Oddur Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Oddur Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Hliðstæð nafnaform

  • Oddur Alfreð Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

23.7.1911 - 26.3.1983

Saga

Staðir

Oddur A. Sigurjónsson er Austur-Húnvetningur að uppruna, fæddur á Grund í Svínadal 23. júlí 1911. Oddur varð snemma áhugamaður um stjórnmál og hefur mikið lagt af mörkum á þeim vettvangi, ætíð eindreginn jafnaðarmaður. Fyrr á árum var hann í framboði til Alþingis í ýmsum kjördæmum, og í bæjarstjórn Neskaupssstaðar sat hann ein þrjú kjörtímabil. Eftir að hann tók við sínu annasama embætti hér syðra, hafa færri stundir gefizt til stjórnmálaafskipta. En áhuginn hefur ekki dvínað. Og marga grein hefur Oddur skrifað til stuðnings málstað sínum. Stjórnmálin hafa verið honum hugsjón og tilbreyting, en alls ekki tæki til valda eða ábata, eins og svo títt er. Til að mynda bauð hann sig jafnan fram í kjördæmum, þar sem flokksfylgi var svo naumt, að vonlaust var að ná kosningu til Alþingis. Í einkalífi hefur Oddur verið lánsamur maður. Á heimili hans hefur jafnan ríkt fjör og lífsgleði, og má ekki síður þakka það frú Magneu, konu hans, og börnum þeirra hjóna, sem eru nú sum horfin að heiman, en önnur enn heima. Þau hjónin hafa ekki aðeins stutt hvort annað og byggt upp heimili sitt með sameigilegu átaki, heldur og engu síður bætt hvort annað upp með ólíkum hæfileikum.
Oddur er þéttur á velli og þéttur í lund, enda hefur hann því aðeins náð sínu marki, að hann hefur ekki haft fyrir sið að láta í minni pokann. Frú Magnea er aftur á móti gædd svo léttri glaðværð, að enginn getur verið öðru vísi en í sólskinsskapi í návist hennar. Bæði eru með afbrigðum skemmtin, gestrisn og hjálpfús. Og þar eð frændgarðurinn er á báða bóga fjölmennur, hefur hús þeirra legið svo sem um þjóðbraut þvera. Þeir, sem hafa leitað þar athvarfs og átt þar gleðistundir, eru fleiri en tölu verður á komið. En þvílík risna kostar sitt. Er ekki of djúpt tekið í árinni að segja, að hvorugt þeirra
hjóna hafi nokkru sinni hlíft sér við erfiði né fyrirhöfn. Enda hefur fjölskyldan lengstum verið fjölmenn, þó nú sé aftur tekið að fækka í húsi þeirra:, börnin eru sex.

Síðast bús. í Vestmannaeyjum.

Réttindi

Nemandi á Akureyri 1930. Hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri, sem var þá ung menntastofnun með glæst fyrirheit, fátækur eins og flestir á þeirri tíð: og lauk þaðan stúdentsprófi 1935, þá tæpra tuttugu og fjögurra ára. Gangfræðaprófi lauk hann 1930 og stúdentsprófi frá Menntaskóla Akureyrar 1935, en það nám hafði hann að miklu leyti stundað utanskóla. Próf í forspjallsvísindum tók hann í Háskóla íslands 1936 og loks kennaraprófi frá Kennaraskólanum 1937.

Starfssvið

Skólastjóri í Neskaupstað 1937 og Kópavogi 1960. Þegar Oddur lét af skólastjórn í Kópavogi 1974, gerðist hann blaðamaður við Alþýðublaðið um fjögurra ára skeið, en þau hjón fluttu síðan heimili sitt til Vestmannaeyja 1978.

Lagaheimild

Á Neskaupstaðarárunum gaf hann út Hamar, fjölritað blað, sem hann skrifaði og vann að öllu leyti. Óvíða mun málstaður Alþýðuflokksins hafa verið sóttur og varinn af meira harðfylgi en á síðum Hamars, enda ritstjórinn ekki þekktur fyrir hálfvelgju, vingulshátt eða vettlingatök, hvorki í ræðu né riti.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Sigurjón bóndi að Rútsstöðum í Svínavatnshreppi, Oddssonar sjómanns í Brautarholti í Reykjavík, Jónssonar, og Ingibjörg Jósefsdóttir bónda á Hamri í Svínavatnshreppi, Jósefssonar.
Oddur A. Sigurjónsson kvæntist eftirlifandi konu sinni, Magnea Sigríður Bergvinsdóttir 26. febrúar 1917 - 1. október 2001 Húsfreyja í Neskaupstað og í Vestmannaeyjum. Var í Líndalshúsi, Svalbarðseyri, Svalbarðssókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. í Vestmannaeyjum., 13. ágúst 1938, dóttur Bergvins Jóhannssonar verkamanns og konu hans Sumarrósar Magnúsdóttur. Magnea er mikil mannkostamanneskja og hefur án efa reynst manni sínum ómetanlegur lífsförunautur. Hún hefur verið eiginkona, móðir og húsmóðir í þeirri bestu merkingu, sem þau orð hafa í huga og hjarta okkar, enda duldist engum, hversu Oddur mat hana mikils. Þau hjón eignuðust sex börn, röskar og dugandi manneskjur, sem bera vitni um hollt og gott uppeldi og þá mannkosti, er þau eiga kyn til.
Börn þeirra eru:
1) Rósa Ingibjörg, stöðvarstjóri Íslandspósts, Kópavogi, f. 10. febr. 1940, sambýlismaður hennar er Sigurður Sigvaldason. Börn hennar og Guðmundar Bjarnasonar eru: Oddur Magni, maki Auður Finnbogadóttir og eiga þau tvo syni og hún son af fyrra sambandi. Hólmar, látinn. Hólmar Ingi, sambýliskona Tina Dalun og á hann tvö börn frá fyrra hjónabandi. Elma Bjarney, maki Þorgils Björgvinsson og eiga þau einn son.
2) Jóhann Bergvin, skipstjóri í Vestmannaeyjum, f. 22. apríl 1943, maki María Friðriksdóttir. Börn þeirra: Lúðvík fv alþingismaður. Magnea, maki Daníel Lee Davis og eiga þau tvö börn. Haraldur, maki Hrefna Óskarsdóttir og eiga þau tvo syni.
3) Guðmundur Magnús, skólastjóri í Kópavogi, f. 22. apríl 1943, maki Sóley Stefánsdóttir. Börn þeirra eru: Stefanía, maki Þorsteinn Geirsson og eiga þau tvær dætur. Sigrún, maki Jóhann Jóhannsson og eiga þau tvö börn. Sunna, sambýlismaður Ívar Sigurjónsson.
4) Hrafn Óskar, stýrimaður í Vestmannaeyjum, sambýliskona Friðrikka Svavarsdóttir. Barn þeirra er Lind. Börn Friðrikku frá fyrra hjónabandi og fóstursynir Hrafns, Björgúlfur Stefánsson. Hlynur Stefánsson, maki Unnur Sigmarsdóttir og eiga þau þrjú börn.
5) Svanbjörg, kennari í Vestmannaeyjum, f. 5.okt. 1951, maki Sævaldur Elíasson. Börn þeirra eru Hörður, sambýliskona Hulda Birgisdóttir. Hildur. Hrafn, sambýliskona Helga Björg Garðarsdóttir.
6) Lea, hjúkrunarforstjóri í Vestmannaeyjum, f. 27. sept. 1955. Barn hennar og Inga Rúnars Eðvaldssonar er Sigurlaug Birna Leudóttir

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðrún Jóhannsdóttir (1898-1966) Rútsstöðum (23.7.1898 - 12.5.1966)

Identifier of related entity

HAH04348

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurjón Oddsson (1891-1989) Rútsstöðum (7.6.1891 - 10.9.1989)

Identifier of related entity

HAH01965

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurjón Oddsson (1891-1989) Rútsstöðum

er foreldri

Oddur Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Dagsetning tengsla

1911 - 1983-03-26

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Jósefsdóttir (1882-1955) Grund og Einarsnesi (31.12.1882 - 10.10.1955)

Identifier of related entity

HAH04892

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingibjörg Jósefsdóttir (1882-1955) Grund og Einarsnesi

er foreldri

Oddur Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Steinunn Sigurjónsdóttir (1929-1973) Rútsstöðum (5.1.1929 - 12.12.1973.)

Identifier of related entity

HAH08011

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Steinunn Sigurjónsdóttir (1929-1973) Rútsstöðum

er systkini

Oddur Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Dagsetning tengsla

1929

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir (1917-2010) frá Rútsstöðum (27.9.1917 - 8.5.2010)

Identifier of related entity

HAH01928

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir (1917-2010) frá Rútsstöðum

er systkini

Oddur Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Dagsetning tengsla

1917 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi (2.10.1912 - 13.10.1991)

Identifier of related entity

HAH02134

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi

er systkini

Oddur Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Dagsetning tengsla

1911 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Haukur Sigurjónsson (1926-2013) Þrúðvangi Hvammstanga og Hótelstj Blönduósi (22.10.1926 - 2.8.2013)

Identifier of related entity

HAH01394

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Haukur Sigurjónsson (1926-2013) Þrúðvangi Hvammstanga og Hótelstj Blönduósi

er systkini

Oddur Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ástríður Sigurjónsdóttir (1925-1996) Ljótshólum (22.1.1925 - 1.2.1996)

Identifier of related entity

HAH01098

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ástríður Sigurjónsdóttir (1925-1996) Ljótshólum

er systkini

Oddur Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Árni Sigurjónsson (1937) Rútsstöðum (17.12.1937 -)

Identifier of related entity

HAH08941

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Árni Sigurjónsson (1937) Rútsstöðum

er systkini

Oddur Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Sigurjónsson (1933) Rútsstöðum (24.2.1933 -)

Identifier of related entity

HAH04104

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Sigurjónsson (1933) Rútsstöðum

er systkini

Oddur Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólafur Sigurjónsson (1920-2014) Tungu (26.6.1920 - 11.12.2014)

Identifier of related entity

HAH02320

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ólafur Sigurjónsson (1920-2014) Tungu

er systkini

Oddur Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Sigurjónsdóttir (1922-2021) Syðri-Grund (16.7.1922 - 6.5.2021)

Identifier of related entity

HAH04452

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Sigurjónsdóttir (1922-2021) Syðri-Grund

er systkini

Oddur Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorsteinn Sigurjónsson (1919-1971) Rútsstöðum (22.6.1919 - 22.8.1971)

Identifier of related entity

HAH06052

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Þorsteinn Sigurjónsson (1919-1971) Rútsstöðum

er systkini

Oddur Sigurjónsson (1911-1983) frá Rútsstöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01779

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 15.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir