Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Höfnin á Skagaströnd
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1900)
Saga
„Ég kom til Skagastrandar í sumar og sá höfn þá, sem verið er að vinna að þar, og þá rak ég mig á einkennilegt fyrirbrigði, sem ég vona; að verði hægt að ráða bót á. — Þannig er, að sjórinn hefur borið sand inn í höfnina, og kveður svo rammt að þessu, að þar sem áður gátu legið nokkuð stór skip, þar er nú þurrt land. Nú er verið að byggja garð innan við höfnina til þess að fyrirbyggja þetta, en menn eru þó hræddir um, að það takist ekki, en vona samt hið bezta. Hvort verksmiðjan þar er miðuð við hafnarmannvirkin, skal ég ekki dæma um.“ Hermann Jónasson á Alþingi 26.8.1942.
Hafnarnefnd samþykkti nýlega á fundi sínum að nefna hafnarkantana nýjum nöfnum og bera þeir framvegis nöfnin Útgarður, Sægarður, Ásgarður, Miðgarður, Skúffugarður og Smágarðar sem eru flotbryggjurnar fyrir smábátanna. Unnið er að gerð öryggisplans fyrir höfnina og þótti mikilvægt að fyrir lægi formlega hver væru nöfn bryggjanna og nauðsynlegt að festa nöfnin í sessi. Í framhaldi af þessari ákvörðun verða bryggjurnar merktar í samræmi við þessi nýju nöfn. Þar með falla út nöfn eins og Löndunarbryggja, Bræðslubryggja og Suðurgarður svo einhver séu nefnd af þeim nöfnum sem notuð hafa verið í gegnum tíðina á bryggjunum og einhverjum kann að þykja eftirsjá í.
Skagaströnd 8.3.2004
Syðsti endi Spákonuhöfða ber tvö nöfn, Hólsnef og Höfðatá. Þar er legu merki fyrir höfnina frá þeim tíma er stærri skip lögðust ekki að bryggju heldur lágu við festar þar sem merkið bar í annað legumerki sem stendur hæst á Höfða num. Sams konar merki voru á Hólanesi austan við víkina. Þegar gengið er frá bílastæðinu norður eftir Höfðanum, sjávarmegin, er eftir nokkurn spöl komið að sér kennil egum litlum kletti sem nefndist Tröllamey. Einhvern tímann hefur efsti hlutinn þó brotnað af klettinum og nú er eins og höfuðið vanti. Hún sat með bók eða prjóna í kjöltu sér og beið forðum eftir að bóndi sinn kæmi úr róðri en dagaði uppi.
Nokkru norðar er stór vík sem gengur inn í Höfðann að vestanverðu og heitir Vækilvík eða Vékelsvík en litlar skýringar er að finna á þessum sérkennilegu nöfnum. Sagnir eru um að fyrsti verslunarstaðurinn hafi verið þarna og kaup skip jafnvel legið á víkinni en þar er aðdjúpt. Einnig eru til heimildir um að festarhringir fyrir skip hafi verið við víkina. Vælugil nefnist gilskora í sunnanverðri Vækilvík. Skýringin á nafninu er sú að í ákveð num vindáttum hvín í gilinu. Norðan við víkina er Reiðingsflöt en þar voru bændur sagðir hafa búið upp á hesta sína eftir að hafa átt viðskipti í skipum sem lágu á víkinni. Á Reiðingsflöt er gott að nema staðar og skoða sig um. Framan við flötina er lítill hólmi sem nefnist Sauðsker og má ganga þangað þurrum fótum á fjöru. Enn utar er lítið sker og er Músasund á milli, hyldjúpt og má fara á báti um sundið. Nokkru norðan við Reiðingsflöt er Arnarstapi, tignarlegur klettur við norður enda Höfðans. Nálægt Arnarstapa er lægð sem ber nafnið Leynidalur eða Fagridalur og handan hennar er Réttarholtshæð. Austan hæðarinnar stendur bærinn Réttarholt. Efst á Réttarholtshæð er Spánskadys en þar mun spænskur sjómaður hafa verið greftraður og staðurinn valinn vegna útsýnisins. Þar sem Höfðinn og láglendið mætast heitir Landsendi og var Landsendarétt þar við sjóinn. Hún var hlaðin úr grjóti en er nú hrunin, þó sjást leifar hennar. Sunnan við Réttarholtshæð er bærinn Laufás. Norðan við Spákonufellshöfða er stór vík sem nefnist Bót og nær hún út að Finnsstaðanesi. Árið 1910 strandaði strandferðaskipið Laura í víkinni í dimm viðri en mannbjörg varð.
Staðir
Skagaströnd; Hólanes; Réttarholtshæð; Höfðinn [Spákonuhöfði]; Húnaflói; Útgarður; Sægarður; Ásgarður; Miðgarður; Skúffugarður; Smágarðar; Hólsnef; Höfðatá; Tröllamey; Vælugil; Vækilvík [Vékelsvík]; Reiðingsflöt; Sauðsker; Músasund; Arnarstapi; Leynidalur [Fagridalur]; Réttarholt; Spánskadys; Landsendi; Landsendarétt; Laufás; Bót; Finnsstaðanesi; Laura:
Réttindi
Skipalægi við Höfðann þótti frekar ótryggt, „höfnin er hvorki örugg gegn ísreki, hafsjóum né stormi, því að ekkert hlífir henni fyrir áttunum frá SV-NV,“ eins og Ólafur Olavius segir um Skagastrandarhöfn árið 1775.
Starfssvið
Lagaheimild
Af Réttarholtshæðinni er aftur gengið ofan í lægðina og upp á Höfðann þar sem hann er hæstur. Leiðin liggur ofan við gamla grjótnámið (F). Þegar hafnargerð stóð sem hæst, á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, var gripið til þess ráðs að sprengja grjót úr Höfða num til uppfyllingar. Grjót námið mæltist misjafn lega vel fyrir og sagt er að þegar sprengingar nar stóðu sem hæst hafi álfkona vitjað heimamanns í draumi. Var hún ærið þungbúin og sagði að verið væri að skemma álfabyggðina í Höfðanum. Spáði hún því að næstu tuttugu árin yrðu heimamönnum erfið. Hvað sem segja má um orð álfkonunnar þá er það staðreynd að stuttu síðar hvarf síldin úr Húnaflóa og var það mikill skaði fyrir byggðina. Það var svo ekki fyrr en upp úr 1970 að aftur tók að rætast úr atvinnumálum. Síðan hafa margir trúað því að ekki megi kenna fyrirtæki eða skip við Höfðann, þá farnist illa. Á háhöfðanum stend ur annað af tveimur legu merkjum sem áður fyrr voru til leiðbeiningar fyrir skip um hvar væri best að leggjast við festar.
Skagaströnd er í miðri megineldstöð, eldfjalli sem á sínum tíma var nokkur hundruð metrum hærra en landið umhverfis. Eldstöðin er um 10 km að ummáli, hálf í sjó og hálf á landi. Hún var virk fyrir um sjö milljónum ára. Síðan hafa jöklar ísaldar rofið hana en innri gerðina má sjá á löngum kafla með sjó fram og í dölunum austan við bæinn. Þar ber mikið á berggöngum sem hríslast um berglög, ummynduð af jarðhita, því að þarna var háhitasvæði þegar eldstöðin var virk. Tvö stór innskot hafa hreiðrað um sig í miðri eldstöðinni, angar frá kvikuþró sem eitt sinn var þarna undir. Þau eru úr gabbrói, grófkorna bergtegund sem aðeins myndast við hæga storknun djúpt í jörð. Annað innskotið er Vindhælisstapi, hitt Spákonufellshöfði sem kaupstaðurinn dró eitt sinn nafn af. Áberandi er afbrigði af gabbró sem nefnist dólerít. Í því er rauðleitt ólivín sem er veikt fyrir veðrun og veldur því að bergið flagnar, verður að grófkornóttum salla.
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Skag
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 9.4.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Hermann Jónasson á Alþingi 26.8.1942.
Skagaströnd 8.3.2004