Ólafur Davíðsson (1862-1903) cand phil Hofi í Hörgárdal

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ólafur Davíðsson (1862-1903) cand phil Hofi í Hörgárdal

Hliðstæð nafnaform

  • Ólafur Davíðsson cand phil Hofi í Hörgárdal

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

26.2.1862 - 6.9.1903

Saga

Náttúrufræðingur og þjóðsagnasafnari. Drukknaði í Hörgá. Hinn innanfeiti Ólafur Davíðsson var tvítugur þegar þetta var, fæddur í janúar 1862, prestssonur að norðan. Hann lagði stund á náttúrufræði við Kaupmannahafnarháskóla en varð síðar þekktastur fyrir söfnun sína á íslenskum þjóðsögum, gátum, vikivökum og þulum.

Staðir

Hof í Hörgárdal: Kaupmannahöfn:

Réttindi

Cand Phil: Hann lærði náttúrufræði í Kaupmannahafnarháskóla

Starfssvið

1897 fór hann aftur til Íslands og var kennari á Möðruvöllum í Hörgárdal og stundaði samhliða þjóðsagnasöfnun og fræðistörf. Sjá bækurnar "Vaxandi vængir" eftir Þorstein Antonsson og "Örlagasaga" um Gísla Guðmundsson eftir sama höfund. Örlagasaga er sérstæð bók, eins og miðja vegu milli heimildaútgáfu og sagnfræðiverks, og samanstendur að miklu leyti af beinum uppskriftum á misáhugaverðu efni sem liggur eftir Gísla, Ólaf og ýmsa samtíðarmenn þeirra, til dæmis mannlýsingum og bókmenntaumfjöllun, en þar eru einnig nokkrar skemmtilegar lýsingum á stúdentalífinu.

Gísli Guðmundsson og Ólafur Davíðsson áttu það sameiginlegt að deyja fyrir aldur fram, þótt Gísli færi á undan, og báðir drukknuðu. Ólafur drukknaði í Hörgá rétt rúmlega fertugur árið 1903 en Gísli stytti sér aldur aðeins hálfþrítugur, stökk fyrir borð á ferju frá Jótlandi. Og Ólafur hélt áfram að láta allt fjúka: „Það hleypur einhver hundakæti í mig þegar ég heyri að kunningjar mínir hrökkva upp af.“

Lagaheimild

Náttúrufræðingurinn (1962):
Íslenskar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur: safnað hafa J. Árnason og Ó. Davíðsson, 1-4, Kaupmannahöfn, Bókmenntafélagið, 1887-1903
Galdur og galdramál á Íslandi, 1-3, Reykjavík, Sögufélag, 1941-1943
Ég læt allt fjúka: sendibréf og dagbókarbrot frá skólaárunum, Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja, 1955
Íslenskar þjóðsögur, 1-4, Reykjavík, Þjóðsaga, 1978-1980
Árið 1955 gaf Finnur Sigmundsson út dagbók Ólafs frá námsárum hans á Íslandi og í Danmörku, ásamt bréfum hans til föður síns á sama tíma, undir titlinum Ég læt allt fjúka.
Hundakæti Ólafs Davíðssonar
„Út úr þessu tali fórum vér að þreifa á hjörtum vorum og vita, hve hart þau slægju, en oss var ómögulegt að finna hjartað í mér. Vér fundum enga hjartslátt, þótt vér þreifuðum um allt brjóstið og alla hliðina á mér. Ég er líka fjarskalega feitur, einkum innanklæða.“
Svo ritaði Ólafur Davíðsson, nemi við Lærða skólann í Reykjavík, í dagbók sína föstudaginn 19. maí 1882, skömmu áður en hann sigldi til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn.

Lausavísur eftir hann:
Allir djöflar æri þig.
Allt sem lifir særi þig.
Fárleg örlög flengi þig.
Fjandinn sjálfur hengi þig

Finnst mér lífið fúlt og kalt
fullt er þar af lygi og róg
en brennivínið bætir allt
bara ef það er drukkið nóg.

Glímumaður guð var ei
gat hann ekki Jakob fellt.
Viðureign hans við Maríu mey
menn ei vita, en hún hélt.

Glæsir kátur hvítar bát og færi.
Með voða orgi árvakur
oft hann dorga smálúður.

Greyið Stjarna grautartrog
getur borið þessu sinni.
Bara að hún fái ei flog
og falli á rass á göngu sinni.

Það kemur ekki mál við mig
hvað Munda tólin kitla.
En of oft tekur upp um sig
Indíana litla.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Sigríður Ólafsdóttir Briem 19. maí 1839 - 2. nóvember 1920 Húsfreyja á Hofi í Hörgárdal. Sigríður Ólafsdóttir Briem 19. maí 1839 - 2. nóvember 1920 Húsfreyja á Hofi í Hörgárdal og Davíð Guðmundsson 15. júní 1834 - 27. september 1905 Prestur á Felli í Sléttuhlíð 1860-1873 og Hofi í Hörgárdal 1873-1905. Prófastur í Eyjafjarðarsýslu 1877-1897 og alþingismaður.
Ólafur Davíðsson, þjóðsagnasafnari og náttúrufræðingur, fæddist að Felli í Sléttuhlíð, sonur Davíðs Guðmundssonar, pr. að Hofi í Hörgárdal, og k.h., Sigríðar Ólafsdóttur Briem. Systir Ólafs var Ragnheiður, móðir Davíðs Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi. Sigríður, móðir Ólafs, var systir Valdimars Briem sálmaskálds og vígslubiskups, og Haralds Briem á Búlandsnesi, langafa Davíðs Oddssonar Morgunblaðsritstjóra. Móðir séra Davíðs Guðmundssonar var Ingibjörg, systir Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara.

Almennt samhengi

Ólafur lætur sannarlega margt fjúka, sérstaklega í dagbókinni, enda er hún óumdeilanlega skemmtilegasti hluti bókarinnar. Ég myndi örugglega ekki þola þennan sjálfsánægða MR-uppskafning ef ég kynntist honum í dag, en fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina bærilegri. Sem persóna í eigin 19. aldar skrifum er Ólafur reglulega sjarmerandi, léttúðugur og grimmilega hreinskilinn. Sjálfur vill hann heldur ekki meina að hann sé neitt montinn, heldur fyrst og fremst raunsær: „Jóni fannst ég hafa heldur mikið sjálfsálit. Ég var ekki samþykkur því. Ég sagði, að mér fyndist að sérhver ætti að láta sjálfan sig njóta sannmælis eins og aðra og fara um sig hólsorðum eða álasorðum eftir því, sem við ætti.“

Líf Ólafs í Lærða skólanum er ekki að öllu leyti frábrugðið menntaskólalífi okkar daga: hann spásserar um götur Reykjavíkur með félögum sínum, borðar vínarbrauð, drekkur hálfbjóra og verður svínkaður, skrópar í tíma, les undir próf og spjallar við skólabræður sína um landsins gagn og nauðsynjar, pólitík, trúmál, bókmenntir og kvenfólk. Og tekst á hörkunni að læra að reykja, eins og mörgum fyrr og síðar: „Mér hefur oft orðið dauðillt af tóbaksnautn. Ég hef bliknað og hnigið næstum því í dá, fengið jafnvel nábít og velgju og gubbað, en ég hef ekki látið það á mig fá og haldið áfram, og nú hef ég unnið sigur. Nú kann ég að reykja og taka í nefið.“
Það er ekki laust við að það sé djammað í Lærða skólanum og lýsingar Ólafs á skemmtanalífi piltanna eru afar líflegar og myndu sóma sér vel í raunveruleikasjónvarpsþáttum okkar daga. Stendur þar upp úr löng og nákvæm lýsing á dansleik sem haldinn var í tilefni af afmæli konungs vorið 1882, en þar gerðust „busar og kastringar“ sérstaklega mjög ölvaðir. Einn þeirra meig og gubbaði í rúmið sitt, dröslaði svo félaga sínum blindfullum upp í rúmið „svo að honum yrði kennt um ósóma þann, er hann hafði gjört sjálfur“ og marseraði að því búnu aftur inn í samdrykkjusalinn „á sokkaleistunum og hafði penem útbyrðis“.

Ólafur var góður félagi barnanna Davíðs Stefánssonar, síðar skálds, og barna skólastjórans á Möðruvöllum, Huldu Á. Stefánsdóttur, sem Davíð átti síðar eftir að yrkja til ótal ástarljóð og Valtýs, síðar ritstjóra Morgunblaðsins. Sviplegt fráfall Ólafs, er hann drukknaði í Hörgá 1903, snart börnin djúpt. Um þessa atburði er fjallað í ævisögu Davíðs Stefánssonar, Snert hörpu mína, eftir Friðrik G. Olgeirsson, útg. 2007.

Tengdar einingar

Tengd eining

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk (1.1.1897 - 25.3.1989)

Identifier of related entity

HAH01457

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) Skólastýra Kvsk

er vinur

Ólafur Davíðsson (1862-1903) cand phil Hofi í Hörgárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Jónasson (1863-1887) stúdent frá Eyjólfsstöðum (8.12.1863 - 7.8.1887)

Identifier of related entity

HAH01244

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Sigurður Jónasson (1863-1887) stúdent frá Eyjólfsstöðum

er vinur

Ólafur Davíðsson (1862-1903) cand phil Hofi í Hörgárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gísli Guðmundsson (1859-1884) Bollastöðum (12.1.1859 - 1884)

Identifier of related entity

HAH01243

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Gísli Guðmundsson (1859-1884) Bollastöðum

er vinur

Ólafur Davíðsson (1862-1903) cand phil Hofi í Hörgárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Davíð Guðmundsson (1834-1905) prestur Hofi í Hörgárdal (15.6.1834 - 27.9.1905)

Identifier of related entity

HAH03016

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Davíð Guðmundsson (1834-1905) prestur Hofi í Hörgárdal

er foreldri

Ólafur Davíðsson (1862-1903) cand phil Hofi í Hörgárdal

Dagsetning tengsla

1862 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hannes Davíðsson (1880-1963) Hofi í Hörgárdal (4.11.1880 - 16.4.1963)

Identifier of related entity

HAH03549

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Hannes Davíðsson (1880-1963) Hofi í Hörgárdal

er systkini

Ólafur Davíðsson (1862-1903) cand phil Hofi í Hörgárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Davíðsson (1866-1942) Hraunum í Fljótum (22.1.1866 - 23.9.1942)

Identifier of related entity

HAH03988

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Davíðsson (1866-1942) Hraunum í Fljótum

er systkini

Ólafur Davíðsson (1862-1903) cand phil Hofi í Hörgárdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Eggert Ólafur Gunnlaugsson Briem (1811-1894) Espihóli (15.10.1811 - 11.3.1894)

Identifier of related entity

HAH03079

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Eggert Ólafur Gunnlaugsson Briem (1811-1894) Espihóli

is the cousin of

Ólafur Davíðsson (1862-1903) cand phil Hofi í Hörgárdal

Dagsetning tengsla

1862

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhann Gunnlaugur Briem (1801-1880) Prestur í Árósum (19.4.1801 - 10.3.1880)

Identifier of related entity

HAH05315

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jóhann Gunnlaugur Briem (1801-1880) Prestur í Árósum

is the cousin of

Ólafur Davíðsson (1862-1903) cand phil Hofi í Hörgárdal

Dagsetning tengsla

1862

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01787

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 8.8.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir