Jón Karlsson (1912-1997) Blönduósi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jón Karlsson (1912-1997) Blönduósi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

18.18.1912 - 20.4.1997

Saga

Jón Karlsson var fæddur á Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi 18. ágúst 1912. Hann lést á Blönduósi 20. apríl síðastliðinn. Jón sat í hreppsnefnd Engihlíðarhrepps um árabil, var bókari KH og afurðasölunnar, hann var bókari og gjaldkeri Vegagerðar ríkisins til 1988 að hann lét af störfum vegna aldurs. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Húnvetninga. "Var alls 8 mánuði í farskóla á 4 árum að Grund, Ljótshólum og Stóradal. Var á Gunnfríðarstöðum til ársins 1921, að Mosfelli frá 1921¬-1926, að Kirkjuskarði 1926¬-1931, að Refsstöðum 1931¬ 1934, að Holtastaðakoti 1934¬ 1946 og var heimilisfastur á Holtastöðum frá 1946¬-1960. Veiktist af svokallaðri lömunarveiki 15. ágúst 1935 og var það örlagavaldur í lífi hans og starfi upp frá því. Fékk berkla í vinstra lunga árið 1938 og dvaldi á Vífilsstöðum um nokkurra mánaða skeið. Fékk berkla í hægra lungað 1948 og dvaldi þá á Vífilsstöðum í tæpt ár. Vann almenn sveitastörf meðan geta leyfði og auk þeirra á vertíð í Grindavík árin 1933-¬1935. Sem unglingur fór hann að vinna í sláturhúsi SAH að haustinu og eftir 1936 við ýmiss konar störf er reyndust honum meðfærileg, m.a. við vigtun á gærum og innmat. Var vörður við Blöndu í Langadal sumrin 1937-38. Eftirlitsmaður nautgripa- og fóðurbirgðafélags Engihlíðarhrepps árin 1939-46 og annaðist aldursmerkingar á sauðfé í hreppnum á mæðiveikisárunum. Í hreppsnefnd og skattanefnd Engihlíðarhrepps á annan áratug. Gjaldkeri Sjúkrasamlags Engihlíðarhrepps frá árinu 1949¬-1969, eða allan starfstíma samlagsins. Fór á árunum 1940¬ 1944 söluferðir með hesta allt austur í Hjaltastaðaþinghá. Hóf störf fyrir Vegagerð ríkisins árið 1946. Sá fyrst um aðdrætti og uppgjör mötuneytis, um fimm ára skeið, auk almenns reikningsuppgjörs til ársins 1959, en eftir það gjaldkeri til 1988 er starfstíma lauk. Árið 1951 gerðist hann skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Húnvetninga. Varð það eftir það hans aðalstarf, en önnur störf s.s. fyrir Vegagerðina, unnin í aukavinnu. Varð því starfsdagur æði oft nokkuð langur. Honum lauk með öllu er hann vegna sjúkleika, varð að fara á Héraðshælið á Blöndósi 17. apríl 1988, fyrstu þrjá mánuðina á sjúkradeild, en síðan á ellideildina þar sem hann er nú. Hann er ógiftur og barnlaus." Andlát Jóns bar að, án sýnilegs fyrirvara, að morgni sunnudagsins 20. apríl. Rúmlega sex áratuga baráttu við lömun og allt sem henni var samfara var lokið.
Útför Jóns fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Staðir

Gunnfríðarstaðir í Langadal: Blönduós:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Sonur hjónanna Karls Jónssonar, bónda, og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Hamri í sömu sveit, fósturforeldrar hennar voru Halldóra Runólfsdóttir og Eggert Eggertsson, Vatnahverfi. Karl var sonur hjónanna Jóns Hróbjartssonar, bónda og smiðs á Gunnfríðarstöðum, og konu hans Önnu Einarsdóttur Andréssonar kenndan við Bólu.
Systkini Jóns voru Halldóra, f. 15. okt. 1906, Anna f. 23. feb. 1908, Katrín, f. 6. ágúst 1909, Herdís Gróa, f. 23. júlí 1915, Björn, f. 23. mars 1917, Ingibjörg, f. 16. apríl 1919, Guðni f. 9. maí 1920, Jón Pálmi, f. 9. jan. 1922, Júlíus, f. 20. okt. 1923

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðrún Sigurðardóttir (1883-1979) Kirkjuskarði ov (4.11.1883 - 9.5.1979)

Identifier of related entity

HAH04416

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Sigurðardóttir (1883-1979) Kirkjuskarði ov

er foreldri

Jón Karlsson (1912-1997) Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Guðmann Karlsson (1917-1991) Björnólfsstöðum (23.3.1917 - 30.8.1991)

Identifier of related entity

HAH02814

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Björn Guðmann Karlsson (1917-1991) Björnólfsstöðum

er systkini

Jón Karlsson (1912-1997) Blönduósi

Dagsetning tengsla

1917 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Karlsdóttir (1908-2009) Blönduósi (23.2.1908 - 23.6.2009)

Identifier of related entity

HAH01023

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Anna Karlsdóttir (1908-2009) Blönduósi

er systkini

Jón Karlsson (1912-1997) Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Júlíus Karlsson (1923-1989) Blönduósi (18.10.1923 - 3.5.1989)

Identifier of related entity

HAH04920

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Júlíus Karlsson (1923-1989) Blönduósi

er systkini

Jón Karlsson (1912-1997) Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldóra Karlsdóttir (1906-1984) Efri-Lækjardal (15.10.1906 - 8.9.1984)

Identifier of related entity

HAH04704

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Halldóra Karlsdóttir (1906-1984) Efri-Lækjardal

er systkini

Jón Karlsson (1912-1997) Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pálmi Karlsson (1922-2004) Akureyri (9.1.1922 - 25.7.2004)

Identifier of related entity

HAH01586

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Pálmi Karlsson (1922-2004) Akureyri

er systkini

Jón Karlsson (1912-1997) Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum (23.7.1915 - 9.12.1988)

Identifier of related entity

HAH01429

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum

er systkini

Jón Karlsson (1912-1997) Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Karlsdóttir (1919-2014) Blönduósi (16.4.1919 - 3.9.2014)

Identifier of related entity

HAH01542

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingibjörg Karlsdóttir (1919-2014) Blönduósi

er systkini

Jón Karlsson (1912-1997) Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðni Karlsson (1920-2008) Þorlákshöfn (9.5.1920 - 21.3.2008)

Identifier of related entity

HAH01296

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðni Karlsson (1920-2008) Þorlákshöfn

er systkini

Jón Karlsson (1912-1997) Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01577

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir