Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Jakob Sigurðsson (1920-1991) Steiná
Hliðstæð nafnaform
- Jakob Skafti Sigurðsson (1920-1991) Steiná
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
10.10.1920 - 27.5.1991
Saga
Jakob S. Sigurðsson frá Steiná - Minning Fæddur 10. október 1920 Dáinn 27. maí 1991 Í dag verður til moldar borinn afabróðir minn, Jakob Skapti Sigurðsson frá Steiná í Svartárdal, Austur-Húnavatnssýslu. Daddi, eins og hann var alltaf kallaður, lést 27. maí síðastliðinn á sjúkrahúsinu á Blönduósi eftir erfið veikindi.
Daddi var fæddur 10. október 1920. Daddi starfaði alla tíð við búskap. Hann tók Hól, næsta bæ við Steiná, á leigu árið 1959 og keyptisíðan jörðina árið 1964. Á Hóli byggði hann vönduð fjárhús og rak fjárbúskap af miklum myndarbrag. Hann hafði einnig nokkur hross. Daddi var frekar hlédrægur, ekki maður margra orða en lét heldur verkin tala því vinnusemin, vandvirknin og snyrtimennskan voru einstök. Þetta sást best þegar komið var í fjárhúsin á Hóli, það var eins og að ganga inn í helgidóm. Þrátt fyrir hlédrægni þá gat Daddi svo sannarlega gert að gamni sínu og verið skemmtilegur í viðræðum. Það kom jafnvel fram þegar ég heimsótti hann í hinsta sinn fyrir þrem vikum, helsjúkan á sjúkrahúsinu. Þá var hugurinn skýr og áhuginn á þjóðmálum mikill og þessi góðlátlega glettni, sem einkenndi hann, var ekki langt undan.
Daddi var fróður um menn og málefni og lét stundum í ljós skoðanir sem maður uppgötvaði löngu seinna að voru réttar.
Staðir
Steiná í Svartárdal:
Réttindi
Bóndi:
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Sigurður Jakobsson f. 21. júní 1859 - 23. maí 1945Fyrrv. bóndi á Steiná í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Steiná í Svartárdal í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. og sambýliskona Sigurðar, Ingibjörg Hólmfríður Sigurðardóttir f. 22. desember 1880 - 28. júní 1969. Húsfreyja á Steiná í Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Steiná í Svartárdal í Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún.
Kona Sigurðar 7.8.1880, Lilja Sigurðardóttir 4. janúar 1850 - 28. maí 1906 Húsfreyja á Steiná, Svartárdal, Bólstaðarhlíðarhrepp, A-Hún.
Systkini hans samfeðra;
1) Jón Sigurðsson f. 6. ágúst 1882 - 7. september 1924. Bóndi á Steiná á Svartárdal, A-Hún. kona hans Ingibjörg Guðlaug Bjarnadóttir f. 12. ágúst 1888 - 5. febrúar 1968, tökubarn á Halldórsstöðum, Glaumbæjarsókn, Skag. 1890. Fósturdóttir í Grófargili, Glaumbæjarsókn, Skag. 1901. Vinnukona í Brekkugötu 5 á Akureyri, Eyj. 1910. Húsfreyja á Steiná í Svartárdal, A-Hún. Ráðskona á Eyvindarstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Fjós, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. Flutti til Akureyrar 1933. síðast bús. á Akureyri.
2) Rannveig Ingibjörg Sigurðardóttir 4. október 1888 - 1. mars 1985 Prjónakona á Blönduósi 1930. Var í Grænumýri, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi.
Alsystkini;
3) Stefán Þórarinn Sigurðsson f. 25.9.1907 - 19.5.2000. Bóndi á Steiná, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Steiná, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Kona hans15.7.1934, Ragnheiður Rósa Jónsdóttir f. 10.11.1908 - 31.3.1997, lausakona á Fossum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja og saumkona, Steiná.
4) Lilja Sigurðardóttir f. 14. 10.1910 - 1.12.1988 vetrarstúlka á Blönduósi 1930. Flutti til Akureyrar 1935. Húsfreyja á Akureyri. Var þar 1963. Hjörtur Gísli Gíslason 27.10.1907 - 7.6.1963, Með foreldrum og síðar móður í uppvexti. Var í vistum í Ísafjarðardjúpi um tíma fram til 1925. Flutti þá í Austur-Húnavatnssýslu og var þar verkamaður. Vinnumaður á sjúkrahúsinu á Blönduósi 1930. Flutti til Akureyrar 1935. Var bifreiðarstjóri þar til 1939. Verkamaður á Akureyri um tíma, en frá 1952 starfsmaður flugmálastjórnar á Akureyri. Rithöfundur. Skáldmæltur. Síðast bús. á Akureyri.
5) Pálmi Sigurðsson f. 22.2.1914 - 21.4.1992 vinnumaður á Gunnsteinsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsasmiður á Skagaströnd, síðast bús. í Reykjavík. Kona hans; Hólmfríður Hjartardóttir f. 31.12.1909 - 15.12.1991. Húsfreyja á Skagaströnd og í Reykjavík.
6) Friðrik Guðmann Sigurðsson f. 22. maí 1917 - 5. september 1987 Valabjörgum, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Fósturforeldrar Björn Jónsson og Sigþrúður Friðriksdóttir. Bifvélavirki og bifreiðarstjóri á Sauðárkróki kona hans Brynhildur Jónasdóttir f. 23. júlí 1911 - 18. apríl 2007 Verkakona á Sauðárkróki.
7) Sigríður Guðrún Sigurðardóttir f. 22. maí 1917 - 16. október 1987 Steiná, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Sveinstaðarhr., A-Hún., síðar verkakona í Reykjavík. Var á Hólabaki, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957, maður hennar; Baldur Magnússon f. 21. nóvember 1918 - 9. mars 1992 Sveinsstöðum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Hólabaki, var oddviti í Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Síðar skrifstofumaður í Reykjavík.
Sammæðra;
1) Pétur Pétursson f. 30. nóvember 1905 - 7. maí 1977 Steiná, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi og hreppstjóri á Höllustöðum. Var á Höllustöðum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Svínavatnshreppi kona hans Hulda Sigurrós Pálsdóttir f. 21. ágúst 1908 - 9. janúar 1995. Barnakennari í Efri-Hreppi, Fitjasókn, Borg. 1930. Heimili: Guðlaugsstaðir, Svínavatnshr., Hún. Var á Höllustöðum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Kennari og húsfreyja á Höllustöðum, síðast bús. í Svínavatnshreppi.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Jakob Sigurðsson (1920-1991) Steiná
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Jakob Sigurðsson (1920-1991) Steiná
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 25.6.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði