Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum
Hliðstæð nafnaform
- Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
23.7.1915 - 9.12.1988
Saga
Herdís Gróa fæddist norður í Húnavatnssýslu og ólst þar upp við lífshætti þeirra tíma: vinnusemi og grandvarleik. Líf hennar allt einkenndist af þessum fornu dyggðum ásamt heilbrigðu brjóstviti og stakri fórnarlund. Ung fluttist hún til Reykjavíkur en þar kynntist hún Sigurhirti Péturssyni lögfræðingi. Eignuðust þau tvo syni, Karl og Sigfús, sem nú eru kunnir menn og harðgiftir fjölskyldufeður. Barnabörn Dísu eru orðin fimm.
Herdís og Sigurhjörtur slitu sambandi sínu eftir fárra ára samlíf en síðan kom það að mestu í hlut Herdísar að annast uppeldi drengjanna tveggja. Hún axlaði þessa ábyrgð möglunarlaust. Slíkt hið sama urðu margar aðrar einstæðar konur að gera bæði þá og síðar en það voru aðrir og fátækari tímar á Íslandi fyrir 40-50 árum. Með stakri iðjusemi, fórnfýsi og miklum sjálfsaga einbeitti Herdís lífsþreki sínu að því að koma hinum mannvænlegu drengjum sínum til þroska. Framanaf var stundum knappt í búi eins og reyndar víða um íslenzka mannheima á þeim árum en smámsaman vænkaðist hagur fjölskyldunnar. Synirnir brugðust ekki vonum Herdísar og urðu hinir mætustu og nýtustu menn. Fyrir þessar sakir og vegna þeirrar gleði er henni veittist af góðum tengdadætrum og barnabörnum fannst Dísu hún uppskera í garði lífsins þá ávexti sem sætastir eru: velgengni, heilbrigði og hamingja niðjanna. Megindrættir í lífi Herdísar breyttust aldrei hvorki í blíðu né stríðu, elja hennar var líkust náttúrulögmáli og má segja að henni félli aldrei verk úr hendi. Þegar hlé varð á skyldum greip hún í hannyrðir og liggur eftir hana fjöldi fagurra útsaumsverka sem prýða heimili vina og vandamanna og er mitt ekki undanskilið. Leikni Dísu og vandvirkni í þessumefnum sem öðrum var fágæt, en saum hennar stenzt samanburð viðþað, sem bezt hefur verið gert í þessu landi og eru íslenzkar konur þó engir aukvisar í handaverkum sínum. Í stórum og smáum saumuðum myndverkum Herdísar má skoða mikla mannkosti hennar og hagleik.
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Karl Jónsson 6. september 1884 - 22. júní 1950 Bóndi í Kirkjuskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Gunnfríðarstöðum og kona hans 12.5.1906; Guðrún Pálína Sigurðardóttir 4. nóvember 1883 - 9. maí 1979. Húsfreyja í Kirkjuskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Gunnfríðarstöðum. Var á Sléttu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
Systkini hennar;
1) Halldóra Eggertína Karlsdóttir 15. okt. 1906 - 8. sept. 1984. Húsfreyja í Efri-Lækjardal, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar; Guðmundur Halldórsson 12. júlí 1902 - 8. júlí 1944 Bóndi Efri-Lækjardal og verkstjóri Akureyri. Bændaskólanum á Hólum 1925. Féll af hestbaki og lést skömmu síðar.
2) Anna Karlsdóttir 23. feb. 1908 - 23. júní 2009. Húsfreyja á Sléttu, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Sléttu, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
3) Katrín Karlsdóttir 6. ágúst 1909 - 20. júlí 1924. Vinukona á Orrastöðum.
4) Jón Karlsson 18. ágúst 1912 - 20. apríl 1997. Var í Kirkjuskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bókari og gjaldkeri Vegagerðar ríkisins. Var á Holtastöðum, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
5) Björn Guðmann Karlsson 23. mars 1917 - 30. ágúst 1991 Var í Kirkjuskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Björnólfsstöðum, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Sambýliskona Björns; Helga Þuríður Daníelsdóttir 22. nóvember 1917 - 17. janúar 2013 Var í Syðri-Ey, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja og húsvörður í Reykjavík, fékkst síðar við ýmis störf í Blönduóshreppi. Síðast bús. í Hafnarfirði. Fyrri maður Helgu var 20.10.1945; Einar Leander Söderholm 17. nóvember 1916 - 1. júlí 1960. Helga og Einar bjuggu lengst af í Skerjafirði.
6) Ingibjörg Karlsdóttir fæddist á Gunnfríðarstöðum, Svínavatnshreppi, A-Hún.,16. apríl 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 3. september 2014.
7) Guðni Karlsson 9. maí 1920 - 21. mars 2008. Var í Kirkjuskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Vélstjóri og verkamaður, lengst af búsettur á Þorlákshöfn.
8) Jón Pálmi Karlsson 9. jan. 1922 - 25. júlí 2004. Var í Kirkjuskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Flutti til Akureyrar 1937 og átti þar heima upp frá því, lengst af bifreiðarstjóri.
9) Júlíus Auðunn Karlsson 18. okt. 1923 - 3. maí 1989. Var í Kirkjuskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Enniskoti, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bílstjóri og verkamaður, síðast bús. í Blönduóshreppi.
Ung fluttist hún til Reykjavíkur en þar kynntist hún Sigurhirti Péturssyni lögfræðingi.
Eignuðust þau tvo syni,
1) Karl og
2) Sigfús, sem nú eru kunnir menn og harðgiftir fjölskyldufeður.
Barnabörn Dísu eru orðin fimm.
Árin eftir 1950 átti Herdís sér vin og sambýlismann sem var Guðni Skúlason bifreiðastjóri. Þau studdu hvort annað á heimili þeirra í Grýtubakka 20.
Herdís og Sigurhjörtur slitu sambandi sínu eftir fárra ára samlíf.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 20.6.2017
Tungumál
- íslenska