Jónas Björnsson (1881-1977) Dæli í Víðidal

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jónas Björnsson (1881-1977) Dæli í Víðidal

Hliðstæð nafnaform

  • Jónas Björnsson (1881-1977) Dæli í Víðidal

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

5.9.1881 - 23.7.1977

Saga

Jónas Björnsson 5. september 1881 - 23. júlí 1977 Bóndi á Dæli, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. Þann 5. september s.l. varð Jónas Björnsson, Hagamel 41 hér í borg, níutíu ára. Jónas fæddist 5. september 1881 að Valdarási í Víðidal og ólst hann upp að Valdarási og Stóru- Ásgeirsá. Jónas byrjaði búskap í Dæli árið 1912 og bjó þar til ársins 1945, en þá fluttist hann að Litlu-Ásgeirsá og bjó þar til ársins 1955, að hann hætti búskap og fluttist til Reykjavíkur, Jónas átti heima í Víðidal yfir 70 ár, og störf hans í þágu félagsmála í Þorkelshólshrepp voru mörg og margvísleg. Fólk Jónasar mun hafa orðið fyrir vonbrigðum með hin nýju heimkynni, og bíður nú fyrsta tækifæris til að komast heim aftur, og eru nú þegar tvö barnabörn hans komin heim aftur. Jónas hefur alla tíð verið höfðingi heim að sækja, og finnst aldrei vera nóg veitt gestum þeim, sem að garði bera. Hjálpsemi hans og greiðasemi, er hann átti heima í Víðidal, var viðbrugðið.

Staðir

Valdarás í Víðidal: Dæli 1912-1945: Litla-Ásgeirsá 1945-1955: Reykjavík 1955. Ástralía 1968-1969 þá 87 ára::

Réttindi

Starfssvið

Bóndi 1912-1955. Hóf störf hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga í vöruafgreiðslu þess í Geirsgötu og vann þar til hann lét af störfum nú fyrir nokkrum árum.
Árið 1911 var Jónas kosinn í hreppsnefnd og oddviti sveitar sinnar var hann um 30 ára skeið. Sýslunefndarmaður var Jónas um 20 ára skeið Framsóknarmaður er Jónas og fyrir flokk sinn mun hann hafa mikið unnið, því hann er ótrauður og ákveðinn og hefur verið það í öllum þeim málum, sem hann hefur veitt brautargengi. Samvinnumaður hefur Jónas verið, og í heimahéraði sínu vann hann þeim málum allt frá stofnun þeirra félaga, sem voru undanfari K.V.H. Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, sem voru Sláturfélag Vestur-Húnvetninga, skammstafað S.V.H. og Verzlunarfélag Vestur-Húnvetninga V.V.H. Það var stofnað árið 1909. Jónas var annar af tveimur fyrstu deildarstjórum úr Þorkelshólshreppsdeild við pöntunardeild sem V.V.H. rak frá árinu 1907 til ársins 1914. KV.H. Kapfélag Vestur-Húnvetninga var stofnað árið 1919, og var Jónas um árabil deildarstjóri fyrir Þorkelshólshreppsdeild. Endurskoðandi reikninga K.V H. var hann einnig frá árinu 1936 til ársins 1957, eða í 21 ár.

Lagaheimild

Jónas skrifaði í Ástralíu nokkrar greinar, með lýsingu á því landi og umhverfi því, sem hann bjó í meðan hann dvaldist þar, og sendi hann dagblaðinu Tímanum þær til birtingar.

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

„Víðdælingar eru fimm daga í fyrri göngum og meðan Jónas var fjallkóngur Víðdælinga, var hann einn af fjórum fjallkóngum, sem mættu með menn sína til sundurdráttar á sauðfé því sem rekið var saman við Réttarvatn. Þá komu að Réttarvatni Borgfirðingar, aðallega gangnamenn úr Hálsasveit og úr Reykholtsdal, Vatnsdælingar úr Austur Húnavatnssýslu, Miðfirðingar og Víðdælingar úr Vestur-Húnavatnssýslu. Þá gekk sauðfé Húnvetninga og Borgfirðinga saman þarna á öræfunum, en eftir að mæðiveikin kom til sögunnar, var girt þarna um þetta svæði, svo að fé Borgfirðinga og Húnvetninga gengi ekki saman. Réttarvatn er á mörkum afrétta Borgfirðinga og Húnvetninga eða um það bil. Við Réttarvatn var oft gleði á ferð, þar var tekin mörg kvæðastemman, og sungið glatt, í góðra vina hópi, og lyft glasi. Út yfir öræfin fögur og tignarleg, bárust kvæðalögin í kvöldkyrrðinni, en Eiríksjökull reis sem risi á verði og setti sinn svip á umhverfið. Oft voru gangnaferðirnar harðsóttar, vegna slæmrar veðráttu, og á þeim árum, sem Jónas var gangnastjóri í Víðidal, voru menn ekki eins velbúnir, höfðu ekki eins fullkominn útbúnað og nú. Þá var eingöngu stuðzt við þarfasta þjóninn, hestinn. Nú er farið að hafa bíl til að flytja allan farangur gangnamanna á.“

Tengdar einingar

Tengd eining

Sigurður Jónsson (1864-1948) Stóru-Ásgeirsá (12.3.1864 - 27.1.1948)

Identifier of related entity

HAH06751

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurður Jónsson (1864-1948) Stóru-Ásgeirsá

er systkini

Jónas Björnsson (1881-1977) Dæli í Víðidal

Dagsetning tengsla

1881

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorveig Árnadóttir (1884-1973) Ási Vatnsdal og Mörk Hvammstanga (21.6.1884 - 13.7.1973)

Identifier of related entity

HAH07529

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Þorveig Árnadóttir (1884-1973) Ási Vatnsdal og Mörk Hvammstanga

er maki

Jónas Björnsson (1881-1977) Dæli í Víðidal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01606

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 17.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir