Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Líba Einarsdóttir (1912-1962) frá Miðdal
Parallel form(s) of name
- Karólína Sigríður Líba Einarsdóttir (1912-1962) frá Miðdal
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
25.5.1912 - 25.12.1962
History
Karólína Sigríður Líba Einarsdóttir 25. maí 1912 - 25. des. 1962. Frá Miðdal. Námsmey í Laugarvatnsskóla, Miðdalssókn, Árn. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Líba þýðir; litla barnið og gekk hun undir því nafni alla ævi.Líba var mikil hestamanneskja og sem knapi, þá mjög ung, tók þátt í kappreiðum á hestum sem hún átti.
Skotti hestur hennar; rauður blesóttur með hvíta sokka og tagl. [Lesbók Mbl 23. des 1964.]
Líba ólst upp í Miðdal á mannmörgu sveitaheimili í hópi margra systkina. Strax á æsku dögum hófst dálæti hennar á hestum og voru þeir æ síðan kærir vinir hennar. Átti hún jafnan góðhesta þó búsett væri í borg og margar voru ánægjustundir hennar í félagsskap þeirra og fór hún jafnvel langferðir landshluta milli ein með þeim.
Places
Legal status
Líba stundaði nám, tvo vetur, í héraðsskólanum á Laugavatni, og kom þá þeiíar í Ijós, hver afburða námsmaður hún var. Um skeið var hún við málanám í Þýzkalandi.
Skömmu eftir að Líba giftist hóf hún nám að nýju. las undir stúdentspróf, settist síðan í norrænudeild Háskóla fslands og lauk þaðan prófi, tyrst íslenzkra kvenna árið 1950.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar; Einar Helgi Guðmundsson 23. júní 1870 - 10. júní 1940. Bóndi í Miðdal, Mosfellssveit. Húsbóndi í Reykjavík 1910 og 1930 og kona hans; Valgerður Margrét Jónsdóttir 8. des. 1875 - 19. mars 1937. Húsfreyja í Miðdal, Mosfellssveit. Húsfreyja í Reykjavík 1910 og 1930.
Systkini Líbu;
1) Guðmundur Einarsson 5. ágúst 1895 - 23. maí 1963. Var í Reykjavík 1910. Myndhöggvari í Listvinahúsinu, Reykjavík 1930. Listmálari og myndhöggvari í Reykjavík 1945. Nefndur Guðmundur Miðdal Einarsson við skírn.
Maki 1; Soffía Kristinsdóttir, sonur þeirra; Erró (Guðmundur Guðmundsson 19. júlí 1932. Erró. Maki nr.2 var Mary Knopka-Neumann. Sambýliskona er Vilai Permchit.)
Maki 2; Lydía Pálsdóttir, f. 7.1. 1911 í München, d. 6.1. 2000. Foreldrar hennar voru Theresia Zeitner og dr. Paul Sternberg efnafræðingur í München. Sonur þeirra ma Ari Trausti, jarðvísindamaður og þingmaður.
2) Sigurjón Júlíus Einarsson
3) Tryggvi Einarsson 28. sept. 1901 - 14. sept. 1985. Var í Reykjavík 1910. Bóndi í Miðdal. Síðast bús. í Mosfellsbæ. Kjörbarn: Halldór Tryggvason f. 10.12.1933. [
Sjá æviminningar hans á bls 31 um Líbu]
4) Steinþóra Guðrún Einarsdóttir 1905
5) Haukur Einarsson 1909
6) Einarsdóttir 28.8.1910
7) Sveinn Reynir Einarsson 1916
8) Inga Valfríður Einarsdóttir 1918
Maður hennar 2.10.1935; Guðmundur Gíslason 25. feb. 1907 - 22. feb. 1969. Læknir, síðast bús. í Reykjavík.
Þau eignuðust 3 börn;
1) Aðalbjörg Edda Guðmundsdóttir 1.4.1936.
2) Hlédís Guðmundsdóttir 21. nóv. 1941.
3) Hallur Guðmundsson 10. maí 1947 - 20. apríl 1965.
General context
Allmörg undanfarin ár vann hún að söfnun orða í íslenzku máli varðandi hesta og hestamennsku. Þekking hennar á hestum og ást hennar og aðdáun á þeim gerði henni þetta verk kærkomið og auðvelt, og miðaði henni vel meðan heilsan leyfði. Fór hún langferðir á fákum sínum meðan hún megnaði áð vinna að þessu verkefni.
Er nú „opið og ófyllt" skarð hennar í hópi þeirra, sem vilja verja ævi sinni til að vernda og varðveita „ástkæra ylhýra málið".
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Líba Einarsdóttir (1912-1962) frá Miðdal
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 9.3.2020
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
Tíminn, 2. Tölublað (04.01.1963), Blaðsíða 6. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1053487
https://is.wikipedia.org/wiki/Gu%C3%B0mundur_fr%C3%A1_Mi%C3%B0dal