Kristján Stefán Sigurðsson (1924-1997) Læknir Blönduósi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Kristján Stefán Sigurðsson (1924-1997) Læknir Blönduósi

Hliðstæð nafnaform

  • Kristján Stefán Sigurðsson læknir

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

14.11.1924 - 9.11.1997

Saga

Kristján Stefán Sigurðsson fæddist í Hælavík á Hornströndum 14. nóvember 1924. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 9. nóvember 1997.
Útför Kristjáns fór fram frá Hallgrímskirkju 14.11.1997 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Hælavík á Hornströndum: Ísafjörður: Reykjavík: Hvammstangi 1956: Blönduós 1956-1958: Svíþjóð: Patreksfjörður 1961-1966: Keflavík:

Réttindi

Kristján lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar. Hann las svo samfara vinnu utanskóla við máladeild Menntaskólans í Reykjavík og varð stúdent þaðan árið 1946. Hann lagði eftir það stund á læknisfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan læknaprófi árið 1954 og hlaut almennt lækningaleyfi árið 1956. Kristján hélt síðan til Svíþjóðar og stundaði framhaldsnám í skurðlækningum árin 1958 til 1961.

Starfssvið

Frá 1956-1958 var hann læknir á Hvammstanga (6 mán.) og í Blönduóshéraði. Eftir heimkomu varð hann héraðslæknir í Patreksfjarðarhéraði frá 1961-1966, en þá var einungis einn læknir þar. Hann starfaði síðan við Landspítalann árin 1966-1971, lengst af við handlækningadeild spítalans. Árið 1971 var hann ráðinn yfirlæknir við Sjúkrahúsið í Keflavík og starfaði þar, þangað til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1992. Kristján var alla sína starfsævi virkur félagi í Lionshreyfingunni. Hann hafði yndi af söng og var einn af stofnendum Karlakórs Patreksfjarðar. Einnig var hann um langt skeið félagi í Stangaveiðifélagi Keflavíkur.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru þau Sigurður Sigurðsson (f. 28. mars 1892, d. 9. maí 1968), fæddur á Læk í Aðalvík, síðar bóndi í Hælavík og símstöðvarstjóri á Hesteyri. Kona Sigurðar var Stefanía Guðnadóttir (f. 22. júní 1897, d. 17. nóv. 1973), fædd í Hælavík. Börn Sigurðar og Stefaníu voru 13, en eftirtalin eru látin; Jakobína, f. 1918, Sigurður Kristinn, f. 1923, dó 11 ára. Ingólfur Marteinn, f. 1926, Baldvin Lúðvík, f. 1928, Guðmundur Jóhann, f.1929, Guðni Kjartans, f. 1931, lést fjögurra ára. Eftirlifandi eru; Sigurborg Rakel, f. 1919, Ólafía Ásdís, f. 1920, Sigríður Stefanía, f. 1922, Guðrún Rósa, f. 1930, Fríða Áslaug, f. 1940, Guðný Sigrún, f. 1945.
Kristján kvæntist 20. apríl 1950. Eftirlifandi kona hans er Valgerður Guðrún, fædd 20. apríl 1929. Valgerður er dóttir Halldórs Árnasonar, bónda í Garði í Mývatnssveit, og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur, en bæði eru látin.
Kristján og Valgerður eignuðust fimm börn, sem eru:
1) Hildur, ljósmóðir, f. 1950, gift Ingibirni Hafsteinssyni kaupmanni. Þau eiga fjögur börn á lífi og eitt barnabarn. Tvö barna þeirra eru látin.
2) Halldór, verkfræðingur, f. 1952, kvæntur Jennýju Ágústsdóttur, tannlækni. Þau eiga tvær dætur.
3) Sigurður, barnalæknir, f. 1955, kvæntur Guðríði Önnu Daníelsdóttur, tannlækni, þau eiga þrjú börn.
4) Hjalti, heimilislæknir, f. 1958, kvæntur Veru Björk Einarsdóttur, hjúkrunarfræðingi. Þau eiga þrjú börn á lífi, en eitt barna þeirra er látið.
5) Guðrún Þura, sjúkraþjálfari og nuddari, f. 1966. Guðrún á eina dóttur.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Héraðshæli Austur Húnvetninga Blönduósi (1955-) (31.12.1955)

Identifier of related entity

HAH10014

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hildur Kristjánsdóttir (1950) ljósmóðir (14.10.1950 -)

Identifier of related entity

HAH03483

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Hildur Kristjánsdóttir (1950) ljósmóðir

er barn

Kristján Stefán Sigurðsson (1924-1997) Læknir Blönduósi

Dagsetning tengsla

1950

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldór Kristjánsson (1952) Héraðshælinu 1957 (29.5.1952 -)

Identifier of related entity

HAH04676

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Halldór Kristjánsson (1952) Héraðshælinu 1957

er barn

Kristján Stefán Sigurðsson (1924-1997) Læknir Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Valgerður Halldórsdóttir (1929-2000) Héraðshælinu 1957 (20.4.1929 - 25.4.2000)

Identifier of related entity

HAH02113

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Valgerður Halldórsdóttir (1929-2000) Héraðshælinu 1957

er maki

Kristján Stefán Sigurðsson (1924-1997) Læknir Blönduósi

Dagsetning tengsla

1950 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01690

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 3.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir