Ingibjörg Hjálmarsdóttir Bergmann (1913-2013) Öxl

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ingibjörg Hjálmarsdóttir Bergmann (1913-2013) Öxl

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

20.1.1913 - 1.8.2013

Saga

Ingibjörg Bergmann Hjálmarsdóttir fæddist á Blönduósi 20. janúar 1913. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 1. ágúst 2013. Útför Ingibjargar verður gerð frá Þingeyrarkirkju í dag, 12. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 14.

Staðir

Blönduós: Stóridalur Svínadal 1918: Stóra-Giljá 1938: Öxl: Blönduós:

Réttindi

Kvsk á Blönduósi: Söngnám í Reykjavík:

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Faðir hennar var Hjálmar Lárusson, trésmiður og myndskeri frá Smyrlabergi í Austur-Húnavatnssýslu, f. 1868, d. 1927, dóttursonur Bólu-Hjálmars. Móðir hennar var Anna Halldóra Bjarnadóttir frá Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum, f. 1888, d. 1964. Ingibjörg átti sex systkini.
Þau voru Sigríður, f. 1910, d. 1986, Jón, f. 1914, d. 1932, Ríkarður, f. 1916, d. 1992, Margrét, f. 1918, d. 2005, Kjartan, f. 1920, d. 1984, og Hjálmar, f. 1925, d. 2008.

Ingibjörg ólst upp frá fimm ára aldri í Stóradal hjá hjónunum Sveinbjörgu Brynjólfsdóttur og Jóni Jónssyni alþingismanni. Ingibjörg var á Kvennaskólanum á Blönduósi en seinna dvaldi hún í Reykjavík, var í vist og stundaði söngnám.
Sumarið 1938 giftist Ingibjörg Guðmundi Jónassyni Bergmann trésmíðameistara og bónda, f. 1909, d. 1987. Þau voru á Stóru-Giljá þar sem Guðmundur var með smíðaverkstæði en bjuggu síðar á Öxl með búskap.
Fósturdóttir þeirra var Bogey Ragnheiður Jónsdóttir, f. 1942, en einnig ólu þau upp son hennar Viðar Guðmund Arnarson, f. 1961.
Vegna heilsuleysis Guðmundar þurftu þau hjónin að bregða búi og fluttu þau í Hnitbjörg á Blönduósi. Guðmundur lést árið 1987. Ingibjörg bjó áfram í Hnitbjörgum þangað til hún fór á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunarinnar, þar sem hún lést.

Fyrri eiginmaður Bogeyjar var Örn Leósson. Börn: 1) Viðar Guðmundur, f. 1961, eiginkona Íris Edda Jónsdóttir. Hann á dóttur, Særúnu Örnu Bergdal, f. 1979, barnsmóðir Anna Bjarnadóttir. Særún á dóttur, Lenu, barnsfaðir og maki Brynjar Atli Hjörleifsson. Viðar á son, Rúnar Örn, f. 1979, barnsmóðir Guðrún Blöndal. Rúnar á þrjú börn, Guðrúnu Tinnu, Olgu Maríu og Kristin Bjarna með konu sinni Rannveigu Bjarnadóttur. 2) Leó Geir, f. 1963. Hann á son, Atla Jóhann, f. 1983, dóttur, Bogeyju Ragnheiði, f. 1996, barnsmóðir Arnbjörg Guðmundsdóttir, og son, Hrafnar Frey, f. 2013, barnsmóðir Sara Ástþórsdóttir.
Seinni eiginmaður Bogeyjar er Sigfús Þórir Beck Guðlaugsson, rafveitustjóri á Reyðarfirði. Börn: 3) Guðlaugur Andri, f. 1965, sambýliskona Díana Ívarsdóttir. Dóttir hans er Kolfinna, f. 1992, barnsmóðir Ingibjörg Þorsteindóttir. Kolfinna á dóttur, Ingibjörgu Maríu, barnsfaðir Aron Gunnarsson. 4) Inga Rún, f. 1970. Hún á son, Aron Leví Beck, f. 1989, barnsfaðir Rúnar Þór Pétursson, og tvær dætur, Bogeyju Rún Beck, f. 1996, og Andreu Rós Beck, f. 1998, barnsfaðir og fyrrverandi eiginmaður Helgi Már Haraldsson. 5) Bára Huld Sigfúsdóttir, f. 1982. Hún á son, Erni Sigfús Beck, f. 2011, barnsfaðir Páll Ernisson.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Þorbjörg Bergmann Jónasdóttir (1917-2005) Helgavatni (31.5.1917 - 11.10.2005)

Identifier of related entity

HAH02129

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1938 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Jónsson (1886-1939) Stóradal (7.7.1886 - 14.12.1939)

Identifier of related entity

HAH05623

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1918

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bogey Ragnheiður Jónsdóttir (1942) (8.8.1942 -)

Identifier of related entity

HAH02918

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Bogey Ragnheiður Jónsdóttir (1942)

er barn

Ingibjörg Hjálmarsdóttir Bergmann (1913-2013) Öxl

Dagsetning tengsla

1942 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sveinbjörg Brynjólfsdóttir (1883-1966) Stóradal (123.10.1883 - 2.5.1966)

Identifier of related entity

HAH07201

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sveinbjörg Brynjólfsdóttir (1883-1966) Stóradal

er foreldri

Ingibjörg Hjálmarsdóttir Bergmann (1913-2013) Öxl

Dagsetning tengsla

1918

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Bjarnadóttir (1888-1964) Blönduósi (16.4.1888 - 9.3.1964)

Identifier of related entity

HAH02345

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Anna Bjarnadóttir (1888-1964) Blönduósi

er foreldri

Ingibjörg Hjálmarsdóttir Bergmann (1913-2013) Öxl

Dagsetning tengsla

1913 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Bergmann (1909-1987) Öxl (18.3.1909 - 13.12.1987)

Identifier of related entity

HAH01276

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Bergmann (1909-1987) Öxl

er maki

Ingibjörg Hjálmarsdóttir Bergmann (1913-2013) Öxl

Dagsetning tengsla

1938 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Öxl í Þingi ((1350))

Identifier of related entity

HAH00514

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Öxl í Þingi

er stjórnað af

Ingibjörg Hjálmarsdóttir Bergmann (1913-2013) Öxl

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01482

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 21.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir