Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Héraðsskólinn á Laugarvatni og Laugarvatn
Hliðstæð nafnaform
- Laugarvatn Árnessýsla
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1928-
Saga
Ketilbjörn gamli Ketilsson nam Grímsnes frá Höskuldslæk, Laugardal og Biskupstungur til Stakksár. Hann bjó á Mosfelli.
Ketilbjörn Ketilsson hinn gamli, landnámsmaðurá Mosfelli var tvímælalaust fulltrúi heiðins siðar og fornra gilda. En Mosfellingar og Haukdælir, afkomendur hans og Helgu konu hans, voru fyrstu menntamenn íslendinga, vel á undan samtíð sinni og báru af flestum íslendingum á þjóðveldisöld.
Skólaþorpið Laugarvatn hefur verið vagga menntunar á svæðinu allt frá 1928, þar eru nú öll skólastig frá leikskóla til háskóla. Við Laugarvatn er Vígða laug, en margir trúa á lækningarmátt vatnsins. Við kristnitökuna árið 1000 voru heiðingjar skírðir í þessari volgu laug. Fjölbreytt þjónusta er í boði á Laugarvatni og nágrenni og ýmsir afþreyingarmöguleikar. Tjaldsvæði, farfuglaheimili, bændagisting, hótel og veitingastaðir. Hægt að leigja bát og sigla á vatninu, veiða í ám og vötnum eða bregða sér í golf eða sund. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu og boðið er upp á hellaskoðun, kanóferðir og útiafþreyingu fyrir hópa. Fjölbreytt fuglalíf er í skóginum og við vatnið og fallegar gönguleiðir. Laugarvatnsfjall býður upp á víðáttumikið útsýni. Upp frá Miðdal, um 3 km frá Laugarvatni, er vinsæl gönguleið upp að Gullkistu þar sem fjársjóður Ketilbjarnar á að hafa verið grafinn..
Héraðskólinn á Laugarvatni var héraðsskóli sem var stofnaður 1.nóvember árið 1928 í skólahúsi sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Hús héraðsskólans var friðað árið 2003 og tekur friðunin til ytra útlits og stigagangs.
Við setningu fræðslulaga árið 1946 tók héraðsskólinn upp kennslu til landsprófs. Haustið 1947 tók til starfa við héraðsskólann framhaldsdeild sem kenndi námsefni fyrsta árs menntaskóla og var hún nefnd Skálholtsdeild. Menntaskólinn að Laugarvatni var svo stofnaður árið 1953.
Árið 1932 var Íþróttakennaraskóli Íslands stofnaður og var hann í húsakynnum héraðsskólans, bókasafni, sundlaug og íþróttahúsi.
Hús gamla héraðsskólans stóð autt um nokkuð skeið eftir að skólahald fluttist í aðrar byggingar á Laugavatni. Listahátíðin Gullkistan var haldin í héraðsskólanum sumarið 2005. Gamli héraðsskólinn hefur nú verið gerður upp og mun Háskóli Íslands fá hluta gamla héraðsskólans fyrir starfsemi sína á Laugarvatni en þar er íþróttafræðanám innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Árið 1928 létu Laugarvatnshjónin, Ingunn Eyjólfsdóttir (1873 – 1969) og Böðvar Magnússon (1877 – 1966) ættaróðal sitt af hendi til að veita stofnun Héraðsskóla á Laugarvatni brautargengi. Þau hjónin tóku við búi á Laugarvatni 1907 og bjuggu á Laugarvatni alla tíð.
Staðir
Grímsnes; Hödkuldslækur; Biskupstungur; Stakksá; Mosfell; Laugarvatn; Vígða laug; Laugarvatnsfjall; Miðdalur; Gullkista;
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
- ágúst 1947 varð atburður sem átti eftir að hafa mikil áhrif á sögu héraðsskólans en þann dag brann aðalhús héraðsskólans og með því mikil verðmæti. Listaverk ýmis sem skólanum hafði verið færð að gjöf auk þess sem gistihúsið sem þar var rekið á sumrin tapaði mikið af rúmum, rúmfötum, borðdúkum og fleiri hlutum en starfskonur gistihússins töpuðu margar aleigu sinni. Ein starfsstúlka slasaðist mikið en aðrir ekki svo teljandi væri. Allir sem staddir voru á Laugarvatni þennan dag gerðu það sem mest þeir máttu til að bjarga því sem bjargað yrði, en slökkvilið frá Selfossi og Reykjavík kom síðan og náði að slökkva eldinn, en þá var nánast allt brunnið sem brunnið gat og einungis austasta burstin stóð eftir enda liðnir tæplega þrjár klukkustundir frá því að eldsins varð vart og þar til aðstoð kom frá Selfossi og þá var rúm klukkustund þar til slökkvilið úr Reykjavík kæmi á vettvang.
Ákveðið var strax í kjölfar brunans að setja bráðabirgðar þak á húsið og farið var að vinna í því að undirbúa skólann fyrir komandi vetur en í samráði við héraðslækni, landlækni og fræðslumálaskóla var reiknað út rúmmál herbergja og hversu marga nemendur væri forsvaranlegt að hafa í hverju herbergi. Bjarni sendi síðan bréf til þeirra 195 nemenda sem sækja ætluðu skólann um veturinn og skýrði út stöðu mála og bauð þeim að sætta sig við þrengslin eða hætta við skólavistina en aðeins 2 nemendur hættu við skólagönguna og því voru 193 nemendur við Héraðsskólann þennan veturinn. Sumarið 1948 hafði skólanefndin undirbúið byggingu nýs skólahúsnæðis á þeim stað þar sem fyrsti Laugarvatnsbóndinn hafði valið bæ sínum stað. Reist var stórhýsi á þremur hæðum sem síðan var ákveðið að nýstofnaður menntaskóli fengi ef af stofnun hans yrði og Héraðsskólinn myndi þá endurreisa gamla húsið í burstastíl. Einnig kom upp sú hugmynd að íþróttakennaraskólinn myndi endurgera gamla héraðsskólahúsið fyrir sína þágu, en það þótti sýnt að hann yrði þá ekki reistur aftur með burstastílnum og því fékk Íþróttakennaraskóli Íslands land til sinna athafna.
Frá því árið 1945 höfðu verið þrír bekkir við Héraðsskólann en á síðari hluta sjöunda áratugarins hafði orðið mikil uppbygging í menntakerfinu í Árnessýslu svo að mun færri þurftu að leita í neðri hluta gagnfræðistigs til Laugarvatns sem leiddi af sér að sumarið 1968 þótti ekki grundvöllur fyrir því að vera með 1. bekk (núverandi 7. bekk) og var hann ekki framar kenndur við Héraðsskólann. Vorið 1969 var fyrsta samræmda gagnfræðiprófið haldið og veturinn 1969-1970 var kennt í fyrsta sinn fjórða bekk í Héraðsskólanum, svo aftur voru komnir þrír bekkir við skólann, en aðeins tveir nemendur náðu að sitja í 1., 2., 3. og 4. bekk skólans en það voru Gunnar Vilmundarson frá Efstadal og Þórdís Pálmadóttir frá Hjálmastöðum í Laugardal. Uppúr 1970 var til umfjöllunar í þinginu nýtt frumvarp um menntamál sem var kallað Grunnskólafrumvarpið og árið 1974 tók það gildi. Grunnskólalögin gerðu það að verkum að gagnfræðiprófið og landsprófið voru sameinuð í eitt samræmt grunnskólapróf. en þá hafði fækkað mjög nemendum í Héraðsskólanum og þá aðallega úr Árnessýslu og veturinn 1977- 1978 voru aðeins starfandi 8. og 9. bekkur grunnskóla við skólann þar sem 54 nemendur hófu nám um haustið en árið áður höfðu 88 nemendur hafið nám um haustið og 94 veturinn 1975-1976.
Skólaveturinn í Héraðsskólanum náði vanalega frá byrjun október og þar til landsprófum var lokið í síðari hluta maí, en það er mun styttri tími en í flestum kaupstaðaskólunum. Það var hinsvegar réttlætt með því að kennt var 6 daga vikunnar. Félagslífið hafði stórlega minnkað síðustu árin, skólablað kom ekki út eftir 1969 og ekki var haldin nein árshátíð eftir 1973. Árlegar ferðir nemenda til Reykjavíkur í leikhús voru aflagðar auk þess sem ekki hefur verið farið í skólaferð að vori síðan 1972 en eftir að skólinn eignaðist sjónvarp árið 1970 hefur það verið helsta dægradvöl nemenda. Þó að félagslífið hafi hnignað töluvert, þá var ekki hægt að segja það sama um íþróttalífið en það var stundað af miklum áhuga. Áfram héldu breytingar á menntakerfinu og uppbygging grunnskóla í flestum sveitarfélögum þannig að fækkaði jafnt og þétt í héraðsskólanum og var hann endanlega lagður niður árið 1991.
Strax og ákvörðun um skóla á Laugavatni var staðreynd var farið í að stofna byggingarnefnd til að reisa skólahús og kaus fundurinn Böðvar Magnússon sem formann nefndarinnar. Guðjón Samúelsson var fenginn til að hanna skólabygginguna og sumarið 1928 voru reistar tvær burstir en vorið eftir voru reistar fjórar burstir til viðbótar auk sundlaugar fyrir austan húsið, en fyrsta veturinn var sundlaugin í kjallaranum þar sem síðar varð borðstofa. Skólahúsnæðið var búið fjórum kennslustofum á aðalhæð, rúmgóðu anddyri og forsal auk 23 íbúðarherbergja og þremur snyrtiherbergjum með böðum á tveimur hæðum.
Veturinn 1928-1929 var séra Jakob Lárusson prestur í Holti undir Eyjafjöllum skólastjóri og Guðmundur Ólafsson frá Sörlastöðum í Fnjóskadal var fastur Kennari en 24 nemendur voru við nám fyrsta skólaárið sem var sett 1. nóvember. Jakob sagði af sér vorið 1929 og Bjarni Bjarnason var ráðinn skólastjóri síðla sumars en 83 nemendur höfðu fengið inngöngu í skólann en húsnæðið var vart fokhelt. Drengirnir voru látnir gista í stórum sal á flatsæng en þegar líða tók á veturinn fóru herbergin að verða afþiljuð þannig að hægt var að flytja inn í þau. Ásamt Bjarna voru ráðnir þrír nýir fastakennarar og tveir stundakennarar. Skólinn var settur 4. október og húsið vígt. Nemendur skólans unnu hörðum höndum að því að gera skólahúsið tilbúið að innan með því að berja múrslettur af gólfum til að hægt yrði að dúkleggja gólfin auk þess sem eitt aðalmarkmið vetrarins var bygging sundlaugarinnar þar sem markmiðið var að allir nemendur gætu synt fyrir jólin og tókst það ætlunarverk. Sumarið eftir sá byggingarnefndin til þess að skólahúsið væri klárað að innan sem utan auk þess sem hafin var bygging á nýju einbýlishúsi skammt frá aðalbyggingunni. Nýja húsið var einlyft með manngengu risi og kjallara undir hluta hússins og hafði á að skipa 12 svefnherbergjum ætluðum fyrir nemendur. Um haustið 1930 var nýja húsið ekki orðið íbúðarhæft og því urðu 40 skólapiltar að gista í einni kennslustofunni þar til nýja húsið yrði tilbúið en þennan vetur voru 123 nemendur við skólann. Flutt var inn í nýja húsið í byrjun árs 1931 og hlaut það nafnið Björk. Veturinn 1931-1932 festi skólinn kaup á sýningarskálum frá þjóðhátíðinni 1930 og sáu nemendur um að taka niður sýningarskálann og flytja hann austur á Laugarvatn þar sem þurfti að setja hann saman aftur. Skálinn var keyptur í nóvember og í febrúar var hann tekinn í notkun sem nýtt íþróttahús en einn þekktasti og lærðasti fimleikakennari landsins Björn Jakobsson frá Narfastöðum hafði bæst í kennaraliðið fyrir veturinn og því var bætt íþróttaðstaða kærkomin viðbót en Björn átti eftir að verða aðal driffjöðrin í stofnun íþróttakennaraskólans árið 1942. Ekki má gleyma því að við Laugarvatnsskólann var rekið öflugt mötuneyti sem er að mörgum talið undirstaða góðs skóla.
Vorið 1932 var samið við Ragnar Ásgeirsson hjá Búnaðarfélagi Íslands til að setja upp tilraunastöð í garðyrkju við skólann en Ragnar byggði sér hús og gróðurhús á Laugarvatni auk þess sem hann gróðursetti tré og plantaði blómum meðfram öllum gangstígum til að auka snyrtimennsku en Hús Ragnars hlaut nafnið Hlíð. Uppbyggingu á Laugarvatni var haldið áfram en í stað stórra húsa var ákveðið að reisa nokkur minni hús sem yrðu kennarabústaðir til helmings við heimavist fyrir nemendur. Áður höfðu verið reist húsin Björk og Lind en síðan voru reist Hlíð 1944, Mörk 1945 og Grund 1947-1948. Auk þess sem sundlaugin var endurbætt árið 1944, bætt var við álmu með 10 svefnherbergjum í Lind og hafist var handa við að byggja nýtt íþróttahús.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Suðurl
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 19.1.2019
Tungumál
- íslenska