Möðruvallakirkja í Eyjafirði

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Möðruvallakirkja í Eyjafirði

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1847 -

Saga

Möðruvallakirkja er timburhús, 11,70 m að lengd og 5,41 m á breidd. Þakið er krossreist og klætt bárujárni og á suðurhlið þess er kvistgluggi með fjórum rúðum. Upp af framstafni er lágur ferstrendur stallur skreyttur renndum pílárum og á honum randskorinn trékross. Kirkjan er klædd slagþili og stendur á steinsteyptum sökkli og er stöguð niður á suðurhlið á þremur stöðum. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með tveimur sexrúðu römmum hver. Tveir gluggar með fjögurra rúðu römmum eru á kórbaki og einn með sexrúðu ramma uppi á stafninum. Á framstafni er gluggi með fjögurra rúðu ramma. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og þvergluggi að ofan. Yfir dyrum er brík studd kröppum og bikar sem tvö blöð sveigjast út frá. Gengt kirkjunni er fornt klukknaport.

Inn af kirkjudyrum er gangur að kór sem skilinn er frá framkirkju með þili með renndum pílárum og bogarimum efst. Þverbekkir eru hvorum megin gangs og hefðarbekkir innst með renndum pílárum í baki og stoðum og boga yfir dyrum. Prédikunarstóll er framan kórskila sunnan megin og dyrastafir í kórþili við inngöngu í stólinn. Veggbekkir eru umhverfis í kór að altari. Setuloft á bitum er yfir fremsta hluta framkirkju og stigi við framgaflinn sunnan megin. Girt er fyrir loftið með renndum pílárum, og rimlaverki og það skreytt súlum og bjór. Veggir eru klæddir stölluðum standþiljum; breiðum undir- og yfirborðum sem felld eru saman. Þverbitar eru yfir kirkjuna en skammbitar efst á milli sperra en loftið er opið upp undir mæni og klætt skarsúð ofan á sperrur.

Staðir

Réttindi

Hönnuður: Talinn vera Flóvent Sigurðsson forsmiður.

Starfssvið

Lagaheimild

Á Möðruvöllum er talið að kirkja hafi verið byggð fljótt eftir kristnitöku og var hún helguð heilögum Marteini. Kirkjan sem nú stendur var að mestu byggð 1847 og vígð 1848. Kirkjan er úr timbri en turn var settur á hana síðar. Hún fauk af grunni 1972 og hófust þá fljótlega viðgerðir sem lauk 1988 er kirkjan var endurvígð. Enn stendur við kirkjuna klukknaport frá 1781 og er það friðlýst. Djásn kirkjunnar er altarisbrík úr alabastri frá Nottingham í Englandi, sem Margrét Vigfúsdóttir kirkjuhaldari gaf 1484. Kirkjugarðurinn var sléttaður 1992 og steinveggur um hann endurhlaðinn. Kirkjan er bændakirkja.

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Möðruvellir í Eyjafirði ((1950))

Identifier of related entity

HAH00383

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Möðruvellir í Eyjafirði

is the associate of

Möðruvallakirkja í Eyjafirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00856

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 6.5.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir