Jón Ólafsson (1907-1993) Steinnýjarstöðum

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jón Ólafsson (1907-1993) Steinnýjarstöðum

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

16.7.1907 - 5.3.1993

Saga

Jón Ólafsson 16.7.1907 - 5.9.1993. Húsmaður á Steinarstöðum [Steinnýjarstöðum], Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Skeggjastöðum, Skagahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Skagahreppi.
hálfbróður átti og Jón.
Jón var fæddur fyrirburður og bar þess merki alla æfi sína. Hann var tekinn í fóstur á fyrsta ári af hjónunum, Stefáni Sveinssyni og konu hans, Unu Ólafsdóttur, er bjuggu á Steinnýjarstöðum, en við þann bæ var hann jafnan kenndur.
Útför hans var gerð frá Blönduósskirkju 11. september 1993.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Ólafur Ólafsson 6. ágúst 1859 - 11. okt. 1907. Var á Gauksstöðum, Hvammssókn, Hún. 1860. Bóndi í Háagerði á Skagaströnd 1901 og sambýliskona hans; Helga Árnadóttir 6.6.1879 - 25.8.1912. Var á Leifsstöðum, Bergsstaðasókn, Hún. 1880. Húskona á Sæunnarstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Húsmóðir í Háagerði á Skagaströnd.

Bróðir sammæðra, faðir hans Árni Sigurðsson 1865 - 8. des. 1907. Bóndi, síðast á Brandaskarði á Skagaströnd.

1) Jón Hinrik Árnason 21.12.1898 - 11.4.1986. Bóndi á Steinnýjarstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Ólafsvöllum, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Kópavogi. Kona hans Sigurlaug Pálsdóttir 7.6.1884 - 18.6.1965. Fósturdóttir á Stenjastöðum, Hofssókn, Hún. 1890. Hjú á Steinnýjarstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Steinnýjarstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Höfðakaupstað. Var á Ólafsvöllum, Höfðahr., A-Hún. 1957.

Alsystkini

Barnsmóðir hans; Eðvarðsína Kristjánsdóttir 29.1.1909 - 27.4.1944. Húsfreyja í Höfðakaupstað , Hún. Vinnukona á Álfhóli, Hofssókn, A-Hún. 1930.

Dóttir þeirra;
1) Sigurlaug Jónsdóttir 25.1.1927 - 15.8.2011. Var á Álfhóli, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Laufási, Höfðahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja í Laufási í Höfðahreppi. Maður hennar; Lárus Árnason 18.8.1922 - 21.5.2011. Var í Víkum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Laufási, Höfðahr., A-Hún. 1957. Bóndi í Ási á Skagaströnd.

Almennt samhengi

Jón Ólafsson frá Steinnýjarstöðum var fæddur í Háagerði á Skagaströnd. Hann var yngstur fimm systkina, barna Ólafs Ólafssonar og Helgu Árnadóttur er bjuggu þar. Einn hálfbróður átti og Jón.
Jón var fæddur fyrirburður og bar þess merki alla æfi sína. Hann var tekinn í fóstur á fyrsta ári af hjónunum, Stefáni Sveinssyni og konu hans, Unu Ólafsdóttur, er bjuggu á Steinnýjarstöðum, en við þann bæ var hann jafnan kenndur. Á Steinnýjarstöðum dvaldi jón við bústörf allt til fullorðinsára en dvaldi síðar meðal annars að Bergskála í Skefilsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu. Einnig var hann um skeið búsettur á Skagaströnd. Síðan átti hann heimili sitt að nýju á Steinnýjarstöðum. En fijótlega eftir að nýja Héraðshælið á Blönduósi var tekið í notkun varð Jón vistmaður þar og dvaldi hann þar til dauðadags.
Jón var ókvæntur alla æfi en eignaðist eina dóttur, Sigurlaugu, er búsett er á Skagaströnd. Móðir hennar var Eðvarðsína Kristjánsdóttir frá Bakka í Skagahreppi en hún er látin fyrir allmörgum árum.
Maður Sigurlaugar er Lárus Árnason frá Víkum á Skaga.
Með Jóni Ólafssyni er horfinn til feðra sinna traustur og minnisstæður persónuleiki. Eins og áður er sagt átti Jón við mikla bæklun að stríða alla æfi. Þrátt fyrir það vann hann fyrr á árum að bústörfum meðan heilsa og kraftar hans entust. Hann hafði yndi af hestum og spretti þá gjarnan úr spori.
Jón var greindur maður, sjálfstæður í skoðunum og mikill bókamaður og safnaði bókum allt frá unga aldri. Hann var fróður vel um marga hluti og varð það brátt aðalhugðarefni hans, eftir að hann kom á Héraðssjúkrahúsið, að annast bókakost sjúkrahússins.

Einnig var hann mjög liðtækur bókbindari eins og sjá má af stóru bókasafni er hann færði sjúkrahúsinu að gjöf fyrir nokkrum árum. Það má því segja að hafi nokkur maður átt bækurnar að vinum þá var það Jón Ólafsson frá Steinnýjarstöðum. Jón var einfari alla tíð, dulur nokkuð og eigi allra en innra með honum bjó heitt hjarta er hann miðlaði af, þeim er áttu vináttu hans og traust.
Jón Ólafsson taldi sig ætíð barn sveitar sinnar þótt örlögin höguðu æfi á annan veg en ætlað var.
Útför hans var gerð frá Blönduósskirkju 11. september 1993.
Árni Sigurðsson.

Tengdar einingar

Tengd eining

Lárus Árnason (1922-2011) Ási á Skagaströnd (18.8.1922 - 21.5.2011)

Identifier of related entity

HAH01708

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Steinnýjarstaðir á Skaga ((1950))

Identifier of related entity

HAH00430

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1910

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Háagerði Skagaströnd ((1943))

Identifier of related entity

HAH00446

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1909

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skeggjastaðir á Skaga ((1950))

Identifier of related entity

HAH00429

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurlaug Jónsdóttir (1927-2011) Ási Skagaströnd (25.1.1927 - 15.8.2011)

Identifier of related entity

HAH06175

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurlaug Jónsdóttir (1927-2011) Ási Skagaströnd

er barn

Jón Ólafsson (1907-1993) Steinnýjarstöðum

Dagsetning tengsla

1927

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gunnlaug Hannesdóttir (1920-2012) (17.9.1920 - 11.8.-2012)

Identifier of related entity

HAH01352

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Gunnlaug Hannesdóttir (1920-2012)

is the cousin of

Jón Ólafsson (1907-1993) Steinnýjarstöðum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH05671

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 24.11.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir