Hjörtur Þórarinsson (1927) fræðslustjóri Selfossi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Hjörtur Þórarinsson (1927) fræðslustjóri Selfossi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

10.2.1927 -

Saga

Hjörtur fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi og ólst þar upp til 12 ára aldurs en flutti þá að Reykhólum. Enginn skóli var á þessum tíma á Reykhólum en börnin í sveitinni nutu farkennslu eins og títt var. Faðir minn fór síðar í skóla á Flateyri og síðan í unglingaskóla hjá séra Árelíusi Níelssyni á Stað á Reykjanesi. Áhugi hans á kennslu og skólamálum hlýtur að hafa vaknað þar því hann lauk kennaraprófi 1948, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1949 og tók reyndar öll kennarapróf sem til voru á þeim tíma; í söngkennslu, danskennslu, handavinnukennslu og síðar einnig ökukennarapróf. Kennaraferillinn hófst við Barna- og miðskólann í Stykkishólmi þar sem hann starfaði 1949-1951. Hann flutti á Selfoss og starfaði við Barna- og miðskólann á Selfossi 1951- 1961með ársleyfi vegna kennslu við Flensborgarskólann 1959-60. Einnig var hann stundakennari við Iðnskólann á Selfossi sömu ár. Hann fluttist í Reykholtsdalinn 1961 og hóf störf sem skólastjóri við nýbyggðan skóla að Kleppjárnsreykjum þar sem hann starfaði til ársins 1978. Samhliða skólastjórastarfinu sinnti hann einnig ökukennslu í uppsveitum Borgarfjarðar. Leiðir lágu aftur til Selfoss þar sem hann kenndi við Gagnfræðaskólann á Selfossi 1978-1980 en þá tók hann við starfi framkvæmdastjóra Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem hann sinnti til ársloka 1994 þegar hann lét af störfum sökum aldurs.

Staðir

Miðhús Reykhólahreppi Barð.: Stykkishólmur 1949-1951; Selfoss 1951-1961 og 1978-1980: Kleppjárnsreykjum 1961-1978:

Réttindi

Kennarapróf 1948: Íþróttakennarapróf 1949: Einnig kennarpróf í Söngkennslu, Danskennslu, Handavinnukennslu og Ökukennslu.

Starfssvið

Skólastjóri: Fræðslustjóri:

Lagaheimild

Eftir hann liggja ótal ljóð og lausavísur. Ekkert tilefni telur hann of ómerkilegt fyrir vísnagerð og hefur sú iðkun hans glatt marga gegnum árin. Hann er eftirsóttur ræðumaður og flytur oft ræður að miklu leyti í bundnu máli. Einnig hefur hann sinnt ritstörfum, hefur verið ritstjóri Umhverfisins, blaðs Kiwanismanna á Suðurlandi og birt greinar í ýmsum ritum. Ferðabækur við Þjóðveginn.

Innri uppbygging/ættfræði

Kona hans Ólöf Sigurðardóttir skólastjóri Húsmæðraskólans á Staðarfelli. Seinni kona Bryndís Steinþórsdóttir húsmæðrakennari.
Kjörbarn (dóttir) Jóns bróður Ólafar:
Sigrún Hjartardóttir (1960).

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01445

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 20.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir