Haraldur Eyþórsson (1927-2008) frá Brúarhlíð

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Haraldur Eyþórsson (1927-2008) frá Brúarhlíð

Hliðstæð nafnaform

  • Haraldur Róbert Eyþórsson Brúarhlíð

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

6.8.1927 - 25.11.2008

Saga

Haraldur Róbert Eyþórsson fæddist í Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi í Ísafjarðarsýslu 6. ágúst 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 25. nóvember síðastliðinn.
Haraldur átti sína barnæsku í Fremri-Hnífsdal þar til foreldrar hans fluttu í Húnavatnssýsluna og var Haraldur þar til fullorðinsáranna þar til hann kynntist eiginkonu sinni og þau hófu búskap sinn í Reykjavík. Haraldur stundaði ýmsa vinnu til sjós og lands. Þar á meðal í landi hjá Póstinum, sem leigubílstjóri og síðast flutti hann aftur í Húnavatnssýsluna og réð sig sem vinnumaður hjá Guðmundi bróður sínum, bónda í Brúarhlíð í Blöndudal í A-Hún. Þar bjó Haraldur í um 30 ár og annaðist búskap. Þar synti hann sínum hugðarefnum sem voru dýrin. Haraldur vann við búið í Brúarhlíð þar til frænka hans Guðmunda Sigrún Guðmundsdóttir og maður hennar tóku við. Þá flutti hann til Blönduóss þar sem hann bjó til dauðadags en var þó alltaf með annan fótinn í sveitinni sinni eins og heilsa og kraftar leyfðu.
Útför Haraldar fer fram frá Bólstaðarhlíðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Staðir

Fremri-Hnífsdalur: Brúarhlíð A-Hún:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar Haraldar voru Jón Eyþór Guðmundsson, f. á Guðlaugsstöðum í Blöndudal í A-Hún 19. febrúar 1894, d. 19. janúar 1979, og Pálína Salóme Jónsdóttir, f. í Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi í Ísafjarðarsýslu 9. febrúar 1889, d. 14. desember 1975. Haraldur ólst upp í stórum hópi systkina og eru þau:
1) Guðmundur, f. 17. júní 1914, d. 26. desember 1982,
2) Kjartan Blöndal, f. 19. desember 1915, d. 23. júní 1974,
3) Elín Ingibjörg, f. 19. september 1917, d. 1. júlí 1973,
4) drengur, fæddur andvana 1920,
5) Jóhann, f. 17. febrúar 1921, d. 2. september 2005,
6) Halldór Ingimundur, f. 12. mars 1924, d. 21. september 2007, og
7) Haukur Líndal, f. 18. október 1929.
Áður átti Eyþór dótturina Unni, f. 18. september 1909.

Haraldur kvæntist 16. júní 1950 Ritu Irmgard Bünting Eyþórsson frá Lübeck í Þýskalandi, dóttur hjónanna Alberts Bünting og Alwine Maria Bünting í Lübeck í Þýskalandi, þau skildu og hún flutti aftur til Lübeck og lést þar.. Börn þeirra eru:
1) Reinhold, f. 11. september 1950, d. 11. janúar 2008, kvæntur Edeltraut Flatau–Haraldsson ritara í Lübeck, f. 15. nóvember 194.
2) tvíburi Reinholds, andvana fædd stúlka.
3) Eygló María – Wirth hárgreiðslukona, f. 9. mars 1956 , giftist 11. október 1974, Thomas Wirth rafvirkja í Lübeck, f. 9. október 1948. Börn þeirra eru Sven Wirth bókbindari, f. 13. maí 1975, Nicole Wirth – Scharff kennari, f. 16. apríl 1978, giftist 17. júlí 2003 Thomas Scharff kerfisfræðingi í Lübeck, f. 16. febrúar 1971. Dóttir þeirra er Lina Marie, f. 5. apríl 2008.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Elín Ingibjörg Eyþórsdóttir (1917-1973) (19.9.1917 - 1.7.1973)

Identifier of related entity

HAH03184

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Elín Ingibjörg Eyþórsdóttir (1917-1973)

er systkini

Haraldur Eyþórsson (1927-2008) frá Brúarhlíð

Dagsetning tengsla

1927 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldór Ingimundur Eyþórsson (1924-2007) (12.3.1924 - 21.9.2007)

Identifier of related entity

HAH01360

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Halldór Ingimundur Eyþórsson (1924-2007)

er systkini

Haraldur Eyþórsson (1927-2008) frá Brúarhlíð

Dagsetning tengsla

1927 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Eyþórsson (1914-1982) Brúarhlíð (17.6.1914 - 26.12.1982)

Identifier of related entity

HAH04003

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Eyþórsson (1914-1982) Brúarhlíð

er systkini

Haraldur Eyþórsson (1927-2008) frá Brúarhlíð

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Haukur Líndal (1929-2015) (18.10.1929 - 26.1.2015)

Identifier of related entity

HAH04846

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Haukur Líndal (1929-2015)

er systkini

Haraldur Eyþórsson (1927-2008) frá Brúarhlíð

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01387

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 24.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir