Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Klömbrur í Vesturhópi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
um1880
Saga
Júlíus Halldórsson héraðslæknir lét byggja íbúðarhúsið að Klömbrum. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær húsið var byggt, né hver hinn snjalli steinsmiður var, en líklega hafa byggingarframkvæmdir hafist laust eftir 1880 og þeim lokið um 1885.
Húsið er einlyft með risi, á háum kjallara. Útveggir eru hlaðnir úr lítt tilhöggnu grjóti, sem flutt var úr Nesbjörgum. Veggir eru einfaldir og veggjaþykkt er um 50 cm. Þeir voru múrhúðaðir að utan með sementsblöndu, sem einnig var notuð sem bindiefni.
Íbúðarhús Júlíusar héraðslæknis þótti afar glæsilegt og húsakynni öll hin ríkmannlegustu. Í húsinu var bæði stássstofa og dagstofa sem þiljaðar voru innan með brjóstþili og strekktum striga á útveggjum en standandi þili á milliveggjum. Auk þess var apótek og sjúkrastofa í húsinu. Á rishæðinni var meðal annars korn- og mjölgeymsla og í kjallara var eldhús í miðju húsi, þar sem var stór eldavél, og búr með bekkjum og skápum.
Þegar hafist var handa við endurbætur á húsinu í lok síðustu aldar hafði ekki verið búið í húsinu í um hálfa öld en þykkir steinveggir, auðar gluggatóttir og fúið tréverk báru vitni um stórhug og vandvirkni.
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Ef margir spyrja sig hvaðan Klambratúnsnafnið er komið þá eru þeir sennilega enn fleiri sem klóra sér í höfðinu yfir merkingu þessara Klambra sem túnið er kennt við. Baldur Jónsson heitinn, prófessor og málfræðingur, skrifaði tvær greinar í tímaritinu Orði og tungu sem Orðabók Háskólans gefur út árlega um merkingu orðsins og örnefnisins þar sem hann reynir að skýra rugling sem hefur verið með notkun þess.
Eins og áður kom fram tók Magnús Júlíusson Klambranafnið með sér frá heimaslóðunum en eins og Baldur bendir á í grein sinni hét sá bær ávallt Klömbur í jarðabókum. Samkvæmt heimildum Baldurs voru staðhættir þannig í Vesturhópi að þar var landþröng mikil og þaðan sé nafnið komið. Hefur hann eftir Margeiri Jónssyni á Ögmundarstöðum: „Bæjarnafnið Klömbur þýðir því (kletta)þrengsli, og það er í góðu samræmi við landslag hjá bænum Klömbur í Vesturhópi. Bærinn stendur rjett framan við mynnið á Ormsdal, er liggur vestur í Vatnsdalsfjöllin, og beggja megin við dalsopið eru klettar, og þrengjast því ofar sem dregur í dalinn.“
Skýringin á mismunandi rithætti örnefnisins sé að kvenkynsorðið klömbur, fleirtöluorðið klömbrur og kvenkynsorðið klambra eru „samvaxin eða flækjast hvert í öðru“ sem ylli ruglingi jafnt á meðal lærðra og leikra. Upphaflega nafnið hafi verið Klömbur en síðar hafi menn tekið orðinu sem fleirtöluorði og því talað um Klömbrur.
Innri uppbygging/ættfræði
Grunnur, grýttur jarðvegur kallast klömbrur, þar sem grjótið annað hvort stingst upp úr jörðinni skorðað eins og i klömbru eða klömbrum, eða kennist undir jarðveginum í hverju spori. Hann er ógreiðíær sakir misjafnanna bæði sumar, þá autt er, og vetur, þvi hann verst jafnaðarlegast akíæri. Af honum þiggja bæirnir Klömbur (víða) nafn sitt. Fornbréfasaínið sýnir alstaðar eintölu Klömbur, Klambrar land, nema máldagi 1371, D III Klambra land, sem líklega á að vera Klambrar, en bæirnir eru nú kailaðir Klambra eða Klömbrur tíðast, það er að segja, að nafnháttarnafnorðið sagnarinnar klambra, sem runnin er af klömbur, hefir byggt því út úr bæjanöfnunum. Klambra er líka rétt eptir íslenzkum lögum, því það er ekki ótítt að staðhætti er gefið nafnháttarnafnorð að heiti Klambra og klömbrur hafa og rutt sér til rúms í daglegu tali til miska klömbur. JÞað er tiðara að tala um að fella klömbrur að e-u, t. d. rekatrjám, þá er þeira er flett, heldur en klömbur, þó hvorttveggja só rétt, og eins að kalla áhald það, sem klénsmiðir, járn- og skósmiðir nota í iðn sinni klömbru eða klömbrur, heldur en klöbur eða klambrir.
Almennt samhengi
Klambratún skal það heita. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti einróma í síðustu viku tillögu Jóns Gnarrs borgarstjóra þess efnis að nafni Miklatúns skyldi breytt aftur í Klambratún. Nafninu var breytt í Miklatún á sjöunda áratugnum en í rökstuðningi breytingarinnar nú er sagt að nafnið hafi aldrei unnið sér sess í hugum borgarbúa sem hafi haldið áfram að kalla það Klambratún í daglegu tali. Á túninu hafa borgarbúar um árabil getað iðkað hvers kyns frístundir, körfubolta, fótbolta og brennibolta. Þá má jafnvel sjá stangveiðimenn æfa sig í garðinum og golfara munda kylfur. Þá er listasafnið Kjarvalsstaðir enn ónefnt. Þótt mörgum, ef ekki flestum, sé tamt að tala um Klambratún vita líklega færri hvaðan nafn þessa vinsæla almenningsgarðs er komið.
Klambratún heitir eftir bænum Klömbrum sem stóð á túninu miðju, rétt fyrir aftan þar sem Kjarvalsstaðir standa nú, allt til ársins 1965 þegar síðasta húsið var rifið. Það var Magnús Júlíusson, læknir og borgarfulltrúi, sem byggði bæinn árið 1925 og nefndi hann eftir ættaróðali sínu í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu.
Fyrir á túninu voru bæirnir Sunnuhvoll og Háteigur. Þar reyndi Magnús fyrir sér með sauðfjárrækt en hann var formaður Fjáreigenda í Reykjavík. Árið 1934 seldi Magnús hins vegar dönskum manni Klömbrur, Christian Harald Hyldalh Christensen, sem hafði flutt til landsins þremur árum fyrr. Christensen, sem var síðasti bóndinn á Klömbrum, hefði orðið 100 ára gamall á sunnudag, 18. júlí, og í tilefni þess og nafnbreytingarinnar hefur Reykjavíkurborg ákveðið að koma fyrir söguskilti á túninu síðar í sumar.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the associate of
Klömbrur í Vesturhópi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Hluti
Skráningardagsetning
GPJ 10.3.2020. Innsetning og skráning
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1341465/