: Jón Gunnar, f. 1965, og Sigríður Þrúður, f. 1967. Eiginkona Jóns er Tracey E. Stefánsson, f. 1964. Synir þeirra eru Stefán, f. 1997, og Ómar, f. 1998. Eiginmaður Sigríðar er Benjamín Gíslason, f. 1965. Börn þeirra eru Hertha Kristín, f. 2001, Gísli Jón, f. 2002, og Stefanía Agnes, f. 2006. Dóttir Benjamíns og stjúpdóttir Sigríðar Þrúðar er Bergljót Klara, f. 1993., hjúkrunarkonu,
4) Auðólfur f. 15.4.1937, læknir, við nám í Bandaríkjunum Norður-Ameríku, kvæntur Unni Ragnars Jóhannsdóttur f 8.8.1943, hjúkrunarkonu.
5) Hólmfríður Kolbrún f. 2.5.1939 kennari, gift Haraldi Ólafssyni f. 14.7.1930, dagskrárstjóra útvarpsins.
Falla þau eplin ekki langt frá eikinni.

General context

Relationships area

Related entity

Auður Gísladóttir (1869-1962) Skútustöðum (1.3.1869 - 27.7.1962)

Identifier of related entity

HAH02523

Category of relationship

family

Dates of relationship

3.6.1928

Description of relationship

Sigríður var tengdadóttir Auðar, Gift sra Gunnari Árnasyni á Æsustöðum

Related entity

Þorbjörg Halldórsdóttir (1851-1895) Auðkúlu (12.10.1851 - 18.8.1895)

Identifier of related entity

HAH07411

Category of relationship

family

Dates of relationship

27.11.1903

Description of relationship

dóttir Stefáns og seinni konu hans

Related entity

Auðólfur Gunnarsson (1937) (15.4.1937 -)

Identifier of related entity

HAH02518

Category of relationship

family

Type of relationship

Auðólfur Gunnarsson (1937)

is the child of

Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) Æsustöðum

Dates of relationship

15.4.1937

Description of relationship

Related entity

Þóra Gunnarsdóttir Ekbrand (1929-2008) (19.6.1929 - 4.11.2008)

Identifier of related entity

HAH02163

Category of relationship

family

Type of relationship

Þóra Gunnarsdóttir Ekbrand (1929-2008)

is the child of

Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) Æsustöðum

Dates of relationship

19.6.1929

Description of relationship

Related entity

Þóra Jónsdóttir (1872-1947) Auðkúlu (15.6.1872 - 4.12.1917)

Identifier of related entity

HAH09308

Category of relationship

family

Type of relationship

Þóra Jónsdóttir (1872-1947) Auðkúlu

is the parent of

Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) Æsustöðum

Dates of relationship

27.11.1903

Description of relationship

Related entity

Stefán M Jónsson (1852-1930) prestur Auðkúlu (18.1.1852 - 17.6.1930)

Identifier of related entity

HAH06612

Category of relationship

family

Type of relationship

Stefán M Jónsson (1852-1930) prestur Auðkúlu

is the parent of

Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) Æsustöðum

Dates of relationship

Description of relationship

með seinni konu

Related entity

Hilmar Stefánsson (1891-1965) bankastjóri frá Auðkúlu (10.5.1891 - 17.8.1965)

Identifier of related entity

HAH09328

Category of relationship

family

Type of relationship

Hilmar Stefánsson (1891-1965) bankastjóri frá Auðkúlu

is the sibling of

Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) Æsustöðum

Dates of relationship

27.11.1903

Description of relationship

samfeðra

Related entity

Hildur Stefánsdóttir (1893-1970) Auðkúlu (28.1.1893 - 10.5.1970)

Identifier of related entity

HAH06999

Category of relationship

family

Type of relationship

Hildur Stefánsdóttir (1893-1970) Auðkúlu

is the sibling of

Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) Æsustöðum

Dates of relationship

27.11.1903

Description of relationship

samfeðra

Related entity

Lárus Stefánsson (1887-1974) Gautsdal (6.3.1887 - 3.1.1974)

Identifier of related entity

HAH09327

Category of relationship

family

Type of relationship

Lárus Stefánsson (1887-1974) Gautsdal

is the sibling of

Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) Æsustöðum

Dates of relationship

27.11.1903

Description of relationship

samfeðra

Related entity

Gunnar Árnason (1901-1985) prestur Æsustöðum (13.6.1901 - 31.7.1985)

Identifier of related entity

HAH04506

Category of relationship

family

Type of relationship

Gunnar Árnason (1901-1985) prestur Æsustöðum

is the spouse of

Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) Æsustöðum

Dates of relationship

3.6.1928

Description of relationship

Börn þeirra; 1) Þóra Gunnarsdóttir Ekbrand 19. júní 1929 - 4. nóvember 2008 Var á Æsustöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Þroskaþjálfi, verslunareigandi og félagsráðgjafi í Kungälv í Svíþjóð. Síðast bús. í Svíþjóð. M1 Sven Coyet gisthúsastjóri Svíþjóð. M2 Ingvar Ekbrand bókavörður Kungelv Svíþjóð. 2) Árni Gunnarsson 6.11.1930, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. 3) Stefán Magnús Gunnarsson 6. desember 1933 - 26. september 2011 Forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. 4) Auðólfur Gunnarsson 15. apríl 1937 yfirlæknir skurðlækningasviðs kvennadeildar Landspítala Hringbraut. Kona hans; Unnur Ragnars Jóhannsdóttir f. 8. ágúst 1943 5) Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir 2. maí 1939 BA, gift 11.7.1964 Haraldi Ólafssyni f. 14.7.1930

Related entity

Kristín Jónsdóttir (1874-1945) Rvk frá Auðkúlu (6.9.1874 - 15.12.1945)

Identifier of related entity

HAH06569

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristín Jónsdóttir (1874-1945) Rvk frá Auðkúlu

is the cousin of

Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) Æsustöðum

Dates of relationship

27.11.1903

Description of relationship

móðir hennar Þóra systir Kristínar

Related entity

Kristín Stephensen (1861-1950) Reykjavík (23.11.1861 - 5.2.1950)

Identifier of related entity

HAH09311

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristín Stephensen (1861-1950) Reykjavík

is the cousin of

Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) Æsustöðum

Dates of relationship

23.11.1861

Description of relationship

Sigríður móðuramma Sigriðar á Æsustöðum var systir Áslaugar móður Kristínar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01912

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 20.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðfræðingatal 1847-1974 bls 136
©GPJ ættfræði. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=256546 2.12.1970

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places