Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Marteinn Ágúst Sigurðsson (1922-1999) Gilá
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
17.10.1923 - 27.5.1999
Saga
Marteinn fæddist í Reykjavík 17. október 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 27. maí síðastliðinn. Með bústörfum stundaði Marteinn byggingavinnu og öðlaðist síðar réttindi í húsasmíði. Hann var byggingareftirlitsmaður í Austur-Húnavatnssýslu um árabil og leiðsögumaður veiðimanna í Vatnsdalsá.
Útför Marteins fer fram frá Búrfellskirkju í Grímsnesi í dag og hefst athöfnin klukkan 11.
Staðir
Reykjavík: Búrfell í Grímsnesi: Gilá í Vatnsdal:
Réttindi
Nám í Iðnskóla Reykjavíkur í húsgagnasmíði og lauk námi árið 1948.
Starfssvið
Með bústörfum stundaði Marteinn byggingavinnu og öðlaðist síðar réttindi í húsasmíði. Hann var byggingareftirlitsmaður í Austur-Húnavatnssýslu um árabil og leiðsögumaður veiðimanna í Vatnsdalsá. Marteinn réðst til starfa að Húnavöllum árið 1974 sem kennari og húsvörður og starfaði þar allt til ársins 1989.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar Marteins voru hjónin Sigurður Þorsteinsson kaupmaður, f. 5.9.1888 í Hafnarfirði, d. 2.11.1966, og Sveinbjörg Halldóra Sumarlilja Marteinsdóttir, f. 12.5. 1894 í Traðarkoti í Reykjavík, d. 15.7.1963.
Systkin Marteins voru: Ólafur Þ., f. 27.2.1921, d. 2.5.1987; Jarl, f. 27.4.1922; Sigurður, f. 7.12.1924; María, f. 24.11.1926; Lilja Árna, f. 15.8.1928; Þorsteinn, f. 26.3.1931.
Hálfsystkin Marteins, samfeðra: Hilmar Haukur, f. 15.1.1937, d. 23.11.1972; Gylfi f. 4.11.1942; Kristín Guðrún, f. 26.1.1949.
Marteinn fór barn að aldri að Búrfelli í Grímsnesi til hjónanna Páls Diðrikssonar og Laufeyjar Böðvarsdóttur og ólst þar upp fram á unglingsárin er hann hélt til náms í Iðnskóla Reykjavíkur í húsgagnasmíði og lauk námi árið 1948.
Marteinn kvæntist 19. desember 1954 Þuríði Indriðadóttur frá Gilá í Vatnsdal, f. 8.6.1925, d. 25.8.1993, dóttir hjónanna Indriða Guðmundssonar, bónda og oddvita, og Kristínar Gísladóttur.
Börn Marteins og Þuríðar eru:
1) Páll, f. 23.8.1954, börn: a) Kristrún Huld, f. 1978, b) Björgvin Huldar, f. 1979; c) Marteinn Svanur, f. 1985;
2) Kristín Indíana, f. 24.6.1956, maður hennar er Hannes Sigurgeirsson, börn: a) Þuríður, f. 1982, b) Indriði, f. 1984;
3) Jakob Daði, f. 21.10.1958;
4) Laufey, f. 28.1.1960, d. 22.10.1995, sonur hennar er Auðun Ágúst, f.1990;
5) Einar, f. 20.10.1966, sambýliskona hans er Pálína Sif Gunnarsdóttir; 6) Þór, f. 5.11.1967, kona hans er Valgerður Laufey Einarsdóttir, börn: a) Einar Jakob, f. 1994, b) Kolbrún Laufey, f. 1995, c) stúlkubarn, f. 1998. Sonur Þuríðar, Baldur Fjölnisson, f. 8.3.1951.
Marteinn og Þuríður hófu búskap 1953 að Hátröð 7 í Kópavogi, byggðu síðar hús við Digranesveg og bjuggu þar til ársins 1957 er þau fluttu á föðurarfleifð Þuríðar að Gilá í Vatnsdal.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 7.7.2017
Tungumál
- íslenska