Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Helga Sigurðardóttir (1944-1990) Blönduósi
Hliðstæð nafnaform
- Helga Sigurðardóttir Blönduósi
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
30.1.1944 - 16.9.1990
Saga
Helga fæddist á bænum Gröf á Vatnsnesi 30. janúar 1944, dóttir hjónanna Unnar Ágústsdóttur og Sigurðar Gestssonar. Hún ólst uppí foreldrahúsum á bænum Mörk í Hvammstangahreppi. Sjúkraliði Blönduósi;
Hún lést í bílslysi á Sandskeiði kvöldið 16. september 1990. "Með henni í bílnum var sonur hennar Snorri ásamt unnustu hans Önnu Björk og tveggja ára syni þeirra. Þau slösuðust öll, en þó mest Anna Björk, sem liggur enn á sjúkrahúsi."
Hún var jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 25. september 1990, kl. 13.30.
Staðir
Gröf á Vatnsnesi; Mörk; Blönduós; Reykjavík:
Réttindi
Hún var í hjá Námsflokkum Reykjavíkur á sjúkraliðabraut frá 1988
Starfssvið
Sjúkraliði; Hín hóf störf á deild 28 á Kleppi í ársbyrjun 1989 og starfaði þar til þau fluttu helgina örlagaríku,
Lagaheimild
Dagblaðið Vísir - DV, 212. tölublað (17.09.1990), Blaðsíða 48. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2575730
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Agnar Sigurður Gestsson 17. feb. 1918 - 1. nóv. 2004. Var á Dæli, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Bóndi í Mörk, Hvammstangahr., V-Hún. og var þar 1957 og kona hans 1947; Unnur Ágústsdóttir 20. maí 1920 - 5. des. 2002. Var í Mörk, Hvammstangahr., V-Hún. 1957.
Systkini Helgu;
1) Jón, f. 1947, maki Laufey Jónsdóttir, f. 1944, barn þeirra: Unnur Sigrún. Fyrri börn Laufeyjar: 1) Kristín Árnadóttir, maki Jón Óli Sigurðsson, sonur Kristínar: Árni Þór Óskarsson; 2) Sóley Haraldsdóttir, börn: Hrafnhildur og Bryndís Hauksdætur og Elvar og Andri Þorsteinssynir; og 3) Bjarki Haraldsson, maki: Erna Friðriksdóttir (á tvær dætur fyrir), dóttir Bjarka: Kolbrún Eva, sonur Bjarka og Ernu: Sigurvin Dúi;
2) Magnhildur f. 1950, maki: Níels Hafstein, f. 1947, sonur þeirra: Haraldur;
3) Ágúst f. 1954, maki: Þuríður Þorleifsdóttir, f. 1957, synir þeirra: 1) Sigurður Þór, maki: Elísabet Albertsdóttir, dóttir hennar: Viktoría; og 2) Arnar Páll, maki: Olga Dmitrieva, börn þeirra: Tómas Arnar og Alexandra Olga.
Maður Helgu; Sævar Snorrason 13. des. 1943. Var í Snorrahúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Börn þeirra;
1) Þórunn Sævarsdóttir 4.9.1961, maki: Gylfi Rúnarsson, börn þeirra: Helga og Sandri;
3) Anna Kristín Sævarsdóttir 11.12.1965, maki: Sigurberg Hauksson, börn: Sævar Karl, Erla, Aron Ingi og Unnar Már;
2) Snorri Sævarsson 7.11.1967, maki: Anna Björk Magnúsdóttir, synir: Sævar, Jón Helgi og Einar Snorri;
4) Sigrún Sævarsdóttir 6.2.1969, maki: Hrafn Grétarsson, börn: Elvar, Helga og Friðbjörn;
Almennt samhengi
Þau Sævar höfðu ráðið sig í starf sem þau bundu miklar vonir við. Þessa örlagaríku helgi höfðu þau notað til að flytja búslóð sína austur og Helga var á leið til Reykjavíkur með syni sínum, tengdadóttur og litlum sonarsyni þegar kallið kom, alveg fyrirvaralaust og án þess að nokkuð væri hægt að gera til að afstýra því.
„Sævar sagði, á sinn "kómíska" hátt, hvernig fundum þeirra bar saman í fyrsta sinn. Hún hafði komið með rútunni til Blönduóss. Bílstjórinn hafði boðið Sævari, sem þá vann á hótelinu hjá föður sínum, að koma með upp í sveit, en konuefni hans biði út í bíl. Sævar sagðist muna það að hún hefði verið í ullarsokkum, sem hún braut niður yfir skóna. Hann bætti því við að hann hafi verið fyrstur ungra manna á staðnum að sjá hana og hann hafi nýtt sér það forskot sem hann fékk þarna út í æsar. Ekki vildi Helga þó gangast við því að þetta væri rétt munað hjá honum. Sérstaklega þetta með sokkana.“
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Helga Sigurðardóttir (1944-1990) Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 30.10.2019
Tungumál
- íslenska