Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Líba Einarsdóttir (1912-1962) frá Miðdal
Hliðstæð nafnaform
- Karólína Sigríður Líba Einarsdóttir (1912-1962) frá Miðdal
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
25.5.1912 - 25.12.1962
Saga
Karólína Sigríður Líba Einarsdóttir 25. maí 1912 - 25. des. 1962. Frá Miðdal. Námsmey í Laugarvatnsskóla, Miðdalssókn, Árn. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Líba þýðir; litla barnið og gekk hun undir því nafni alla ævi.Líba var mikil hestamanneskja og sem knapi, þá mjög ung, tók þátt í kappreiðum á hestum sem hún átti.
Skotti hestur hennar; rauður blesóttur með hvíta sokka og tagl. [Lesbók Mbl 23. des 1964.]
Líba ólst upp í Miðdal á mannmörgu sveitaheimili í hópi margra systkina. Strax á æsku dögum hófst dálæti hennar á hestum og voru þeir æ síðan kærir vinir hennar. Átti hún jafnan góðhesta þó búsett væri í borg og margar voru ánægjustundir hennar í félagsskap þeirra og fór hún jafnvel langferðir landshluta milli ein með þeim.
Staðir
Réttindi
Líba stundaði nám, tvo vetur, í héraðsskólanum á Laugavatni, og kom þá þeiíar í Ijós, hver afburða námsmaður hún var. Um skeið var hún við málanám í Þýzkalandi.
Skömmu eftir að Líba giftist hóf hún nám að nýju. las undir stúdentspróf, settist síðan í norrænudeild Háskóla fslands og lauk þaðan prófi, tyrst íslenzkra kvenna árið 1950.
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Einar Helgi Guðmundsson 23. júní 1870 - 10. júní 1940. Bóndi í Miðdal, Mosfellssveit. Húsbóndi í Reykjavík 1910 og 1930 og kona hans; Valgerður Margrét Jónsdóttir 8. des. 1875 - 19. mars 1937. Húsfreyja í Miðdal, Mosfellssveit. Húsfreyja í Reykjavík 1910 og 1930.
Systkini Líbu;
1) Guðmundur Einarsson 5. ágúst 1895 - 23. maí 1963. Var í Reykjavík 1910. Myndhöggvari í Listvinahúsinu, Reykjavík 1930. Listmálari og myndhöggvari í Reykjavík 1945. Nefndur Guðmundur Miðdal Einarsson við skírn.
Maki 1; Soffía Kristinsdóttir, sonur þeirra; Erró (Guðmundur Guðmundsson 19. júlí 1932. Erró. Maki nr.2 var Mary Knopka-Neumann. Sambýliskona er Vilai Permchit.)
Maki 2; Lydía Pálsdóttir, f. 7.1. 1911 í München, d. 6.1. 2000. Foreldrar hennar voru Theresia Zeitner og dr. Paul Sternberg efnafræðingur í München. Sonur þeirra ma Ari Trausti, jarðvísindamaður og þingmaður.
2) Sigurjón Júlíus Einarsson
3) Tryggvi Einarsson 28. sept. 1901 - 14. sept. 1985. Var í Reykjavík 1910. Bóndi í Miðdal. Síðast bús. í Mosfellsbæ. Kjörbarn: Halldór Tryggvason f. 10.12.1933. [
Sjá æviminningar hans á bls 31 um Líbu]
4) Steinþóra Guðrún Einarsdóttir 1905
5) Haukur Einarsson 1909
6) Einarsdóttir 28.8.1910
7) Sveinn Reynir Einarsson 1916
8) Inga Valfríður Einarsdóttir 1918
Maður hennar 2.10.1935; Guðmundur Gíslason 25. feb. 1907 - 22. feb. 1969. Læknir, síðast bús. í Reykjavík.
Þau eignuðust 3 börn;
1) Aðalbjörg Edda Guðmundsdóttir 1.4.1936.
2) Hlédís Guðmundsdóttir 21. nóv. 1941.
3) Hallur Guðmundsson 10. maí 1947 - 20. apríl 1965.
Almennt samhengi
Allmörg undanfarin ár vann hún að söfnun orða í íslenzku máli varðandi hesta og hestamennsku. Þekking hennar á hestum og ást hennar og aðdáun á þeim gerði henni þetta verk kærkomið og auðvelt, og miðaði henni vel meðan heilsan leyfði. Fór hún langferðir á fákum sínum meðan hún megnaði áð vinna að þessu verkefni.
Er nú „opið og ófyllt" skarð hennar í hópi þeirra, sem vilja verja ævi sinni til að vernda og varðveita „ástkæra ylhýra málið".
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Líba Einarsdóttir (1912-1962) frá Miðdal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 9.3.2020
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Tíminn, 2. Tölublað (04.01.1963), Blaðsíða 6. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1053487
https://is.wikipedia.org/wiki/Gu%C3%B0mundur_fr%C3%A1_Mi%C3%B0dal