Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Judith Jónbjörnsdóttir (1906-1995) kennari Akureyri
Parallel form(s) of name
- Jónbjörg Judith Jónbjörnsdóttir (1906-1995) kennari Akureyri
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
10.12.1906 - 21.1.1995
History
Júdit Jónbjörnsdóttir fæddist 10. desember 1906 í Köldukinn í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hún lést 21. janúar sl. og var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 27. janúar. Þær mæðgur Júdit og Ingibjörg fluttu til Siglufjarðar 1933 þegar Júdit var ráðin að Barnaskóla Siglufjarðar en þar starfaði hún þar til hún réð sig að Barnaskóla Akureyrar árið 1945 og var þar kennari þar til hún hætti störfum árið 1970. Eftir það kenndi hún um tíma litlum börnum innan skólaskyldualdurs og sagði mér að aldrei hefði hún notið þess jafn vel að kenna eins og þegar hún kenndi þessum litlu krökkum, svo opinská og námfús sem börn eru á þessum aldri.
Eftir að Júdit hætti kennslustörfum kom hún stundum til Suðurlands til að hitta vini og kunningja.
Faðir hennar yfirgaf fjölskylu og föðurland og fluttist til Kanada. Hún sagði mér löngu síðar að hann hefði skilið eftir nokkra fjárupphæð í banka í Reykjavík og lagt svo fyrir að hún ætti að nota peningana til þess að mennta sig og þetta var hennar lífeyrir á meðan hún var í Kennaraskólanum. Ekki er að efa að vel fór hún með sinn föðurarf.
Places
Kaldakinn Torfalækjarhreppi:
Legal status
Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi, í Alþýðuskólanum á Laugum og lauk síðan kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1932. Ennfremur sótti hún kennaranámskeið sér til endurmenntunar.
Functions, occupations and activities
Fröken Júdit var vel menntuð til sinna starfa.
Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi, í Alþýðuskólanum á Laugum og lauk síðan kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1932. Ennfremur sótti hún kennaranámskeið sér til endurmenntunar.
Mandates/sources of authority
Hún var einlægur stuðningsmaður Sólborgarheimilisins á Akureyri. Árið 1969 stofnaði hún styrktarsjóð er hún nefndi "Vinarhöndina", sem skyldi nýttur til að stuðla að þroska vistmanna Sólborgar. Þegar kraftar hennar minnkuðu og hún fann til heilsubrests flutti hún á Dvalarheimilið Hlíð og gaf þá styrktarstjóðnum hús sitt og ánafnaði sjóðnum allar sínar eigur að lífi loknu.
Sjóðurinn er nú í vörslu Styrktarfélags vangefinna á Norðurlandi.
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru Jónbjörn Gíslason, f. 22 júlí 1879, d. 29. október 1969, og Ingibjörg Lárusdóttir Beck, f. 18. júní 1878, d. 16. maí 1956.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the associate of
Judith Jónbjörnsdóttir (1906-1995) kennari Akureyri
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Judith Jónbjörnsdóttir (1906-1995) kennari Akureyri
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Judith Jónbjörnsdóttir (1906-1995) kennari Akureyri
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 28.6.2017
Language(s)
- Icelandic