Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Möðrudalur á Fjöllum
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(900)
Saga
Möðrudalur á Fjöllum er bær á Möðrudalsöræfum á Norðurlandi eystra. Jörðin er ein sú landmesta á Íslandi og sú sem stendur hæst (469 metra yfir sjávarmáli). Bærinn stóð við Hringveginn þar til Háreksstaðaleið var tekin í notkun.
Ferjufjall (547m) er vestan Jökulsár á Fjöllum, nokkru sunnar en Möðrudalur. Þar var fyrrum ferjustaður fyrir þá, sem fóru um Ódáðahraunsveg. Þaðan eru 55-60 km að Suðurárbotnum og 70 km að Skjálfandafljóti. Forn vörðubrot benda til mannaferða. Líklega fór Sámur á Leikskálum (Hrafnkelssaga) þessa leið.
Austan Möðrudals liggja vegir inn á Brúaröræfi og til Kverkfjalla.
Vegalengdin frá Reykjavík er 522 km um Hvalfjarðargöng.
Á Möðrudal hefur verið rekin veðurathugunarstöð um árabil, en þar og á Grímsstöðum á Fjöllum mældist mesti kuldi sem mælst hefur á Íslandi, -38°C, þann 21. janúar 1918.
Staðir
Réttindi
Búskapur á jörðinni á sér jafnlanga sögu og íslensk byggðasaga, en fyrir um 10 árum síðan fundu fornleifafræðingar gröf á jörðinni frá árinu 964. Það bendir til þess að búskapur hafi hafist ennþá fyrr á Möðrudal en áður var talið.
Bærinn hefur verið hluti af ferðaleiðum fólks á milli landshorna og skipað mikilvægan sess í samgöngukerfi landans í gegnum aldirnar. Ferðalangar áðu gjarnan á Möðrudal, enda einn af fáum áningastöðum í boði á þessum slóðum lengi vel. Búskapurinn hefur tekið talsverðum breytingum með árunum, sér í lagi í seinni tíð. Sú ætt sem nú býr á staðnum tók við búskap árið 1874 og hefur því búið á staðnum í tæp 150 ár. Núverandi ábúendur eru Elísabet Svava Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Vernharðsson. Vilhjálmur er ættaður frá Möðrudal en Elísabet Svava á ættir sínar að rekja til Grundarfjarðar þar sem hún er uppalin.
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Fjallakaffi sem er kaffihús og veitingastaður var stofnað af Eðvaldi Jóhannssyni og Vilborgu Vilhjálmsdóttur árið 1976. Þeirra arftakar hafa verið nokkrir í gegnum tíðina. Um það leiti er færa átti þjóðveginn (2001) frá Möðrudal tekur Vilhjálmur (oftast nefndur Villi) við rekstrinum af Ástu Sigurðardóttur og er óhætt að segja að þar hafi hann tekið við góðu búi þar sem Ásta og hennar fyrirennarar höfðu skapað Fjallakaffi gott orðspor síðustu áratugi.
Árið 2003 var farið að huga að því að byggja nýtt Fjallakaffi og kom ekkert annað til greina en burstabær með sama lagi og gistiaðstaðan í baðstofunum.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Hluti
Skráningardagsetning
GPJ skráning 5.5.2020
Tungumál
- íslenska