Lækjarhlíð í Svartárdal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Lækjarhlíð í Svartárdal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1979-

Saga

Áður en girt var utanum safnið í Lækjarhlíð 1979 var féð passað af nokkrum mönnum. Sáu Lýtingar aðallega um það. Voru það fremur erilsöm og illa þökkuð skil. Allir þeir sem í göngum höfðu verið voru skyldugir að hjálpa til við yfirreksturinn. Var oftast farið að reka féð úr hlíðinni um klukkan sex að kvöldi. Á þeim tíma sem féð var flest tók yfirreksturinn langan tíma.

Sama haustið og slysið varð við Stafnsrétt 1976 var sett upp færanleg brú á hjólum. Síðan hún kom er yfirrekstur fjárins allur annar og auðveldari. Þegar safnið var komið í nátthagann var það á ábyrgð vökumanns þar til dráttur hófst að morgni.

Var svo lengi mælt fyrir í fjallskilaseðlum að dráttur skyldi hefjast er markljóst var orðið. Hinn fyrri Stafnsréttardagur er nú að kvöldi kominn. Við höfum séð safnið steypast ofanaf dalbrúninni við Fossa, séð alla fjárbreiðuna í Lækjarhlíðinni og fylgst með stóðdrætti. Allt stórkostlegt sjónarspil.

Staðir

Stafnsrétt;

Réttindi

Á fjárleysisárunum, 1947–‘48, fjölgaði hrossum mikið í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu. Stórar hjarðir hrossa gengu þá á Eyvindarstaðaheiði enda lít ið farið að huga að gróð ur vernd á þessum tíma áð ur en afréttargirðingar komu en þær komu seinna á Eyvindarstaðaheiði en víðast annars staðar eða ekki fyrr en eftir 1970. Meðan búpeningur komst óhindraður úr afrétt var óhemju ágangur á dalajörðum. Var erfitt við það að búa. Oft var stóðið fyrirhafnarsamt í göngum. Lentu gangnamenn einatt í hörðum eltingarleik sem stundum lauk með ósigri en þó oftar með fullum sigri. Stóðið af Vesturheiðinni var tekið saman við norðurenda Stóruflár, nokkru áður en komið var niður hjá Fossum. Völdust jafnan til þess vel ríðandi og duglegir gangnamenn. Það var einhvern tímann fært til frásagnar um einn slíkan rekstrarmann að hann hefði komið á þurrum hesti ofaní Stafnsrétt. Ef vel gekk var stóðið komið niður í rétt að aflíðandi hádegi. Var það stórkostleg sjón að sjá mörg hundruð hross koma norður yfir Svartá á réttareyrina. Menn tóku óspart gæðinga sína til kostanna.

Það herti mjög á stóðdrættinum að ljúka þurfti yfirrekstri fjársafnsins úr Lækjarhlíð norður yfir Svartá og í nátthaga fyrir myrkur.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Haustið bíður allra oss,
úti er blíða og friður.
Safnið líður líkt og foss
Lækjarhlíðar niður.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stafn í Svartárdal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00172

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stafnsrétt í Svartárdal (1813)

Identifier of related entity

HAH00173

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Stafnsvötn á Hofsafrétti ((1950))

Identifier of related entity

HAH00461

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Svartá - Svartárdalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00493

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00376

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 24.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Stafnsrétt í Svartárdal – Húnavaka, 49. árgangur 2009 (01.05.2009), Bls. 41-51. https://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=001166937

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir