Laufás Grýtubakkahreppi í Eyjafirði

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Laufás Grýtubakkahreppi í Eyjafirði

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

um1860

Saga

Laufás kemur við sögu skömmu eftir að Ísland byggðist og þar hefur staðið kirkja frá fyrstu kristni. Í katólskum sið var hún helguð Pétri postula. Prestssetur hefur verið í Laufási frá fyrstu kristni og er enn. Síðasti presturinn sem bjó í gamla bænum, séra Þorvaður Þormar, flutti árið 1936 í nýtt prestssetur og þar bjuggu Laufássprestar fram til ársins 2000.
Sú kirkja sem nú stendur í Laufási var byggð 1865. Meðal merkra gripa í eigu kirkjunnar er predikunarstóll sem ber ártalið 1698. Við austurgafl kirkjunnar stendur eitt elsta reynitré landsins frá 1855.

Torfbærinn í Laufási er gott dæmi um húsakynni á auðugu prestssetri á síðari hluta 19. aldar, en hann á sér óslitna byggingasögu allt aftur á miðaldir. Munirnir sem eru í bænum nú eru flestir frá nágrannabæjunum en nokkrir eru þó frá Laufási. Minjasafnið á Akureyri sér um starfsemina í bænum.

Búsetu í Laufási má rekja allt aftur til heiðni en í elsta hluta gamla bæjarins sem nú stendur er talið að séu viðir allt frá 16. og 17. öld. Bærinn var endurbyggður af mikilli reisn í tíð séra Björns Halldórssonar sem sat staðinn árin 1853-1882. Laufásbærinn er stílhreinn burstabær, dæmigerður fyrir íslenska bæjagerð þess tíma, en þó allmiklu stærri. Algengt var að tuttugu til þrjátíu manns væru til heimilis í Laufási, því margt vinnufólk þurfti til að nytja þessa gróðursælu kostajörð en henni fylgdu mikil hlunnindi.

Laufásbærinn er í dag búinn húsmunum og áhöldum líkast því sem tíðkaðist í kringum aldamótin 1900.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Torfbærinn eða öllu heldur torfklæddu timburhúsin í Laufási eiga sér óslitna byggingasögu allt aftur á miðaldir. Bæjarhús hafa verið endurbyggð með reglulegu millibili eftir því sem ástæða hefur þótt til. Í núverandi mynd varð bærinn að mestu til við endurnýjun á tímum sr. Björns Halldórssonar sem var prestur og prófastur í Laufási á árunum 1853-1882.

Líklegt má telja að þeir sr. Björn Halldórsson prófastur, Tryggvi Gunnarsson smiður, síðar bankastjóri og Jóhann Bessason smiður frá Skarði hafi í sameiningu lagt á ráðin um útlit framhúsanna. Tryggvi var sonur sr. Gunnars Gunnarssonar, forvera sr. Björns í embætti og lærimeistari smiðsins. Jóhann Bessason var aðalsmiður flestra bæjarhúsa í Laufási að frátöldu brúðarhúsi og búri. Hið veglega baðstofuhús smíðaði hann árið 1867 en framhúsin og smiðjuna 1877. Hann var afkastamikill smiður og reisti einnig fjölmörg hús víða um héraðið. Flest húsin í Laufásbæ eru með bindingsverksgrind en í hluta bæjarganga getur að líta stafverk og í brúðarhúsi er blending þessara tveggja smíðaaðferða að finna.

LaufásSyðsti stafninn er byggður nokkru síðar en hinir og er með öðru lagi. Aðrir framstafnar Laufásbæjar eru jafnháir og er glugga og dyraskipan sambærileg frá húsi til húss. Skiptast þar á stafnar með dyrum annars vegar en gluggum hins vegar. Framþilin voru upphaflega rauðmáluð en hafa verið ljósmáluð frá því á fyrri hluta 20. aldar. Nýtt prestssetur var reist árið 1936 og lauk þá búsetu í gamla
bænum í Laufási. Hann varð hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands árið 1948 og hefur safnið staðið reglulega fyrir viðamiklum viðgerðum á honum. Byggingarlýsingu Guðmundar L. Hafsteinssonar er að finna hér.

Laufás innaníMununum sem nú eru í bænum var safnað til hans snemma á sjöunda áratugnum og eru margir þeirra komnir frá nágrannabæjunum auk nokkurra frá staðnum sjálfum. Höfðu systurnar Sigrún og Sigurbjörg Guðmundsdætur frumkvæði að þeirri söfnun.
Minjasafnið á Akureyri sér um sýningar og daglegan rekstur í Laufásbæ.
Laufáskirkja var byggð árið 1865 af Tryggva Gunnarssyni og Jóhanni Bessasyni. Hún er undir áhrifum frá klassískum byggingarstíl, ekki síst Frúarkirkju í Kaupmannahöfn (vígð 1829), og er hún, eins og bærinn, vitnisburður um stórhug staðarhaldara á sínum tíma. Kirkjan er búin mörgum góðum gripum, m.a. predikunarstól frá árinu 1698 eftir Illuga Jónsson.

Tengdar einingar

Tengd eining

Laufáskirkja Grýtubakkahrepp Þing (1865 -)

Identifier of related entity

HAH00857

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Laufáskirkja Grýtubakkahrepp Þing

is the associate of

Laufás Grýtubakkahreppi í Eyjafirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Fnjóská í Fnjóskárdal ((874) -)

Identifier of related entity

HAH00864

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Fnjóská í Fnjóskárdal

is the associate of

Laufás Grýtubakkahreppi í Eyjafirði

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Sigurðardóttir (1889-1973) Skútustöðum (16.6.1889 - 10.11.1973)

Identifier of related entity

HAH09196

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Kristín Sigurðardóttir (1889-1973) Skútustöðum

controls

Laufás Grýtubakkahreppi í Eyjafirði

Dagsetning tengsla

1924 - 1925

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00843

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 5.5.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir