Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Möðruvallakirkja í Eyjafirði
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1847 -
History
Möðruvallakirkja er timburhús, 11,70 m að lengd og 5,41 m á breidd. Þakið er krossreist og klætt bárujárni og á suðurhlið þess er kvistgluggi með fjórum rúðum. Upp af framstafni er lágur ferstrendur stallur skreyttur renndum pílárum og á honum randskorinn trékross. Kirkjan er klædd slagþili og stendur á steinsteyptum sökkli og er stöguð niður á suðurhlið á þremur stöðum. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með tveimur sexrúðu römmum hver. Tveir gluggar með fjögurra rúðu römmum eru á kórbaki og einn með sexrúðu ramma uppi á stafninum. Á framstafni er gluggi með fjögurra rúðu ramma. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og þvergluggi að ofan. Yfir dyrum er brík studd kröppum og bikar sem tvö blöð sveigjast út frá. Gengt kirkjunni er fornt klukknaport.
Inn af kirkjudyrum er gangur að kór sem skilinn er frá framkirkju með þili með renndum pílárum og bogarimum efst. Þverbekkir eru hvorum megin gangs og hefðarbekkir innst með renndum pílárum í baki og stoðum og boga yfir dyrum. Prédikunarstóll er framan kórskila sunnan megin og dyrastafir í kórþili við inngöngu í stólinn. Veggbekkir eru umhverfis í kór að altari. Setuloft á bitum er yfir fremsta hluta framkirkju og stigi við framgaflinn sunnan megin. Girt er fyrir loftið með renndum pílárum, og rimlaverki og það skreytt súlum og bjór. Veggir eru klæddir stölluðum standþiljum; breiðum undir- og yfirborðum sem felld eru saman. Þverbitar eru yfir kirkjuna en skammbitar efst á milli sperra en loftið er opið upp undir mæni og klætt skarsúð ofan á sperrur.
Places
Legal status
Hönnuður: Talinn vera Flóvent Sigurðsson forsmiður.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Á Möðruvöllum er talið að kirkja hafi verið byggð fljótt eftir kristnitöku og var hún helguð heilögum Marteini. Kirkjan sem nú stendur var að mestu byggð 1847 og vígð 1848. Kirkjan er úr timbri en turn var settur á hana síðar. Hún fauk af grunni 1972 og hófust þá fljótlega viðgerðir sem lauk 1988 er kirkjan var endurvígð. Enn stendur við kirkjuna klukknaport frá 1781 og er það friðlýst. Djásn kirkjunnar er altarisbrík úr alabastri frá Nottingham í Englandi, sem Margrét Vigfúsdóttir kirkjuhaldari gaf 1484. Kirkjugarðurinn var sléttaður 1992 og steinveggur um hann endurhlaðinn. Kirkjan er bændakirkja.
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 6.5.2020
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul
http://www.minjastofnun.is/hus-og-mannvirki/fridlyst-hus-og-mannvirki/nordurlandeystra/nr/623
Hjörleifur Stefánsson. Kirkjur Íslands 10. Möðruvallakirkja í Eyjafirði, 247-265. Reykjavík 2007.
https://www.esveit.is/is/mannlif/menning-og-listir/kirkjurnar?fbclid=IwAR0Gsik-4AJefPReN_8zG-ojBYDFEYf8TmtuX7PuNQOWN4Hte3g-_5GXmI0