Hjörtur Þórarinsson (1927) fræðslustjóri Selfossi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Hjörtur Þórarinsson (1927) fræðslustjóri Selfossi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

10.2.1927 -

History

Hjörtur fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi og ólst þar upp til 12 ára aldurs en flutti þá að Reykhólum. Enginn skóli var á þessum tíma á Reykhólum en börnin í sveitinni nutu farkennslu eins og títt var. Faðir minn fór síðar í skóla á Flateyri og síðan í unglingaskóla hjá séra Árelíusi Níelssyni á Stað á Reykjanesi. Áhugi hans á kennslu og skólamálum hlýtur að hafa vaknað þar því hann lauk kennaraprófi 1948, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1949 og tók reyndar öll kennarapróf sem til voru á þeim tíma; í söngkennslu, danskennslu, handavinnukennslu og síðar einnig ökukennarapróf. Kennaraferillinn hófst við Barna- og miðskólann í Stykkishólmi þar sem hann starfaði 1949-1951. Hann flutti á Selfoss og starfaði við Barna- og miðskólann á Selfossi 1951- 1961með ársleyfi vegna kennslu við Flensborgarskólann 1959-60. Einnig var hann stundakennari við Iðnskólann á Selfossi sömu ár. Hann fluttist í Reykholtsdalinn 1961 og hóf störf sem skólastjóri við nýbyggðan skóla að Kleppjárnsreykjum þar sem hann starfaði til ársins 1978. Samhliða skólastjórastarfinu sinnti hann einnig ökukennslu í uppsveitum Borgarfjarðar. Leiðir lágu aftur til Selfoss þar sem hann kenndi við Gagnfræðaskólann á Selfossi 1978-1980 en þá tók hann við starfi framkvæmdastjóra Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem hann sinnti til ársloka 1994 þegar hann lét af störfum sökum aldurs.

Places

Miðhús Reykhólahreppi Barð.: Stykkishólmur 1949-1951; Selfoss 1951-1961 og 1978-1980: Kleppjárnsreykjum 1961-1978:

Legal status

Kennarapróf 1948: Íþróttakennarapróf 1949: Einnig kennarpróf í Söngkennslu, Danskennslu, Handavinnukennslu og Ökukennslu.

Functions, occupations and activities

Skólastjóri: Fræðslustjóri:

Mandates/sources of authority

Eftir hann liggja ótal ljóð og lausavísur. Ekkert tilefni telur hann of ómerkilegt fyrir vísnagerð og hefur sú iðkun hans glatt marga gegnum árin. Hann er eftirsóttur ræðumaður og flytur oft ræður að miklu leyti í bundnu máli. Einnig hefur hann sinnt ritstörfum, hefur verið ritstjóri Umhverfisins, blaðs Kiwanismanna á Suðurlandi og birt greinar í ýmsum ritum. Ferðabækur við Þjóðveginn.

Internal structures/genealogy

Kona hans Ólöf Sigurðardóttir skólastjóri Húsmæðraskólans á Staðarfelli. Seinni kona Bryndís Steinþórsdóttir húsmæðrakennari.
Kjörbarn (dóttir) Jóns bróður Ólafar:
Sigrún Hjartardóttir (1960).

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01445

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 20.6.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places