Hestur (1894) Blönduósi (Guðmundarbær 1901 / Jóhannshús/bær 1908)

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Hestur (1894) Blönduósi (Guðmundarbær 1901 / Jóhannshús/bær 1908)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1894 -

Saga

Bæ þennan byggði Guðmundur Benediktsson 1894. Guðmundur bjó þar í húsinu til 1901 að hann flutti vestur um haf. Hjá honum var um tíma Guðbjörg móðir hans sem lést haustið 1900. Hún er ásamt Birni Erlendssyni, fyrsta manneskjan sem grafin er í kirkjugarðinum.
Eftir brottför Guðmundar eignast Halldór Halldórsson kennari húsið. Hann býr þar til 1908 og var verslunarstjóri fyrir kaupfélagið.
Verslaði hann hann í herbergi er tekið var á leigu í Vertshúsinu. 1908-1909 var Halldór til húsa hjá Þorsteini Bjarnasyni, en söludeildin hafði verið flutt út fyrir á, í skúr er kaupfélagið átti þar.
Halldór byggði sér eigið hús utan ár 1909, þar bæði bjó hann og verslaði til dauðadags.
Halldór seldi Jóhanni Jóhannssyni, Guðmundarbæ 1908.

Staðir

Blönduós gamli bærinn.

Réttindi

1901-Jóhannshús-Hestur 1894, Þuríðarhús 1928 - Skúlahús 1957. Guðmundarbær (á sömu lóð og Hlöðufell og Reynivellir stóðu). Fyrir neðan Mosfell.

Starfssvið

Jóhann fær lóðarsamning hjá presti 8.12.1908 um 1590 ferálna lóð. Hún er sögð afmörkuð með girðingu og skurðum. Húslóð er 425 ferálnir af þessum 1590. Jóhann nefndi bæ sinn Hest og bjó í honum til 1921, en hann seldi Valdemari syni sínum bæinn 28.11. það ár. Valdemar hefur húsakaup við Þóreyju Jónsdóttur og fær Miðsvæði í staðinn.

Þórey selur svo Hest nokkrum dögum síðar eða 26.3.1928. Kaupandi er Þuríður Sæmundsdóttir, er kaupir sama dag húsið Reynivelli, sem stóð rétt hjá í sömu lóð. Hlöðufell var svo þriðja húsið í sömu lóð og bjó Jóhann í þeim öllum, hverju eftir öðru.
Sambýlismaður Þuríðar, Skúli Benjamínsson breytti svo Hesti í fjós og hesthús og byggði smiðju sína upp að húsunum.

Í fasteignamati 1916 er hús þetta sagt vera 10 x 6 álnir og hæð 4 álnir. Því fylgi hesthús yfir 14 hesta og hlaða yfir 13 hestburði heys og brunnur. Hlöðunni var síðar breytt í íveruhús og kallast þá Hlöðufell. Lóðinni var skipt milli þessara hús þannig að Hesti fylgdi 540 ferálna lóð, Reynivöllum 400 ferálnir og 650 ferálnir komu í hlut Hlöðufells.

18.3.1925 kaupir Blönduóshreppur hús og lóð af Hermanni Víðdal ljósmyndara. Samningur þessi var margþættur og kvað ma á um ævilanga ábúð foreldra hans.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

1894 og 1901- Guðmundur Benediktsson f. 26. apríl 1849, frá Hamrakoti í Þingi. Fór til Vesturheims 1901 frá Blöndósi, Torfalækjarhreppi, Hún. [Guðbjörg Guðmundsdóttir f. 1815-1900, móðir hans er fyrsta konan sem jarðsett var í nýja kirkjugarðinum haustið 1900], kona hans Ingunn Jónsdóttir f. 20. nóv. 1855 d. 5. febr. 1938. Manitoba. Var í Stekkjarkoti, Njarðvíkursókn, Gull. 1860. Fór til Vesturheims 1901 frá Blönduósi, Torfalækjarhreppi, Hún.
Börn þeirra;
1) Sigurfinna f. 9 ágúst 1884. Fór til Vesturheims 1900 frá Blönduósi, Torfalækjarhreppi, Hún.
2) Sigurlaug Gróa f. 1896. Fór til Vesturheims 1901 frá Blönduósi, Torfalækjarhreppi, Hún.

1901- Ingibjörg Guðmundsdóttir f. 12. mars 1850 d. 20. sept. 1919, ekkja 1901, maki 26. nóv. 1872; Bjarni Sveinsson f. 7. júní 1844 d. 13. júlí 1894 bóndi Illugastöðum á Laxárdal fremri.
Börn þeirra;
1) Þorsteinn (1875-1937) sjá Þorsteinshús.
2) Stefán (1878-1939). Bóndi á Illugastöðum í Laxárdal, Hún.
3) Guðbjörg Bebensee (1879-1939). Akureyri
4) Kristín, (1882),
5) Bjarni (1883-1967) sjá Tilraun,
6) Sveinn (1885-1960). Niðursetningur í Hvammi, Holtastaðasókn, Hún. 1890. Hjú í Hafragili, Hvammsókn, Skag. 1901. Var á Akureyri 1930. Kennari, verslunarmaður og framfærslufulltrúi á Akureyri.
7) Ingimundur (1886-1976). Ólst upp hjá hjá hjónunum Stefáni Guðmundssyni og Sigríði Guðmundsdóttur á Kirkjuskarði í Laxárdal. Bóndi á Kirkjuskarði, síðar járnsmiður og uppfinningarmaður á Sauðárkróki. Ingimundur „var bráðgreindur, vandaður og hispurslaus í tali, launglettinn eða meinglettinn eftir atvikum“ segir í Skagf.1910- Járnsmiður á Sauðárkróki 1930.1950 I.
8) Guðrún (1888-1952) Akureyri,
9) Valdimar (1889-1890),

1901-1908- Halldór Sigurður Halldórsson, (1866-1929) maki; Jakobína Sigríður Klemensdóttir, (1864-1946), sjá Halldórshús utan ár.

1921-1928- Valdimar Jóhannsson f. 6. des. 1888 sjá Miðsvæði.

1928- Þórey Jónsdóttir f. 22. júní 1900 d. 29. desember 1966, Skála Skagaströnd, áður Miðsvæði. Selur sama ár sjá barn í Samkomuhúsi.

1928-1948- Þuríður Sæmundsdóttur sjá ofar. Keypti húsið 1928 og einnig Reynivelli, húsinu breytt í fjós og hesthús fyrir 14 hesta, smiðja byggð við húsið og hlaða fyrir 13 hestburði, sem síðar var breytt í íbúðarhús og nefndist þá Hlöðufell en þar bjó síðar Jóhann og einnig Valdimar um tíma.
1908-1921- Jóhann Jóhannsson f. 14. júní 1865 sjá Hlöðufell. 1908-1921. Bjó einnig á Hesti. Sagt er að Jóhann hafi byggt húsið yfir son sinn Hermann Víðdal sem var að læra ljósmyndun.

1925-1928- Gísli Ólafsson skáld, f. 2. jan 1885, d. 14. jan. 1967, frá Eiríksstöðum, maki óg. Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir, f. 29. júní 1890, d. 29. maí 1968. Bjuggu hér 1925-1928. Bóndi Hólabæ 1920, síðar Sauðárkróki.
Börn þeirra;
1) Hulda (1913-1993). Húsfreyja. Var á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki.
2) Ólafur (1916-1999). Var á Sauðárkróki 1930. Bifreiðastjóri á Sauðárkróki.
3) Guðrún Sigríður (1918-1988). Var á Sauðárkróki 1930. Húsfreyja og skáldkona, síðast bús. í Reykjavík.

1928 og 1957- Skúli Benjamínsson f. 23. júlí 1875 Skeggstöðum, d. 1. júlí 1963, maki (sambýliskona), Þuríður Sæmundsdóttir f. 11. ágúst 1863, Meðallandi V-Skaft, d. 14. maí 1948. Barnlaus. Þuríðarhúsi 1910 og 1946. Skúli þar 1951 og Skúlahúsi 1957.
Börn hans; með Ingibjörgu Hjálmarsdóttur (1860-1953). Tökubarn í Kurfi í Hofssókn, Hún. 1860. Vinnukona í Selhaga og húskona á Ytri-Ey.
1) Björn (1893-1975). Veghefilsstjóri. Bóndi á Söndum á Borgareyju. Bílstjóri á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki.
Með Guðrúnu Benónýsdóttur (1872-1959). Var í Litla-Bergi, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Vinnukona á Bjarnastöðum, Undirfellssókn, Hún. 1890. Hjú í Hnausum, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Fór 1904 frá Hnausum. Vökukona á Landakotsspítala í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Reykjavík 1920. Ekkja í Fossvogi, Reykjavík 1930.
2) Halldóra (1898-1898),
3) Einar Eymann (1900-1966). Tökubarn í Vöglum, Undirfellssókn, Hún. 1901. Vinnumaður á Gilá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Guðrún Bryndís Thoroddsen (1901-1938). Var á Hnausum, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Fór 1904 frá Hnausum. Sjúklingur í Reykjavík 1910. Vinnukona í Garðastræti 33, Reykjavík 1930.
Barn hennar með fyrri manni (1885) Magnúsi Magnússyni (1840-1887). Bóndi og múrari á Gauksstöðum og Eiði í Garði. Bóndi á Gauksstöðum 1870. Drukknaði.
1) Ástfinnur Frímann (1886). Bús. í Vesturheimi. Leigjandi á Söndum í Garðasókn, Borg. 1901.
Barn hennar með seinni manni (1890) Þórði Guðmundssyni (1863-1907). Vikadrengur á Einifelli, Hjarðarholtssókn, Mýr. 1880. Tómthúsmaður í Gerðaskála, Útskálasókn, Gull. 1890. Sjómaður á Geysi, Djúpavogssókn, S-Múl. 1901. Grashúsmaður í Hlíð, Hofssókn í Álftafirði, S-Múl.;
2) Magnús Vilmundur (1889-1908) Svarfhóli Borgarfirði.
Barn hennar og Elísar Sæmundssonar (1860-1916). Daglaunamaður á Bergsstöðum, Vestmannaeyjasókn 1910. Vinnumaður á Klömbrum undir Eyjafjöllum. Ókvæntur. Nefndur Elías í Manntalinu 1910 en skírður Elís eftir kirkjubók í Vestmannaeyjum, einnig nefndur Elís í manntölunum 1870, 1880, 1890 og 1901.;
3) Guðný (1881-1962). Húsfreyja og saumakona í Vestmannaeyjum. Húsfreyja á Brekastíg 5A, Vestmannaeyjum. 1930. Nefnd Elísdóttir í kirkjubók.

1946- Jón Sigurðsson (1911-1910), sjá Brúarland.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðbjörg Bebensee (1879-1933) Akureyri (12.12.1879 - 19.9.1933)

Identifier of related entity

HAH03827

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bjarni Bjarnason (1883-1967) í Tilraun (7.12.1883 - 10.5.1967)

Identifier of related entity

HAH02655

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hulda Gísladóttir (1913-1993) (8.8.1913 - 14.8.1993)

Identifier of related entity

HAH01462

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Reynivellir Blönduósi (1922 -)

Identifier of related entity

HAH00679

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hlöðufell Blönduósi (1916 -)

Identifier of related entity

HAH00105

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skúli Benjamínsson (1875-1963) Skúlahúsi (23.7.1875 - 1.7.1863)

Identifier of related entity

HAH04957

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jakobína Klemensdóttir (1864-1946) Móbergi (6.10.1864 - 8.9.1946)

Identifier of related entity

HAH05254

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Jakobína Klemensdóttir (1864-1946) Móbergi

controls

Hestur (1894) Blönduósi (Guðmundarbær 1901 / Jóhannshús/bær 1908)

Dagsetning tengsla

1901 - 1908

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhann Jóhannsson (1865-1961) Hlöðufelli (14.9.1865 - 15.1.1961)

Identifier of related entity

HAH04899

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Jóhann Jóhannsson (1865-1961) Hlöðufelli

controls

Hestur (1894) Blönduósi (Guðmundarbær 1901 / Jóhannshús/bær 1908)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldór Halldórsson (1866-1929) kennari Halldórshúsi utan ár (10.1.1866 - 1.9.1929)

Identifier of related entity

HAH04687

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Halldór Halldórsson (1866-1929) kennari Halldórshúsi utan ár

controls

Hestur (1894) Blönduósi (Guðmundarbær 1901 / Jóhannshús/bær 1908)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurlaug Jóhannsdóttir (1864-1943) Hlöðufelli (25.7.1864 - 5.12.1943)

Identifier of related entity

HAH09225

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Sigurlaug Jóhannsdóttir (1864-1943) Hlöðufelli

controls

Hestur (1894) Blönduósi (Guðmundarbær 1901 / Jóhannshús/bær 1908)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gísli Ólafsson (1885-1967) Skáld á Sauðárkróki. Reynivöllum á Blönduósi 1925-1928. (2.1.1885 - 14.1.1967)

Identifier of related entity

HAH03776

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Gísli Ólafsson (1885-1967) Skáld á Sauðárkróki. Reynivöllum á Blönduósi 1925-1928.

controls

Hestur (1894) Blönduósi (Guðmundarbær 1901 / Jóhannshús/bær 1908)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00731

Kennimark stofnunar

IS HAH-Blö

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 15.5.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir